Hefur maður verið að prófa sig áfram í FM 2005 (Football manager 2005) og var það með mínu uppáhaldsliði í spænsku deildinni,Fc Barcelona.
Var maður að stilla sig inná þetta eftir að hafa spilað CM 2002 (championship manager) og er mikill munur á báðum þessum leikjum varðandi svokallað ‘'gameplay’' og upplifun sína í þessum snilldar leik.
En nú skal ég koma mér að efninu.
Mætti maður hress til leiks í búðir barcelona manna og var maður óþekktur meðal liðsins sem íslenski þjálfarinn.Voru gerðar kröfur um að deildarbikarinn yrði tekinn í búðir okkar.
Var því tekin stutt spilaferð til svíþjóðar til að spila við svía í nokkrum vináttuleikjum til að undirbúa sig fyrir komandi leiktíð.Var fyrsti vináttuleikurinn unnin 4-1,næsti 8-1 og sá seinasti 3-1.Varð ég að segja að útlitið væri gott því Samuel Eto hafði sett inn 6 mörk í aðeins þremur leikjum.
Eftir svo þessa æsiskemmtilegu ferð,mættu strákarnir hressir til leiks gegn Valencia í deildarbikarnum og taldi ég þó að fyrsti leikur ársins væri,þá myndi þetta að öllum líkindum vera okkar merkilegasti leikur,því Valencia var spáð góðri stöðu í lok tímabilsins.
Hófst þá leikurinn og voru mínir menn ekki að standa sig í stykkinu því eftir sláandi 6-1 tap,þá sáum við fram á slæmt leiktímabil.
Svo virtist vera sem svo eftir 10 töp í röð!
Vorum við því á botni deildarinnar og var ‘'boardið’' ekki ánægt með stöðu mála.
Varð því að gera eitthvað,og það ráð var það að keypti ég leikmann að nafni Diego Tristan.
Sýndist þessi leikmaður hafa allt til að hjálpa liði okkar og svo virtist vera,því að í fyrsta deildarleik hans skoraði hann 4 mörk í 4-0 sigri okkar á Real Madrid,og má til gamans geta að var einu markinu skotið frá 30 yards.
Virtist svo vera að lið okkar væri óstöðvandi eftir sigur á evrópumótinu og í spænska bikarnum og varð ‘'boardið’' mjög ánægt með framgöngu mála.
Var þá brugðið á það ráð að selja Viktor Valdes og kaupa í staðinn brasilíska landsliðsmarkvörðinn Dida.
Voru þetta kjarakaup,því AC Milan bauð hann á útsöluverði 3 millur punda!
Kom hann því til liðsins og varð liðið því en öflugra og tapaði ekki leik það sem eftir var leiktíðarinnar 2005.
Eftir sigur í deildar,evrópu og spænska bikarnum þá vildi ég nota peninga liðsins til að bæta fleiri ‘'stjörnum’' við í liðið.Varð ég því að splæsa 30 millum punda í Ruud Van Nistelroy og síðan 10 millum í Valeron frá Deportivo.
Kom þá í ljós að þeir urðu allt í öllu í liðinu og varð Ruud Van Nistelroy markahæsti leikmaður Spánar með 28 mörk á leiktíðinni '06 og var hann valinn sem Evrópski leikmaður ársins og fékk hann líka gullna skóinn!(Og auðvitað unnum við Deildarbikarinn EN töpuðum fyrir Valencia í spænska og duttum út vegna meiðsla :( .)
Meira hefur ekki gerst en mun ég um leið láta ykkur vita