Í fréttatilkynningu frá SIgames (sjá hér kemur fram að útgáfudagur FM 2005 verði 5 nóvember, sem er nokkuð fyrr en ég hafði búist við. En ég er nú ekki að kvarta, vonandi gefa þeir samt út betur kláraða útgáfu en síðast.
Til að fá einhvern samanburð leitaði ég að útgáfudagsetningu CM5 en fann mjög lítið nema að opinbera síðan talar um “this october” og Amazon.co.uk segir að hann komi út 19 nóvember, sem er þriðja eða fjórða spádagsetningin sem þeir gefa.
Reyndar komst ég að þeirri áhugaverðu staðreynd að CM5 mun koma út fyrir Playstation 2 og Xbox nú í vor. Mér þykir það áhugavert því að SIgames sögðu alltaf að PS2 hefði ekki nógu mikið minni til að keyra eldri útgáfurnar af CM. Líka skrítið því að PS2 hefur frekar lítil minniskort (8mb er staðall held ég) sem segir mér að save í PS2 verði ansi takmörkuð. Hvort það segir eitthvað um leikinn í heild er erfitt að segja, en það fer víst að styttast í Demoið af CM5 svo þá getum við farið að bera saman.
Eitt enn, er það bara mér sem finnst SEGA logoið ljótt á FM kassanum? (Sjá mynd)