Ég opnaði útidyrnar á húsinu mínu og skrölti inn til mín eftir langan og erfiðan dag, ég sá sófan minn í hyllingum og þráði ekkert heitar en að hlamma mér fyrir framan skjáinn og liggja afvelta þangað til ég myndi leka útaf.
Á leið minni inn dyrnar rak ég augun í dagblaðsbunkan sem flaut inn um bréfalúguna hvern einasta dag, ég hugsaði með mér að ég þyrfti nú að fara að segja upp áskriftinni af meirihlutanum af þessum blöðum, ég hafði hvort sem er aldrei tíma til að lesa þetta. Ég ákvað þó að gefa sjónvarpinu verðskuldað frí og tók eitt blaðanna með mér í sófan.
Viti menn! Þetta hafði þá ekki bara verið langur og góður draumur. Forsíðufréttin blasti við mér; “Aage takes Man Utd hot seat!” og undir stóð “In what may be seen as a surprise appointment, the Manchester United board have named virtually unknown Icelandic manager as their new boss.” Það fór um mig sæluvíma þegar mér varð hugsað til þess að nú hafði draumur minn til margra ára ræst. Ég hafði tekið við stjórninni af hinum einu og sönnu Rauðu Djöflum!
Daginn eftir vaknaði ég og kíkti á tölvupóstinn minn. Það sem fangaði athygli mína var skilaboð frá stjórnarformanninum David Gill sem ég hafði hitt daginn áður. Hann vildi persónulega bjóða mig velkominn til leiks á Old Trafford og bað mig að hunsa alla þá gagnrýni sem ég kynni að fá frá fjölmiðlum, og hann fullvissaði mig einnig um það að stjórnin stæði alfarið við bakið á mér.
Þetta þótti mér gott að heyra og varð ég strax öruggari með sjálfan mig, því þó að ég væri ennþá í sæluvímu þá áttaði ég mig fullvel á því að þessi vegur sem ég var að leggja af stað niður væri sko enginn dans á rósum. Það var sko ekki búist við litlu af mér því einnig fylgdi póstinum að liðið mitt ætti að vinna deildina, það bjuggust allir við því og ekki ætlar ég að álasa þeim það, enginn smá mannskapur sem ég hafði í höndum mínum og hver og einn hafði það sem til þurfti til þess að verða Englandsmeistarar þetta árið.
Svo endaði David Gill þetta skilaboð með því að tilkynna mér að ég hefði 4.8 milljónir dala til að eyða í leikmannakaup. leist mér ágætlega á það og fór strax að íhuga væntanlega kaup. Þeir sem komu fyrst upp í huga mínum voru ungstyrnin Robinho, Carlos Tevez og Evandro Roncatto. Ég átti stutt spjall við njósnarana mína og bað þá vinsamlegast að hafa augun vel opin hvað þessa leikmenn varðaði.
Að þessu búnu spjallaði ég við restina að njósnurum liðsins og sendi þá alla á sitthvorn staðinn með það verkefni í hug að finna upprennandi rauða djöfla, þar á meðal Ísland til þess að sjá hvort það væru ekki einhverjir öflugir víkingar og samlandar sem höfðu það sem til þyrfti að verða Man Utd leikmaður.
Þá var kominn tími til að kynnast leikmönnunum og íhuga hvernig ég vildi stilla byrjunarliðinu upp og hverjir skildu prýða bekkinn.
Tilraunastarfsemin tók völdin hjá mér og ákvað ég að byrja með taktíkina 4-1-2-2-1. Þó tók við að skipa í stöðurnar og komst ég að þeirri niðurstöðu að Tim Howard væri töluvert betri en Roy Carrol á milli stanganna og ákvað því að hafa hann sem fyrsta kost.
Varnarmennirnir 4 voru svo Gabriel Iván Heinze(DL), Mikael Silvestre(DC), Wes Brown(DC) og Gary Neville(DR), Rio Ferdinand var ennþá að afplána 8 mánaða bannið sem hann fékk og varð hann þar af leiðandi að vera áhorfandi fyrstu leikina.
Miðjuna skipuðu svo Roy Keane(DMC), Paul Scholes(AMC), Alan Smith(AMC), Ryan Giggs(ML) og Cristiano Ronaldo(MR). Og síðast en ekki síst, Ruud Van Nistelrooy(FC) fremstur og gegndi þar af leiðandi hlutverki markamaskínu.
Ég ákvað að eiga lítið spjall við aðstoðarmann minn Carlos Queiroz. Við komumst að þeirri niðurstöðu að hann myndi sjá um að koma í kring þeim vináttuleikjum sem þyrftu að vera spilaðir til að hita upp fyrir leiktíðina, og að hann myndi einnig stjórna liðinu í þeim leikjum.
Voru báðir aðilar sáttir við það og skildum við á hressum nótum. Núna var þungri byrði af mér létt og fór ég aftur að íhuga að leikmannakaupum og hvernig væri nú best að eyða þessum rúmlega 5 milljónum sem ég fékk til eyðslu. Einn af njósnurunum mínum sagði mér að hinn 20 ára Robinho væri ansi efnilegur og gæti átt góða framtíð. Ég ákvað þá að senda út yfirlýsingu í blöðin um að ég hefði hugsanlega áhuga á að versla þennan fyrrnefnda leikmann í náinni framtíð. Ég vissi að Dortmund væru nú þegar að berjast um að fá hann í sínar raðir og hefðu boðið 6.75m í kappan, ég ákvað þá að bjóða 6,5m þar sem hann var metinn á 6.25m. En þar sem ég hafði aðeins 4.8m til umráða þá lét ég fylgja tilboðinu að þeir fengu að halda honum alveg út leiktíðina áður en kaupin færu fram.
Núna gersamleg flæddi inn skilaboðum á póstinn minn og fékk ég að vita að hinn 20 ára Carlos Tevez og 18 ára Evandro Roncatto væru báðir virkilega efnilegir og væru báðir mjög góð leið til að eyða peningunum í. Ég ákvað að vera svolítið djarfur og spandera 700k í þann síðarnefnda en hann var metinn á 160k. Lét hinsvegar nægja að senda út áhuga-yfirlýsingu fyrir Tevez þar sem hann var metinn á 5.75m og átti ég ekki þann pening á milli handanna.
Já þetta voru sko ekki litlar pælingar og höfuðverkur sem fylgdu þessum leikmannakaupum og var ég farinn að sjá eftir því að falla í stærðfræði í denn.. Hún hefði nú getað hjálpað mér á stundu sem þessari að reikna út allan þennan launakostnað og eyðslu svo maður fari nú ekki að setja félagið á hausinn.
En mér tókst þó að gera ein ódýr og góð kaup enn sem komið var, ég fékk til liðs við mig 16 ára unglinginn Timon van Leeuwen og aðeins 240k og hugsaði ég með sjálfum mér að þessi strákur gæti sko sko átt sjö dagana sæla með Man Utd eftir nokkur ár ef ég spilaði spilunum rétt út.
En núna fljótlega átti ég eftir að kynnast versta óvin mannkynsins, jah eða amk fótboltaheimsins. Sá djöfull gengur undir nafninu atvinnuleyfi, hljómar ansi saklaust en trúið mér hann er ekkert nema illa innrættur og gerir í því að eyðileggja fyrir manni hin og þessi kaup á ungum og efnilegum útlendingum. Ég náði að semja við Roncatto og var hann meira en ánægður að fá kannski tækifæri til að ganga til liðs við mig og mína menn, enað sjálfsögðu þurfti hann atvinnuleyfi til þess þannig það mátti liggja milli hluti í bili. Sama gildir um Robinho því samningar náðust einnig við þann kauða, og þurftum við að bíða spenntir eftir málalokum hvað það varðaði. En eitt sem þeim fjanda tókst ekki að eyðileggja fyrir mér var hinn 16 ára ungi Elmar Bjarnarson sem var félagslaus og tókst mér að fá hann á nokkra mánaða samning. Var hann hinn hæstánægðasti með þennan samning og ég get ekki neitað að mér fannst nokkuð notalegt að fá Íslending í hópinn, það var orðið langt síðan maður gat talað íslensku eitthvað af viti því ég hafði verið búsettur í Englandi í svo mörg ár að enskan var smátt og smátt að verða eins og móðurmál fyrir mér.
Nú var ágúst genginn í garð og fékk ég þau skilaboð að stjórnin væri ennþá viss um að hafa tekið rétta ákvörðun með að ráða mig í starfið. Alltaf jafn gott að fá svona skilaboð og hvatti þetta mig ennþá meira til að sýna heiminum og fjölmiðlagagnrýnendum að ég hefði það sem til þyrfti að stjórna Rauðu Djöflunum til sigurs!
Með ágúst fylgdi fyrsta tilboð í leikmann sem ég fékk á þessum ferli mínum með Man Utd, sem lengist með hverjum deginum.. Það kom frá Birmingham og voru þeir að reyna að næla sér í hinn unga Jonathan Spector. Fannst mér tilboðið ekkert svo tilkomumikið en ákvað þó að spyrja þjálfarana hvað þeim fyndist um málið, fékk ég einróma svar um að Spector hafi ekki þróast í þá átt sem vonast var til og ég ætti að íhuga að losa mig við hann.
Jæja þá, flestir myndu líklega gefa hann upp á bátinn eftir svona umsögn en það var eitthvað sem ég sá í honum sem augljóslega enginn annar sá þannig ég ákvað að gefa honum sjéns á að þróa hæfileika sína betur, og sjá hvort hann gæti ekki ógnað byrjunarliðsmönnunum innan skamms um pláss í vörninni.
Nú liðu dagarnir og dagblöðin fylltust af spádómum og hver myndi hampa Englandsbikarnum þetta árið, og gerði það ekkert annað en að ýta undir þá stóru staðreynd að mín fyrsta leiktíð í ensku úrvalsdeildinni var að ganga í garð.. Hin virta síða Ukbetting.com spáði því að Arsenal væru líklegastir til sigurs þegar uppi væri staðið og myndu fáir neita því að þeir hafa ótrúlega þéttan hóp af snillingum sem ættu margt annað skilið en að tapa þetta árið. Þeir sem einnig komu sterklega til greina voru Chelsea, Liverpool, Newcastle, Aston Villa og síðast en ekki síst mínir menn.
Ég var ekki fyrr búinn að lesa þessa frétt þá hringdi síminn. Á hinni línunni var fréttamaður frá Manchester Evening News og hann vildi heyra mitt álit á komandi tímabili, hvort ég sæi fram á að vinna titilinn þetta árið. Ég ákvað að vera bara raunsær og sagði mína menn hafa allt sem til þyrfti til að vinna bikarinn og ef menn myndu halda einbeitningunni út alla leiktíðina þá kæmi mér vel á óvart ef bikarinn myndi ekki enda í hillu á Old Trafford..
Þessi ummæli mín fengu góðar undirtektir í búningsklefanum og töluðu Roy Keane og Cristiano Ronaldo um það hversu ánægðir þeir væru með sjálfstraust mitt varðandi liðið.
Nú var komið að því að skrá þann 25 manna hóp sem ég vildi nota í meistaradeildinni og ákvað ég að hafa nokkra óreynda menn með í þeim hóp til að leyfa þeim að spreyta sig á fyrstu stigum mótsins. Fyrsti leikurinn hjá okkur var gegn Siroki Brijeg og hafði ég nú takmarkaðar áhyggjur af þeirri viðureign. Þegar ég hafði lokið þessari skráningu af varð mér litið á fréttirnar þennan daginn og ég væri að ljúga ef ég myndi halda því fram að ég hafi ekki rekið upp stór augu þegar ég sá forsíðufréttina. Chelsea höfðu fest kaup á þýska ofurmenninu Michael Ballack fyrir hvorki meira né minna en 18m! Þetta þóttu sko stórtíðindi og var orðið nokkuð augljóst að Chelsea ætluðu ekkert gefa eftir þetta árið.
En það sem vegur á móti er þó sú staðreynd að Dortmund voru að sýna þeirra manni, Juan Sebastian Verón mikinn áhuga og myndi sú sala nú aldeilis réttlæta kaupin á Ballack.
En nú var komið að því, 8. ágúst var genginn í garð og klukkan nálgaðist 15:00 á ógnarhraða. Á mínútunni yrði flautað til leiks Man Utd vs. Arsenal í hinni árlegu keppni um samfélagsskjöldinn. Andrúmsloftið var rafmagnað í búningsklefanum og menn á nálum yfir þessum fyrsta leik tímabilsins gegn erkifjendunum í Arsenal. Ég sá það í augunum á mínum mönnum að þeir þráðu ekkert heitar en að valta yfir Arsene Wenger og hans her og sýna honum þar með við hverju hann mætti búast á komandi leiktíð. C. Ronaldo var að sinna föðurlandsskyldum þennan daginn og fékk því Darren Fletcher að spreyta sig á hægri kantinum, að öðru leyti var byrjunarliðið óbreytt.
Völlurinn var þéttsetinn þennan eftirmiðdag þegar flautan gall í eyrum okkar og mér leið eins og ég væri að senda herlið í opinn dauðann á Omaha Beach. Þarna voru flestar stjörnurnar í Arsenal mættar á völlinn og Thierry Henry leit á mig og glotti rétt áður en hann sprettaði af stað í átt að marki okkar. Leikurinn var varla byrjaður þegar Alan Smith læddi boltanum í gegnum vörnina í átt að marki Arsenal og Giggs þrumaði honum í fjær hornið í sinni fyrstu snertingu og jafnframt fyrsta skoti okkar á markið, þetta gerðist á 5. mínútu og staðan núna okkur í hag með einu marki. En sú hamingja entist ekki lengi því 3 mínútum síðar gerði M. Silvestre klaufaleg mistök og skaut knettinum í sitt eigið mark. Við þurftum ekki að bíða lengur en þangað til á 16. mínútu þá átti R. Keane frábæra sendingu á Nistelrooy sem kláraði færið af miklu öryggi og staðan nú orðin 2-1 okkur í vil. Það var hart barist alveg fram að hálfleik en hvorugu liði tókst að bæta við fleiri mörkum.
Inní búningsklefanum kvartaði R. Giggs undan einhverjum meiðslum og ákvað ég að taka hann útaf og það kom í hendur Quinton Fortune að leysa Giggs af á vinstri kantinum. Að þessum breytingum búnum héldum við aftur inná völlinn og vorum við í þetta skiptið með sólina í augun. Þegar 5 mínútur voru liðnar af seinni hálf leik áttu sér stað klaufaleg mistök í vörninni og kostaði það okkur mark. Og hver annar en T. Henry átti heiðurinn á því. Staðan núna hnífjöfn og menn farnir að þreytast. Meira en 70 mínútur liðnar af leiknum og ekkert hafði breyst þannig ég tók uppá því að skipta D. Fletcher útaf í staðinn fyrir P. Neville á hægri kantinn og gaf Louis Saha tækifæri á að bjarga leiknum á kostnað Nistelrooy. Gaf þeim einnig þau fyrirmæli að herða sóknina aðeins. En svo kom áfallið, Bergkamp tókst að skora á 80. mínútu og þá voru góð ráð dýr… Ég lagði alla orku í sóknina og setti aukinn kraft í pessuna og vonaði það besta. En allt kom fyrir ekki, leiknum var flautað af og við urðum að játa okkur sigraða í þetta skiptið og bíta í það súra epli að þurfa að sjá þetta ógeðslega hæðnisglott á Arsene Wenger. Ég bældi niður reiðina, bar höfuðið hátt og gekk af leikvelli með hníf augnaráðsins í brjóstinu. Því fyrr sem ég kæmist heim að sofa því fyrr gæti nýr dagur byrjað og betri tímar gengið í garð. Síðasta sem ég hugsaði áður en hugur minn flaut á vit draumanna þetta kvöldið var að í þessu dökka skýi sem leikurinn var þá gægðist sá ljósgeisli í gegn að Roy Keane hafði verið maður leiksins.