í fyrsta lagi þá eru allt öðruvísi væntingar með þessi lið, ok það er auðveldara að vera MEISTARI með stórt lið, en um LEIÐ og það byrjar að ganga illa er maður OFTAST rekinn!..það er ekki eins mikil pressa með neðri deildar liðin, nema að þau séu lang best í sinni deild, þá er líka miklu auðveldara að sigara deildina, þá fær maður betra reputation, betri morale, fleiri leikmenn koma, allt gengur betur árið eftir þeas. Það er oft miklu erfiðara að missa tökin á stóru liðunum.
Svo er það þessi samlíking þín, sem misheppnaðist hraparlega. Af hverju ertu að blanda Quake inní málið, og fólk er nú ekkert að monta sig yfir byssum, það fer eftir borðum hvaða byssur hver notar, aðstæðum (þegar maður er að elta einhvern þá notar maður plasma eða machine gun jafnvel, því þær skjóta örar en rocket launcher sem dæmi.)
Enginn byssa nær fleiri fröggum en önnur í einu, nema náttúrulega þessar hríðskotabyssur, og shotgun, það er varla nein byssa BETRI, flestum finnst Rail og Rocket bestar…ég held að þú getir ekki líkt cm og Quake saman í þessu samhengi! Sérstaklega útaf því að maður þarf að ná byssunni og ná skotunum og getur skipt, en maður velur sér lið í CM í byrjun og er það oftast nokkuð varanlegt!
Þegar maður er með neðrideildar lið þarf maður að hugsa um að halda sér frá falli OG koma sér upp.
Með langflestum úrvalsdeildarliðum er það nóg að halda sér uppi og hitt er bara þarna til að pæla í því þegar og ef þú ert með nógu gott lið.
Auk þess sem það ER erfiðara að stjórna smáliði, það er minni velta, þú getur sjaldnast borgað það sem leikmennirnir vilja, það er erfitt að halda góðum, ungum leikmönnum, það er alltaf verið að stela staffinu þínu og fleira fram eftir þei götum.
Ég hef t.d. spilað hvern einasta CM leik sem gerður hefur verið, þann fyrsta fyrir c.a. 8-9 árum, og í þeim öllum hafa deildirnar verið nokkurskonar styrkleikadæmi, þ.e. Efsta er auðveldust og sú neðsta er erfiðust, og ég stór efast um að ég sé einn um þessa skoðun.
Þessi samlíking mín misheppnaðist alls ekki hraparlega, það sem ég var að segja er það að ó öllum leikjum segir fólk eitthvað sem má túlka sem mont, í quake, sem ég hef ekki nokkurn áhuga á og er nokkuð sama um, í ökuleikjum og bara hvaða leikjum sem er. Ekki gera lítið úr samlíkingum ef þú skilur þær ekki.
0
Það sem ég gleymdi að segja hérna áðan er það, að þetta er áhugamál flestra sem skirfa hérna, og það áhugamál án metings og kapps væri ansi dapurt.
0
maður á bara að prófa eins markt og maður getur…
0
Er sammála þeim sem segja að það sé skemmtilegast að taka neðrideildarlið og gera þau að góðum liðum. Ég byrjaði með save með wolwes, kom þeim uppí úrvalsdeild á fyrsta ári. Og svo fljótlgea var ég búinn að sanka að mér mörgum klassa spilurum, ásamt því að hafa robbie kean í liðinu. Þið eruð væntanlega búnir að átta ykkur á því að ég er að tala um gamla cm 99/00. En mér finnst þetta mjög mikið spurning um að kaupa réttu mennina, og hafa rétta spilastílin, þegar þú ert búinn að finna réttu blönduna, ertu á gullnum vegi. T.d. eru bestu kaupin sem ég geri alltaf að kaupa Denilson. en hey, endilega komið með einhver sniðugt comment.
0