Championship Manager 1 Þar sem ég hef verið dyggur CM spilari allt frá byrjun verð ég að ryfja aðeins upp upphafið á þessu öllu.

Þetta byrjaði allt á BMP en ég spilaði hann það lítið að ég man nánast ekkert eftir honum. En fyrsti Champ leikurinn var Championship Manager 1 eða CM1 og var hann hrein snilld, þennan leik spilaði ég á Amigu og eyddum við félagarnir nokkuð mörgum vikum í góð save. Það voru aðeins 8 skjámyndir í honum og framleiðendurnir höfðu ekki samning sem leifði þeim að nota rétt nöfn þeirra leikmanna sem spiluðu í Ensku deildinni, heldur þurfti að búa til fake nöfn á alla leikmenn í leiknum. Tímamóta leikur og hafði sitt að segja hve heimanámið gékk illa.

CM´93/94 Kom svo nokkrum árum seinna og var hann nokkuð breyttur. Í honum voru nokkur þekkt nöfn ásamt því að fylla upp í með fake nöfnum. Grafíkin var mjög svipuð og í CM1, en það var t.d. hægt að kaupa erlenda leikmenn þó þeir voru mjög tregir til að koma. Einnig voru komnir inn hlutir eins og meiðsli, laun og bónusar og b-lið eða rétta sagt Reserve Squad. Menntaskóla árin fóru að mestu í að hanga í þessum leik. Nokkuð seinna kom svo CM Italía og var nú í fyrsta skipti hægt að spila í annari deild en þeirri ensku. Þessi leikur kom líka út á þeim tíma sem ítalska deildin var hve vinsælust á Íslandi og var þessi leikur því mjög skemmtilegur.