Ég er að spila 3.89 útgáfuna af champ 00/01 og hef tekið eftir furðulegum galla í gervigreind leiksins. Svo eru mál með vexti að nú eins og oftar er ég með 3. deildar lið (n.t.t Hartlepool), sem ég kom uppí 2. deild eftir fyrsta tímabil. Augljóslega verða þjálfarar liðsins eftirsóttir eftir þennan árangur, þó sérstaklega vildi Derby krækja í einn (sem heitir Neil Aspin og er þrusugóður). Þeir buðu honum samning sem hann samþykkti en gátu ekki ráðið hann þar sem þeir voru með alltof marga þjálfa, þeir báðu þá um frestun um viku sem ég neitaði. En Derby menn voru ekki hættir, þeir buðu honum annan samning sem hann samþykkti en enn og aftur gátu þeir ekki ráðið hann þar sem þeir voru með of marga þjálfara, í þetta skiptið samþykkti ég frestunina. Svona hefur þetta gengið næstum því út allt keppnistímabilið, og er orðið nokkuð pirrandi. Ég væri alveg dauðfeginn ef þeir gætu ráðið hann til starfa þar sem þeir þyrftu þar af leiðandi að kaupa upp samninginn minn við hann (alls 700 000 k þar sem ég samdi við hann aftur til ársins 2011). Kannski eru Derbi-menn bara svona vitlausir að þeir fatta ekki að þeir geta aðeins verið með sex þjálfara… hver veit