Stoke City
Mér finnst mjög gaman að stjórna stoke. Mér finnst reyndar svolítið sárt að vera taka stöðuna hans Guðjóns. Ég reyni alltaf að halda Íslendingunum og kaupa fleiri. Þegar maður er búinn að setja Birkir í stoke þá er orðin hörku markmanna barátta með Ward, Muggleton og Birki sem eru allir mjög góðir í leiknum. Birkir er með lélegar einkunnir en þegar maður setur hann í liðið þá brillar hann alltaf hjá mér. Eftir nokkur tímabil er ég vanalega kominn í efstu deild og þá finnst mér þetta verða leiðilegt þar sem maður er alltaf kominn með allt öðruvísi lið og þá fer ég bara og tek við einhverju 3. deildarliði og kem þeim líka upp. Þá er maður orðinn mjög eftirsóttur þjálfari.