Parma í cm4, Á Ítalíu var heitt og það var gaman að liggja á ströndinni með konunni minni og tvem börnum. En ég hafði engan tíma í þannig vitleysu, ég þurfti að sjá um knattspyrnulið, en það var liðið Parma. Það var hlýtt í Tordini og gott veður til þess að slaka á í sundlauginni minni og hugsa um liðið mitt. Ég var svo stoltur af sjálfum mér, ég hafði náð að koma Parma í úrslit í UEFA, náð þriðja sætinu í Ítölsku deildinni og komist í átta liða úrslit í Italian cup.En það gerðist allt tímabilið 03/04, núna var tímabilið 04/05 og ég þurfti að byrja að hugsa um það. Ég hugsaði að ég þyrfti á markmanni að halda þannig að ég splæsaði 2,5 milljónum í Árna Gaut Arason (ég fattaði Árna vegna þess að ég var að hugsa um skólann og bekkjarbróðir minn er bróðir hans), ég gerði ekki fleirri kaup um sumarið.Svona stillti ég liðinu:

GK Árni Gautur Arason ***
DR Sivigla **
DL Júníor ***
DC Ricardo Carvalho ***
DC Cristian Wörns ***
MC Matzúalem ***
MR Cristiano Ronaldo ****
ML Ronaldinho ****
AMC Adrian Mutu ****
FC Adriano *****
FC Jermain Defoe ****

Ég byrjaði deildinna vel og fór strax í fyrsta sætið og hélt mér lengi þar. Það kom af því að ég byrjaði að tapa leikjum. Eftir það komst Inter Milan og AC Milan á undan mér.Um veturinn ákvað ég að ég varð að styrkja liðið mitt.Ég keypti þá miðjumanninn Anderson Polga **** frá Atalanta og unga varnarmanninn Claudio Terzi ****. Þá kom það sem að ég hafði óttast mest. Það kom þessi setning: Parma in financil cris. Ég var komin í skuldir, sem betur fer var kauptímabilið búið þann dag sem að ég fór í skuldir, svo að engin maður fór frá mér þá. Deildin hélt áfram og komst Juventus á undan mér. Á endanum voru það ég og Roma sem að voru að berjast um sæti í meistaradeildinni. Í seinasta leik deildarinnar átti ég að keppa á móti AC Milan,ég tapaði,og vegna þess að ég tapaði komust Roma í meistaradeildinna. En AC Milan unnu deildina og Inter voru rétt á eftir þeim með 2 stig á milli þeirra. En svona endaði deildin:

1.AC Milan
2.Inter Milan
3.Juventus
4.Roma
5.Parma
6.Atalanta

Í Italian Cup komst ég í 8 liða úrslit og keppti þar á móti Atalanta, ég vann þá og komst þá í 4 liða úrslit.Þar keppti ég á móti Inter,fyrri leikinn vann ég 4-3 en seinni leikinn tapaði ég 3-0.Juventus og Inter mættust í úrslitum og Inter vann.

Í meistaradeild evrópukomst ég í gegnum riðlin og lenti í fyrsta sæti með Arsenal,Shaktar og Moskow í riðli. Ég mætti Barcelona í 16 liða úrlit og vann fyrri leikinn á Nou Camp 4-3 seinni leikurinn var snilld og vann ég hann 10-4. Eftir 5 mörk frá Adrian Mutu,4 frá Adriano og 1 hjá Júníor, hjá Barcelona skoraði Javier Saviola
þrennu og Kluivert eitt. Í átta liða úrslitum mætti ég Dortmund, fyrri leikurinn fór 5-2 fyrir Dortmund og seinni leikurinn 2-0 fyrir mér. Í fjögra liða úrslitum mættust Dortmund-Newcastle og Man Utd-Real Madrid. Man Utd og Dortmund mættust í úrslitum og unnu Dortmund þá 3-2, semsagt Dortmund urðu evrópumeistarar (gerist ekki oft).

Hver var þitt markmið?
Komast í meistaradeildinna.

Varstu ánægður með árangurinn?
Nei, ég vildi fá meistaradeildasæti.

Hver var þinn helsti andstæðingur?
Roma.

Markahæstu menn deildarinnar:
1.Jermain Defoe
2.Adriano
3.David Trezeguet

Hver var þinn besti leikur?
10-4 á móti Barcelona.

Valinn besti ungi leikmaður deildarinnar:
Cristiano Ronaldo (Parma)

Valinn besti maðurinn í Parma af aðdáendum:
Adriano.

Jæja núna ætla ég að segja ykkur frá þeim hörmungum sem að gerðust um sumarið. Freddy Adu var seldur til Lazio og þetta var það versta, Cristiano Ronaldo var seldur til Barcelona á 3,6 millur. Uppáhalds leikmaðurinn var farinn, og það langskrýtnasta við þetta var að peningurinn minn lækkaði ekki hækkaði, endilega segjið mér ef að þið vitið afhverju það gerðist.