Þessi grein er um mitt fyrsta save i Football Manager. Þetta er engin rosa árangur en ég vildi bara gera grein um fyrsta saveið mitt í FM. Það var aldrei spurning hvaða lið myndi verða fyrir valinu. Það var Manchester United en það er hefð hjá mér að fyrsta saveið í hverjum leik er með þeim.
Liðið var frábært. Aðal takmarkmiðið var að verða enskurmeistari fleiri titlar væru bara bónus. Það var engin staða sem ég þurfti svo sem að bæta mig í að mínu mati. Fyrir tímabilið fékk ég Vanden Borre frá Anderlecht en hann er einn af efnilegstu varnarmönnunum í leiknum að mínu mati aðeins 16 ára.
Tímabilið hefði getað byrjað betur en 2-1 tap á móti Arsenal í Community Shield var staðreynd.
Um áramótin fékk ég góðan liðstyrk en Hollendingurinn Wesley Sneidjer gekk til liðs við mig fyrir 7 millur frá Ajax. Sneidjer mátti reyndar ekki keppa í CL. Einnig fékk ég tvo efnilega leikmenn Adam Hammill (Liverpool) og Spánverjan Alejandro Sanchez Fernandez.

Deildin
Það var nokkuð snemma ljóst að aðeins 3 lið áttu möguleika á að verða meistara ég, Arsenal og Chelsea. Í kringum 10 umferð fór Chelsea að hellast úr restinni. Í janúar var ég kominn með 8 stiga forskot á Arsenal og eitthvað talsvert meira á Chelsea. Arsenal náðu að saxa forskotið niður í 4 stig en þegar 38 leikir voru búnir var bilið komið upp í 10 stig. Ég tapaði aðeins 2 leikjum í deildinni. Ég vann Chelsea 4-0 (H) og 3-0 (A).
Lokastaða:
ManUtd +70 92 stig
Arsenal +43 82 stig
Chelsea +35 74 stig
Aston Villa +21 65 stig

Giggs var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann lék 23(6) leiki skoraði 5 mörk, var með 24 stoðsendingar, var 12 maður leiksins og var með meðaleinkunnina 8.10.
C.Ronaldo var valinn þriðji besti leikmaðurinn og besti ungileikmaðurinn. Hann var valinn 6 sinnum besti ungi leikmaður mánaðarins!!!
Saha var þriðji markahæsti leikmaðurinn með 17 mörk.

Deildarbikarinn
Keppti einn leik en hann var á móti Middlesbourgh.

FA Cup
Í fyrstu 3 leikjunum stillti ég upp leikmönnum sem ekki voru í byrjunarliðinu. Þessir leikir voru Wycombe 2-0, Swindon 3-0 og QPR 1-1 á Loftus Road. W. Sneijder skoraði á 90 mín í QPR leiknum. Eftir þann leik sá ég að nú dygði ekki að spara bestu leikmennina. Ég vann svo QPR á Old Trafford 4-2 og var ég kominn í 8 liða úrslit. Þar vann ég Birmingham 3-1. Ég var hæst ánægður að lenda á móti Aston Villa í undanúrslitum en hin viðureignin var Arsenal-Newcastle. A. Smith skoraði á 79 mín og var ég farinn að hugsa um úrslitaleikinn. En þá skorar Villa á 86 mín og svo aftur á 92 mín og vonir mínir að verja titilinn voru orðnar að engu. Newcastle unnu svo úrslitaleikinn.

Meistaradeildin
Ég lenti á móti M. Tel-Aviv frá Ísrael sem er í alvöru með Ajax, Juventus og Bayern í riðli minnir mig. Þeir reyndust auðveldir andstæðingar en fyrri leikurinn fór 6-0 fyrir mér og seinni 1-0 einnig fyrir mér.
Í riðlum lenti ég á með Valencia, PAO, Hajduk. Fyrsti leikurinn var á móti Valencia og tókst mér að skora ekki úr 25 skotum og sem betur fer ekki heldur Valncia úr sínum 3 skotum. Það var annar merkilegur leikur í riðlinum en það var á móti Hajduk á útivelli en mér tókst að skjóta 6 sinnum í slánna áður en mér loksins tókst að skora, leikurinn endaði 3-0 fyrir mér.
Lokastaða:
Valencia
ManUtd
PAO
Hajduk

16-liða úrslit:
Andstæðingarnir gátu ekki verið mikið erfiðari en það voru AC Milan. Fyrri leikurinn var á San Siro. Heimamenn voru komnir i 2-0 eftir 26 mínútna leik en mér tókst að minnka munin á 71 mín þegar Cafú gerði sjálfsmark. Það var 0-0 í hálfleik í seinni leiknum. Á 57 mín komst ég yfir með marki Liverpool banans Silvestre. En á 92 mín fengu þeir aukaspyrnu og boltin fór inn eftir að hafa farið i vegginn.

Íslenskadeildin
Úrvaldsdeildin 2004
1. KR 2. Fylkir 3. ÍA
1.deild 2004
1. Víkingur 2. Völsungur
Bikar 2004
1. ÍA 2. Völsungur
Deildarbikar 2005
1. ÍBV 2. KA

Ég var mjög sáttu með frammistöðu mína í deild og FA Cup. Ég lék illa í riðlum í CL sem gerði að það að verkum að ég fékk Milan sem ég var óheppin að vinna ekki. Deildarbikarinn var notturlega ekkert annað en klúður reyndar var ég alls ekki með mitt sterkasta lið. Hefði viljað sjá KA fara upp en er ánægður að þeir komst í úrslit í deildarbikarnum. En þetta er nú keppni litlu liðana.
Deild 1.sæti
FA Cup undanúrslit
Deildarbikarinn eitthvað lélegt
CL 16 liða úrslit

Kaup
Fyrir tímabilið:
A. Vanden Borre Anderlecht 875k
Kjartan Henry KR 190k
Heiðar Geir Fram 100-200k man ekki alveg
Um áramótin:
Rúrik Gíslason Anderlecht 275k
Alejandro Sanchez Fernandez Perugia 325k
Wesley Sneidjer Ajax 7 millur
Hjörvar Maronsson KA 2k
Adam Hammill Liverpool ca.900k (man ekki alveg)