Það var skoðannakönnun hér fyrir skömmu þar sem spurt var hver deildanna í leiknum væri best. Ég kaus ítölsku deildina og bjóst við að flestir gerðu það. Svo fór ég og skoðaði úrslit könnunarinnar og þar var enska deildin í miklum meiri hluta, 50 manns höfðu kosið ensku en aðeins 20 ítölsku. Þessi munur kom mér verulega á óvart. Hvað í ösköpunum er það sem fólk sér sem ég sé ekki. Hér eru nokkur rök fyrir því að ítalska deildin sé best:
- Bestu leikmenn í heiminum spila í Serie A s.s. Creespo, Vieri, Verón, Batistuta, Totti, Buffon, Toldo, Cannavaro, Thuram, Davids og svo framvegis og svo framvegis.
- Það eru mörg stór lið í Serie A s.s. Juventus, Lazio, Roma og Parma svo einhver séu nefnd sem gerir það að verkum að deildin verður spennandi.
- Það má hafa 7 leikmenn á bekknum.
- Leikmennn þurfa ekki að fá atvinnuleyfi til að mega spila í Serie A þó svo að þeir komi frá löndum utan Evrópubandalagsins (ég held að það heiti það)
- Það eru 18 lið í deildinni og fjögur neðstu falla. Það þýðir að léleg lið eru einfaldlega ekki velkomin í Serie A.
Með þessu er ég alls ekki að segja að enska deildin sé léleg, langt því frá, heldur bara einfaldlega að ítalska sé best og það kom mér á óvart að hún skyldi ekki hafa meira fylgi en raun bar vitni.
Endilega komið með ykkar skoðanir á þessu…