Ég er nífaldur Evrópumeistari með Sheffield Wednesday, árið er 2032 og Manchester United eru búnir að dútla í 1. deildinni síðastliðin 10 ár.
Þeir komu upp eitt árið að vísu en féllu strax aftur.
Liverpool voru hinsvegar búnir að vera í efstu deild allan tímann þangað til 2030 að þeir féllu í fyrstu, og þaðan féllu þeir strax niður í aðra. Ég sá aumur á þeim og er með einn manager að sjá um þá, þeir eru núna í 1sta sæti 2. deildar eftir 10 sigurleiki í röð.
Arsenal og Newcastle féllu líka í 1. deildina. Ég sá aumur á þeim báðum og kom þeim upp í Úrvalsdeildina aftur. Arsenal féll hins vegar aftur og ég nenni ekki að púkka meira upp á þá.
Chelsea hefur hins vegar alltaf verið aðalliðið. Það tók mig 3-4 season að snúa Sheff Wed við (prufið þá.. 15 milljónir í MÍNUS) og koma þeim upp og á meðan var Chelsea að taka hvern titilinn á fætur öðrum. Þeir hafa svo verið höfuðandstæðingurinn þó að önnur lið eins og Tottenham, Crewe, Colchester og QPR hafa líka veitt harða keppni (Colchester urðu meira að segja Evrópumeistarar?!).
Sheff Wed hafa undir minni stjórn unnið deildina 8 ár í röð (QPR unnu í fyrra 2031/32), auk nokkura skipta á undan. Við erum nífaldir Evrópumeistarar og sexfaldir “alheims”meistarar.
Ég á 320 milljónir í bankanum, og keypti þó leikmenn fyrir 80 milljónir í fyrra.
Hins vegar finnst mér aðalmálið að vera með gott unglingastarf, og ég finn fyrir föðurlegu stolti að sjá leikmenn koma upp hjá félaginu, verða landsliðsmenn og spila allan sinn feril hjá Sheff Wed (og vinna alla hugsanlega titla). Nýjasta stórstirnið mitt var kosinn Leikmaður og Sóknarmaður Evrópu aðeins 20, striker sem er fæddur 2012 :p og þetta var fyrsta seasonið sem hann fékk að spila.