Ég byrjaði nýtt save (cm 01/02 ) og einhverra hluta vegna nefndi ég mig Bertie Mee (framkvæmdastjóri Arsenal fyrir margt löngu). Ég byrjaði á að taka við franska landsliðinu og viti menn: Ég gerði Frakka að heimsmeisturum. Nokkrum árum síðar án þess að hafa unnið titil með liðinu eftir þetta HM hætti ég og var eftir það atvinnulaus í nokkurn tíma.

Nokkru síðar sá ég þó að staða framkvæmdastjóra hjá einu af mínum uppáhaldsliðum, Rangers, var laus. Ég var ekki lengi að sækja um og stuttu síðar var ég ráðinn (gott orðspor eftir heimsmeistaratitilinn). Ég tók við liðinu í fjórða sæti í skosku úrvalsdeildinni þegar lítið var eftir af tímabilinu 2003/2004. Mikil vonbrigði að lenda í fjórða sæti fyrir Rangers. Ég kláraði leiktíðina í fjórða sæti og hóf eftir leiktíðina uppbyggingu af kappi. Keypti nokkra leikmenn og gerði kjarakaup, menn á borð við Alex Manninger, Fernando Morientes og Freddie Ljungberg komu ásamt Steve Crawford, Barry Webster og fleiri skoskum stjörnum. Ég kom með nýja taktík til liðsins varðandi föst leikatriði, vörnina og fleira. En róttækasta breytingin var sú að ég breytti um leikkerfi úr 4-4-2 yfir í 4-3-1-2. Þrír leikmenn inni á miðjunni, engir kantmenn og Freddie Ljungberg sem fremsti maður á miðju fyrir aftan sóknarmennina. Svipað og Totti hjá ítalska landsliðinu.

Allar breytingarnar skiluðu sínu. Þrátt fyrir tap í fyrsta leik fyrir Motherwell hélt ég ótrauður áfram og liðið svaraði slæmri byrjun með því að vinna næstu 24 leiki og leika næstu 44 án taps. Ég ætlaði varla að trúa þessu, þetta var svo ótrúlegur árangur. Ég hafði aldrei áður náð árangri með öðrum liðum en Man. Utd. og PSV. Barry Ferguson og Ljungberg skoruðu eins og brjálæðingar, Ferguson 30 í 44 leikjum og Ljungberg 12 í 26 leikjum áður en hann meiddist. Ferguson átti auk þess um 15 stoðsendingar. Þegar upp var staðið hafði ég unnið skosku deildina með yfirburðum, dottið út úr bikarnum og UEFA cup en að auki unnið Celtic í öllum grannaslögunum og það var stjórnin sérlega ánægð með. Ég hélt áfram að gera sömu hluti með liðið á næsta tímabili. Keypti þá Jan Koller, Nicky Butt og Patrick Paauwe og þeir reyndust liðinu dýrmætir. Paauwe setti met í stoðsendingum, Butt vann eins og hestur á miðjunni og Jan Koller skoraði mikilvæg mörk, þar á meðal sigurmark okkar í framlengingu í úrslitaleik meistaradeildarinnar gegn Juve. Semsagt: Við unnum skosku deildina aftur, meistaradeildina líka en duttum aftur snemma út úr bikarnum.

Næstu 2 leiktíðir eftir það unnum við skosku deildina í bæði skiptin og tókst loks að vinna bikarinn, líka báðar leiktíðirnar. Liðið blómstraði. Fimmtu leiktíðina tókst okkur ekki að vinna neinn titil, ólíkt venju. Ég rétt hélt starfinu og ekki til einskis því við endurheimtum meistaratitilinn. Ég stjórnaði liðinu eftir það í tvær, þrjár leiktíðir í viðbót en án titla. Mér var ljóst að glæsilegu tímabili í sögu Rangers var lokið. Ég sagði upp starfinu og sneri mér að öðru.

Ég var atvinnulaus í hálft eða heilt ár þangað til Watford bauð mér það hlutverk að klára leiktíð og koma liðinu í úrvalsdeildina. Ekki tókst mér það en nálægt var ég. Aftur sagði ég upp og næst var það Kaiserslautern.

Ég tók við liðinu í rugli, fall blasti við og sú varð raunin. Ég fékk að halda áfram og náði ágætisárangri eftir fallið. Ég þróaði nýtt leikkerfi og fékk leikmenn frítt því engir voru peningarnir. Aftur nældi ég í Paauwe og fékk Davids til að vera á miðjunni með honum. Del Piero kom líka ásamt mörgum öðrum. En það var ekki fyrr en við vorum aftur komnir upp í 1. búndeslíguna. Ég nældi fyrst um sinn í Arne Friedrich og Neil Mellor. Ég kom mínum mönnum aftur upp í tveim tilraunum en við féllum beint niður aftur. Aftur þurftum við tvær tilraunir til að komast upp og nú héldum við okkur uppi. Ég styrki liðið og breytti uppstillingunni. Svona var byrjunarliðið:
GK:Tim Wiese
DC:Peter Mård
DC:Carlos Marchena
DC:Arne Friedrich
DML:Vitaly Volodenkov
DMR:Andreas Hinkel
MC:Edgar Davids
MC:Patrick Paauwe
AMC:Lincoln
SC:Neil Mellor
SC:Alessandro Del Piero
Lincoln skoraði eins og brjálæðingur allar þessar leiktíðir, bæði í 1. og 2. deildinni. Setti markamet. Del Piero náði sér aldrei á strik og ég seldi hann og fékk í staðinn Adrian Mutu. Hann fór í stöðu Lincolns sem var orðinn mjög eftirsóttur og fór fyrir metfé til Frankfurt þar sem hann náði aldrei sömu hæðum og hjá Kaiserslautern. Mutu fyllti vel í skarðið og skoraði 29 mörk í 34 leikjum á sinni fyrstu leiktíð með Kaiserslautern. Varð að lokum markahæsti leikmaður Kaiserslautern frá upphafi á aðeins fimm leiktíðum. Þegar hann fór líka fyrir metfé tók Mellor við hlutverki hans sem aðalmarkaskorari okkar. 36 leikir og 32 mörk (á fyrstu leiktíðinni þar sem hann skoraði að ráði) er ekki slæmt.
Þegar ég hafði komið Kaiserlautern í UEFA cup og í stöðugleika í efstu deild í Þýskalandi sá ég að hlutverki mínu var lokið svo að ég settist í helgan stein.