Ég skrifaði þessa sögu í sögukeppni á CM spjallborðinu á www.liverpool.is og datt í hug að senda hana hingað í gamni.
Leiðin úr gettóinu yfir á Anfield!
Ég fæddist þann 19. desember 1975. Ég ólst upp í Råsunda í Malmö, Svíþjóð, gettói fyrir innflytjendur. Uppvaxtarárin voru erfið. Við tókum bara einn dag í einu og vissum ekki hvort við fengjum nokkuð að borða næsta dag. Við áttum ekki sjónvarp, bíl né ísskáp. Ég átti 5 systkini og við deildum 2 litlum herbergjum. Strákar í einu og stelpur í öðru. Ég var næst elstur, á eftir Sanellu. Því næst kom Sapko, svo Monika, Zlatan og svo Alexander. Ég hætti í skóla þegar ég var 16 ára. Það voru ekki peningar né vilji fyrir áframhaldandi námi. Samt vissi ég að nám var lykillinn að betri framtíð, lykillinn að því að komast burtu þaðan. En ég var ekkert góður í skóla, ég var miki betri í fótbolta. Ég ætlaði mér að verða fótboltastjarna eins og goðið mitt, Maradona. Við bræðurnir byrjuðum allir að æfa þegar við vorum þriggja ára. Pabbi hafði alltaf verið mikið í fótbolta þegar hann var ungur í Bosníu en hætti þegar hann greindist með ættarsjúkdóminn, mígreni á háu stigi. Hann byrjaði að þjálfa yngri flokka Balkan FC í Malmö og við strákarnir byrjuðum allir á æfingum þar. Ég og Zlatan komumst í gegnum alla yngri flokka Balkan FC og byrjuðum að æfa með meistaraflokknum. Reyndar var hann talsvert á eftir mér enda var ég 6 árum eldri, en hann spilaði þó 3 árum uppfyrir sig.
Þegar ég var 17 ára settu Malmö FF sig í samband við pabba minn og vildu fá mig og Zlatan saman í pakka til sín á eina milljón íslenskra króna, en vildu láta Zlatan æfa í eitt ár í viðbót með Balkan. Það var mikill fögnuður á heimili mínu enda þýddi þetta að við gætum komist burtu frá Råsunda og lifað nokkuð eðlilegu lífi. Mamma og pabbi fóru að skoða hús í miðbænum og fjárfestu í einu. Það voru bara tveir mánuðir þangað til tímabilið myndi hefjast og ég myndi flytja mig yfir til Malmö FF.
En, auðvitað kom stórt strik í reikninginn. Um veturinn fékk ég flensu og lá rúmfastur í nokkrar vikur. Strax eftir það fékk ég einkyrningssótt og missti allt þol, gat ekki borðað og varð lamaður á neðri hluta líkamans. Það tók mig ár að jafna mig og eftir það greindist ég með sama sjúkdóm og pabbi þegar hann þurfti að hætta í fótboltanum, mígreni. Ekkert varð að sölunni til Malmö FF og ég þurfti að hætta í fótbolta. Mamma og pabbi voru búin að kaupa húsið í miðbænum svo nú neyddist pabbi til að fara í bankann og nauða í bankastjóranum um 150% lán. Einhvern veginn náðum við að klóra okkur út úr þessu en höfðum það samt ennþá verra. Einhverra hluta vegna tók Zlatan alla byrgðina á sjálfan sig. Hann varð mjög þungur þennan vetur og æfði daga og nætur. Hann var bara 11 ára en var staðráðinn í að verða nógu góður til að fara til Malmö FF og fá full af peningum fyrir eins og hann orðaði það. En við þurftum að bíða í þrjú ár í viðbót.
Þegar hann varð 14 ára keyptu Malmö FF hann og við fengum jafnvel meiri pening en við hefðum fengið fyrir mig. Þeir kölluðu Zlatan undrabarn og ég var feginn, ég hafði staðið yfir honum daga á nætur úti á fótboltavelli í næstum þrjú ár að reyna að gera hann að betri leikmanni. Hann stóð sig eins og hetja og eftir fyrsta árið sitt hjá liðinu var hann kominn með fast sæti í byrjunarliðinu. Ég hélt áfram að hjálpa honum að bæta sig og fór á alla leikina hans. Þegar hann varð 16 ára fór hann einn á funn formannsins og sagðist krefjast þess að ég yrði settur á launalista hjá félaginu, enda eyddi ég öllum mínum tíma í að þjálfa hann sem leikmann sem þeir nutu svo góðs af. Eftir nokkrar deilur fór það í gegn og ég var orðinn þjálfari hjá liðinu. Það starf gekk upp og ofan en ég öðlaðist dýrmæta reynslu.
Árið 2001 settu nokkur þekkt lið sig í samband við Malmö FF varðandi Zlatan. Flest þeirra vildu fá hann lánaðan en hann neitaði að fara án þess að taka mig með. Ekkert liðanna gekk að því en rétt undir lok tímabilsins 2001 höfðu Ajax í Hollandi samband og gengu að öllum skilmálum okkar. Hann var seldur fyrir metfé og fékk himinháa launatékka vikulega. Þetta varð til þess að fjölskyldan okkar flutti til Stokkhólms í nýtt og betra húsnæði og við Zlatan höfðum efni á því að fljúga til Svíþjóð einu sinni í viku að heilsa upp á þau.
Árið 2002 ákvað ég að flytja mig um set, nú var tími til kominn að ég hugsaði um minn feril en ekki sífellt Zlatans. Ég stefndi á England og fór í þjálfaraskóla. Eftir eitt ár var ég kominn með öll réttindin sem þurfti og byrjaði að sækja um ýmsar stöður. Eftir 2 mánuði var ég orðinn þjálfari varaliðs Arsenal.
Árið 2003 bárust fréttir þess efnis að Liverpool væri orðið gjaldþrota. Þetta kom mönnum á óvart og öll heimsbyggðin lá í sorg enda var þetta eitt sigursælasta og þekktasta lið heims. Liðið setti sínar helstu stjörnur á sölulista og settu klúbbinn í heild sinni á sölu. Bróðir minn, sem þá var nýbúinn með viðskiptafræði í háskóla í Bandaríkjunum, fannst þetta mjög spennandi verkefni og ákvað að bjóða í liðið. Það er ekki eins og honum hafi vantað peningana til að kaupa liðið.. Fólk varð mjög hissa enda vissi enginn hver hann væri. Fljótt kom það reyndar í ljós að hann væri stóri bróðir Zlatans í Ajax. Eftir 6 mánuði með málið í dómstólum o.fl. var liðið orðið hans. Hann kom með slatta af peningum í liðið svo að ekki var talin þörf á því að selja neina leikmenn. Það voru hins vegar mjög litlir peningar til þess að kaupa nýja.
Liðinu gekk hins vegar illa að fóta sig og lenti neðarlega í deildinni á tímabilinu. Þegar lítið var til stefnu í tímabilið 04/05 tók hann þá ákvörðun að reka Gérard Houllier, þjálfara liðsins, enda var gamli maðurinn genginn af göflunum. Hann hringdi í mig og spurði mig hreint út: Hefur þú áhuga að fá tækifæra með Liverpool?! Auðvitað hafði ég áhuga en ég meina, hafði ég reynsluna eða getuna? Nei, ekki að mínu mati. Hins vegar gekk illa fyrir hann að fá nýjan þjálfara svo að lokum gekk ég til og skrifaði undir eins árs samning við liðið, aðeins til bráðabirgða meðan leitað væri að nýjum stjóra. Þar með var ég orðinn yngsti og óþekktasti þjálfari sögunnar.
Tímabilið hefst.
Það var alveg fáránlegt að vera orðinn þjálfari slíks stórliðs. Ég gat ekki opnað eitt blað án þess að þar stæði eitthvað neikvætt um mig og enginn hafði trú á mér. Og mig undraði ekki.. Margir komu með ýmsar samsæriskenningar vegna skyldleika okkar og bjuggust líklegast við því að við myndum festa kaup á litla bróður okkar, Zlatan. Þetta var mjög leiðinlegt og erfitt en ég vissi að ég gæti ekki svarað nema með sigrum hjá liðinu.
Ég ákvað að láta liðið spila sex æfingaleiki fyrir leiktíðana, til að venjast mér og hvor öðrum. Engir leikmenn voru keyptir enda höfðum við ekki efni á því en þeir Luis Garcia og Xabi Alonso voru nýkomnir hvort sem er. 4 af 6 æfingaleikjum liðsins voru sjónvarpaðir beint um allan heim, svo mikil var pressan og áhuginn á mér. Ég vann 3, tapaði 1 og 2 fóru jafnir.
Því næst var komið að nokkuð erfiðri þraut, að koma liðinu í Meistaradeildina. Ég dróst á móti liðinu Basel frá Sviss sem mér þótti mjög skemmtilegt, enda spútnik lið þar á ferð. Heimaleikinn unnum við 2-1 og ég sjálfur, stjórnin og fjölmiðlar vorum ósáttir. Liðið spilaði ekki vel, menn virkuðu þreyttir og voru heppnir að vinna. Ég var mjög ósáttur við þetta mark sem við fengum á okkur enda vissi ég þá að útileikurinn yrði mjög erfiður.
Það voru fáir mættir á völlinn þegar ég við mættum Basel úti, við höfðum heyrt það fyrir leikinn að innan við 100 stuðningsmanna okkar ætluðu að mæta. Við vorum því mjög stressaðir fyrir leikinn enda er völlurinn algjör ljónagryfja. Þegar leikurinn átti að hefjast og liðið hljóp út á völl áttaði ég mig á því að ég ætti eftir að tapa þessum leik stórt, ég heyrði ekki í sjálfum mér fyrir öskrum Basel stuðningsmanna! Fyrsta hálftímann spilaði Liverpool liðið hörmulega og hlupu eins og hræddir strákar út um allan völl. Það kom mér því ekki á óvart þegar að Basel komst yfir, 1-0. Þannig var staðan í hálfleik og ég prédikaði vel yfir þeim. Ég gat ekki látið það gerast að komast ekki í Meistaradeildina. Ég skipti Xabi Alonso inn á fyrir Didi Hamann og það gerði gæfumuninn. Alonso fúnkeraði vel á miðjunni, átti fjórar frábærar sendingar inn í boxið og úr urðu fjögur frábær mörk. Basel komust aldrei aftur inn í leikinn og við unnum 1-4!
Fyrstu sex leikirnir í deildinni gengu svona ágætlega. Við unnum fjóra og gerðum tvö jafntefli og tókum okkur ágæta stöðu í deildinni, í 2. sæti á eftir Man Utd. Í Meistaradeildinni drógumst við í riðil E, með Barcelona, Olympiakos og Leverkusen. Mjög jafn og spennandi riðill þar sem öll lið voru líkleg til að fara áfram. Í fjölmiðlum var okkur spáð 3. sætinu. Fyrsti leikurinn var útileikur á móti Olympiakos og tapaðist hann því miður 1-2.
Í næsta deildarleik á móti Aston Villa var liðið staðráðið í að koma til baka eftir þennan slæma leik gegn Olympiakos og það gerði það svo sannarlega, við unnum örugglega 3-0. Laugardaginn 29. september var svo stórleikur gegn Man Utd. Liðið spilaði vel og fékk 29 marktækifæri, en ótrúlegt en satt skoraði það úr engu þeirra. Það gerði Man Utd. hins vegar og unnu 1-0. Ég varð brjálaður við framherjana mína og þeir lofuðu að bæta sig.
Næsti leikur var gegn Leverkusen heima í Meistaradeildinni. Þetta var leikur sem nauðsynlegt var að vinna til að koma sér eitthvað inn í riðilinn. Það gekk eftir og vannst sá leikur 3-1. Við vorum í 3. sæti í Meistaradeildinni. Næstu tveir leikir voru deildarleikir sem unnust báðir og var liðið komið í 1. sæti í deildinni með 2 stiga forystu. Svo tók við heimaleikur á móti Barcelona á Anfield.
Völlurinn var troðfullur og mikil spenna var í loftinu. Við urðum fyrir því áfalli að fá mark á okkur eftir nokkura mínútna leik eftir mikla samba sókn Barca. Ég skipaði því mönnum mínum að spila djúpa vörn og beita skyndisóknum. Það bragð heppnaðist, Barca menn komust ekki framhjá Carra og Hyypia í vörninni og við unnum 2-1. Þá var liðið komið í 2. sæti í riðlinum.
Deildarbikarkeppnin var hafin og í þriðju umferð lentum við á móti Aston Villa. Stutt var í mikilvægan leik í Meistaradeildinni svo að ég leyfði ungu strákunum að spreyta sig í þessum leik. Þeim gekk illa að ráða við skyttuna miklu, Lee Hendrie, og tapaðist leikurinn 3-0. Ég var nú bara hálf feginn að vera dottinn út úr þessari keppni samt sem áður..
Ég hélt áfram að bæta í forystu mína í deildinni en nú var komið að Meistaradeildinni. Fram undan var útileikur gegn Barcelona. Barca var spáð miklum sigri en ég var bjartsýnn. Ég notaði sömu leikaðferð og ég gerði í síðasta leik gegn þeim og það virtist virka vel. Cissé kom okkur yfir 1-0. Ekki leið á löngu þar til Cissé var aftur á ferð og kom okkur í 2-0. Í seinni hálfleik var samba samba samba bolti spilaður hjá Barca. Henke Larsson, Eto’o, Ronandinho, Deco og Edmílson voru allir í fantastuði frammi hjá Barca og náðu að jafna leikinn. Ég var vonsvikinn en mátti samt vera sáttur.. Þangað til að þegar 3 mínútur voru komnar framyfir 90. mínútunar að Cissé skoraði 3 markið sitt og tryggði okkur þrjú mikilvæg stig! Í blöðunum fóru fjölmiðlar loksins fögrum orðum um mig og liðið mitt og langt viðtal var við Cissé þar sem hann talaði hreint út um nýja þjálfarann sinn.
Stöðnunar tímabilið.
Í byrjun nóvember kom tímabil þar sem að liðið staðnaði mjög mikið og eitthvað stóð á markaskorun. Jafntefli á móti Southampton, tap gegn Arsenal, naumur sigur gegn Olympiakos heima, jafntefli á móti Chelsea og Birmingham og tap á móti Leverkusen úti varð að veruleika. Ég datt niður í 3. sæti í E riðlinum í Meistaradeildinni og niður í 4. sæti í deildinni, en aðeins 3 stigum á eftir efsta liðinu. Liðið saknaði sárlega Djibril Cissé í þessum leikjum, en hann var meiddur. Hann kom þó tilbaka í heimleiknum gegn Man City og þar skoraði hann 4 mörk! Lokatölur urðu 5-0. Þá hélt ég að liðið væri komið í gírinn aftur en þá meiddist Cissé aftur! Við gerðum þá skitið jafntefli við Everton og einnig Middlesbrough en töpuðum á móti Charlton. Í öllum þessum leikjum var mjög sýnilegt að það vantaði drifkraftinn í sóknina, einhvern sem að kláraði færin og þá áttaði ég mig á því hve mikilvægur leikmaður Cissé væri fyrir liðið.
Leiðin á toppinn.
En Cissé sneri aftur í liðið eftir nokkra daga og þá fóru hlutirnir í gang. Ég var mjög ánægður með liðið í heild sinni. Kirkland og Dudek voru búnir að standa sig vel í markinu það sem af var leiktíðar og höfðu skipt stöðunni bróðurlega á milli sín. Ég byrjaði með Kirkland sem fyrsta kost en hann lenti í erfiðum meiðslum enn eina ferðina og þá náði Dudek að tryggja sér sætið, Kirkland hafði enn ekki náð að endurheimta það. Vörnin var að spila undurvel, ég fékk má mörk á mig meðan aðalvörnin var öll heil. Carra og Hyypia voru í miðvörðunum og Josemi og Traore í bakvörðunum. Á miðjunni var Kewell að brillera sem vinstri vængmaður en var mjög oft að lenda í erfiðum meiðslum. Þá lenti ég oft í vandræðum því ég hafði engan annan ágætan vinstri kantmann fyrir utan Partridge, sem fann sig ekki í liðinu, og Luis Garcia, sem spilaði mjög illa vinstra megin. Xabi Alonso náði að einoka sætið sem átti að skipta á milli hans og Didi Hamann, varnartengiliðinn. Fyrirliðinn frábæri, Gerrard spilaði mjög góðan fótbolta á hægri kant en Luis Garica spilaði á miðjunni og var ekki eins góður. Baros og Cissé voru mitt fyrsta val í framherjastöðurnar en Baros olli þónokkrum vonbrigðum. Ég var sérstaklega ánægður með bekkinn minn, þar voru menn eins og Biscan, Welsh, Henchoz og Pongolle sem spiluðu allir vel þegar á þurfti að halda. Í enda desember fékk bróðir minn mér 8 milljónir til leikmannakaupa og bað mig um að fara vel með peninginn. Ég keypti Crespo því mér fannst vanta annan mann í sóknina vegna tíðra meiðsla Cissé og getuleysis Baros. Ég keypti einnig Verón til að koma í stað eða hjálpa Luis Garcia með miðjuna og svo keypti ég einnig Freddy Adu og Alejandro Fernandez upp á framtíðina að gera. Það versta var að allir þessir leikmenn voru ólöglegir í Meistaradeildinni.
Ég tapaði ekki leik í næstu 8 leikjum í FA Cup og deildinni og var komin í 2. sætið í deildinni. Þann 5. febrúar átti ég hins vegar leik á móti Man Utd. sem gekk ekki vel. Wayne Rooney kom Man Utd. í 2-0 eftir 25 mínútur en þá minnkaði Kewell muninn í 2-1. Næstu mínúturnar átti ég leikinn og bara spurning um hvenær en ekki hvort ég myndi jafna. Þá gerði Traore mjög slæm mistök þegar engin hætta var á ferð en hann gaf aftur á Dudek sem var kominn of framarlega í vítateiginn og boltinn rúllaði inn í markið. Traore tryggði Man Utd. sigurinn.
Ég vann næstu þrjá leiki með markatölunni 13-3 og hélt mínu sessi í deildinni. Ég var líka komin úr 5. umferð í FA Cup. Ég endaði í 2. sæti í E riðlinum í Meistaradeildinni og dróst á móti Roma í 16 liða úrslitum.
Heimaleikurinn var ekkert spennandi, ég var sigurviss fyrir leikinn enda höfðu Roma spilað illa á útivelli það sem af var leiktíðar. Djibril Cissé kláraði leikinn á fyrstu 14 mínútunum með 2 mörkum.
Útileikurinn var aðeins erfiðari þar sem að Djibril Cissé var meiddur. Hyypia skoraði fyrsta markið eftir hornspyrnu frá Gerrard á 12. mínútu en Montella jafnaði á 23. mínútu. Steven Gerrard sjálfur skoraði svo sigurmarkið með föstu skoti í seinni hálfleik og við vorum komnir í 8 liða úrslitin, nokkuð sem kom öllum á óvart og ég fékk persónuleg skilaboð frá þjálfurum um allan heim sem óskuðu mér til hamingju.
Crespo og Verón stimpluðu sig vel inn í liðið og ég tapaði ekki leik í deildinni fyrr en í apríl og þá móti Arsenal á útivelli. Samt sem áður var ég enn í 2. sæti, einu stigi á eftir Man Utd. Í Meistaradeildinni lenti ég næst á móti Porto sem var verðugt verkefni. Heimaleikinn vann ég 2-1 sem ég var ósáttur með og útileiknum tapaði ég 2-3 en komst áfram á mörkum á útivelli, sem betur fer. En í þessa leiki vantaði bæði Kewell og Gerrard sem voru meiddir og var því miðjan hálf vængbrotin.
Í FA Cup var ég kominn langt, ekki búinn að tapa leik. Ég leyfði ungu strákunum að njóta sín þar og Fernandez, Pongolle, Biscan og Welsh spiluðu sérlega vel. Þeir komu liðinu í undanúrslit þar sem þeir lentu á móti Chelsea. Leikurinn var spilaður í Cardiff og var mjög skemmtilegur og spennadi. Að lokum var það Liverpool sem hafði sigur en sigurmarkið skoraði enginn annar en Luis Garcia, af öllum mönnum. Hann fór að sækja í sig veðrið eftir því sem fleiri leiki hann spilaði. Í blöðunum var hann reyndar gagnrýndur og sjálfur var ég gagnrýndur fyrir það eitt að hafa hann í aðalliðinu.
Í undanúrslitum Meistaradeildarinn lentum við á móti Real Madrid. Á þeim tímapunkti ákvað ég bara að vera sáttur með að hafa komið svona langt í Meistaradeildinni, enda hafði ég komið öllum á óvart og ákvað að einbeita mér betur að deildinni, en þar hafði ég góðan möguleika á sigri.
Leikmennirnir fóru í heimaleikinn á gegn Real Madrid með því hugarfari að spila skemmtilegan fótbolta og vera stoltir af árangri sínum hingað til. Við urðum að vera raunsæir og taka mið af leikmannahópi okkar. Hann var alls ekki nógu sterkur til þess að sigra Real Madrid. Lausir undan allri pressu spiluðu Liverpool menn vel í heimaleiknum. Milan Baros setti tvö mörk, Luis Garcia eitt og Cissé eitt. Owen og Helguera skoruðu fyrir Real Madrid og lokastaðan var 4-2. Mjög óvænt úrslit.
Í útileiknum var komin þessi pressa á þá sem ég vildi alls ekki hafa í heimaleiknum. Í fjölmiðlum höfðu menn velt sér mikið upp úr því hve miklir möguleikar Liverpool voru að komast í úrslitaleikinn o.s.frv. Strákarnir voru mjög taugaóstyrkir vegna þess að þeir vissu hve stutt þeir voru frá draumnum. Þar af leiðandi spiluðu þeir illa og eftirleikurinn var léttur fyrir Real Madrid, 2-0.
En þá var tími til kominn að einbeita sér að deildinni. Aðeins 3 leikir voru eftir og þrjú stig skildu Liverpool og Man Utd. að.
Crespo ákvað að sýna hvað í honum bjó og skoraði laglega þrennu gegn Everton og unnum við 3-1. Á sama tíma tapaði Man Utd. og voru liðin því jöfn að stigum en Man Utd. með betri markatölu.
Næsti leikur var mjög erfiður, útleikur gegn Chelsea. Chelsea menn voru einmitt að berjast fyrir sínu sæti í Meistaradeildinni svo að þeir ætluðu ekki að gefast auðveldlega upp. Þeir skorðu fyrsta markið en Cissé jafnaði og þannig var staðan í hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks voru Chelsea komnir í 2-1 og þannig var staðan þar til að fyrirliðinn tók til sinna ráða og skoraði jöfnunarmarkið á 85. mínútu. Sem betur fer gerði Man Utd. jafntefli á sama tíma.
Aðeins einn leikur var eftir og spennan var mikil á Englandi. Orðrómar gengu um allt landið, allir veðbankar voru troðfullir og fjölmiðlar eltu liðið og leikmennina á röndum. José Mourinho gerði sig stóran í pressunni og sagði að Liverpool væru bara ekki með nógu gott lið til þess að vinna deildina. Leikmennirnir brugðust við þessum neikvæðu orðum á jákvæðan hátt og vildu gera allt til þess að sýna Mourinho hvað í þeim bjó. Lokaleikurinn var gegn Charlton á útivelli en Charlton þurfti nauðsynlega stig til þess að halda sér upp. Manchester United átti útileik gegn Middlesbrough. Liðin voru jöfn stigum en nokkur mörk skildu liðin að. Við vissum að við þyrftum á stigi að halda.
Eftir aðeins 20 mínútna leik fékk ég þá tilkynningu að Man Utd. væri að tapa gegn Middlesbrough. Það hlakkaði í okkur og leikmenn voru staðráðnir í að nýta tækifærið. En vörnin virkaði slöpp og Charlton komust sanngjarnlega yfir á 41. mínútu. Þá frétti ég að Man Utd. væri komið 2-0 undir gegn Middlesbrough. Þá vissi ég að við vorum jafnir Man Utd. að markatölu. Ekkert gekk hjá okkur í leiknum enda voru Charlton menn baráttuglaðir og þurftu stigin til þess að falla ekki. Milan Baros og Sami Hyypia fengu báðir rauð spjöld þegar tíu mínútur voru eftir en dómarinn var mjög ósanngjarn. 5 leikmenn fengu auk þess gul spjöld í liðinu mínu. En þegar að 6 mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma laumar Crespo sér innfyrir og skorar jöfnunarmarkið!!! Allt ætlaði að tryllast þegar það fréttist að leik Man Utd. sé lokið og við vorum komnir í 1. sætið. Við héldum leikinn út og unnum deildina verðskuldað!! Mikið var fagnað í Liverpool borg enda langt síðan þetta hafði gerst. Liverpool liðið hafði komið mjög á óvart í ár!
En 5 dögum síðar þurftum við að ná okkur niður á jörðina aftur því að úrslitaleikurinn í FA Cup átti að fara fram. Andstæðingarnir voru Derby. Pressan hafði verið að ýja að því að Liverpool liðið ætlaði sér að mæta með varaliðið og einnig að þjálfarinn ætlaði ekki einu sinni að mæta, svo léttur væri þessi leikur. En sem betur gerði ég það ekki því leikurinn reyndist vera mjög erfiður. Ég var ekki með mitt besta lið en þó ekki versta, en ekkert miðaði áfram. Derby menn vörðust frábærlega og eftir venjulegan leiktíma var jafnt. Á 102. mínútu fór loksins eitthvað inn en það var Gerrard sem skoraði. Igor Biscan tryggði sigurinn á 120. mínútu og leikmenn tóku sáttir við bikarnum.
Uppgjör.
Já, svona var mitt fyrsta tímabil með Liverpool. Ég kom ekki aðeins landsmönnum á óvart heldur einnig sjálfum mér. Ég kaus sjálfur Djibril Cissé leikmann ársins en hann skoraði 30 mörk. Steven Gerrard spilaði einnig vel, skoraði 7 mörk, var með 18 stoðsendingar og 8 sinnum maður leiksins. Stuðningsmenn liðsins kusu hann leikmann ársins. Af öðrum leikmönnum er það að nefna að Crespo kom vel inn í liðið, spilaði 17 leiki og skoraði 16 mörk. Baros skoraði 16 mörk í 34 leikjum og var auk þess valinn “díva” liðsins, fékk á allri leiktíðinni 13 gul spjöld fyrir listir innan vítateigs andstæðinganna. Og að sjálfsögðu var ég sjálfur valinn knattspyrnustjóri ársins á Englandi.
Leiðin úr gettóinu yfir á Anfield. (Stuttur bútur úr viðtali við þjálfara Liverpool)
Komdu sæll, hvernig líður þér að vera spútnik þjálfari ársins?
- Bara nokkuð vel þakka þér fyrir, ég er mjög ánægður með mína frammistöðu sem og leikmannana.
Hefur þetta verið erfitt tímabil fyrir þig?
- Tvímælalaust já. Þetta er mitt fyrsta tímabil sem knattspyrnustjóri og byrja ferilinn hjá slíku stórliði er náttúrulega alveg fáránlegt. Það var mjög erfitt fyrir mig að venjast þessari athygli sem ég fékk í byrjun, pressunni og allri gagnrýninni.
Telurðu að það hafi eitthvað hjálpað þér að bera eftirnafnið Ibrahimovic?
- Ég veit ekki hvað skal segja. Bæði og. Það hjálpaði mér að fá starfið en það hjálpaði mér ekki að vinna deildinna og FA Cup.
Hafið þið bræður hjá Liverpool í huga að kaupa litla bróður ykkar til félagsins?
- Þetta er spurning sem ég heyri oft. Ég get ekkert sagt til um það að sinni, það er ekki í plönunum eins og er, en hver veit? Kannski þegar hann verður nógu góður til að spila fyrir liðið (innsk.blaðamanns:hlæjandi). Hann er aðeins búinn með eitt tímabil hjá Juventus og ég vil hafa hann þar áfram. Hann er ungur og á eftir mörg ár í boltanum.
Eru fréttir þess efnis að þið séuð á eftir Robinho, sannar?
- Já, þær eru það reyndar. Ég get upplýst ykkur hér með í fyrsta skipti að við höfum fylgst vel með leikmanninum í 7 mánuði, hann hefur komið á æfingar með okkur og nú loksins höfum við náð samkomulagi við hann og lið hans og mun væntanlega skrifa undir samning í lok vikunnar.
Eru einhverjir fleiri leikmenn væntanlegir?
- Eins og alþjóð veit hefur liðið ekki mikla peninga um hendurnar eftir gjaldþrotið ógurlega og því hef ég ekki mikið að gera á leikmannamarkaðnum. Ég staðfesti þó að það eru þrír leikmenn á leiðinni til liðsins á frítt (innsk.blaðamanns:þegar blaðið fór í prentun var staðfest að leikmennirnir þrír væru Dédé, Gerard og Zenden).
Hvernig er lífið þitt utan boltans? Ertu á góðum launum?
- Ég er mjög sáttur með lífið og tilveruna. Ég er nýbúinn að skrifa undir 5 ára samning við liðið og ég reyni að vera á eins lágum launum og ég get því ég vil liðinu fyrir bestu. En ég er þó á nógu góðum launum til þess að fjölskylda mín geti lifað við betri aðstæður en ég ólst upp við.
Hver eru markmiðin og væntingarnar fyrir næsta tímabil?
- Þær sömu og þær voru fyrir nýafstaðið tímabil. Ég vil standa mig vel, vera þjóð minni og liðinu til sóma. Ég legg áherslu á að halda deildartitlinum á Anfield um ókomin ár og einnig stefnir hugurinn á Meistaradeildina. Þó kemur það allt í ljós, það kæmi mér ekki á óvart ef að hópurinn sem við höfum er ekki nógu breiður.
Er fréttir þess efnis að Spánn hafi sett sig í samband við þig sannar?
- Já, þær eru sannar. Formaður knattspyrnusambands Spánar talaði við mig og bauð mér starf sem þjálfari. Ótrúlegt en satt þá ákvað ég aðtaka við því, mér finnst það mjög spennandi og krefjandi.