Daginn.

Ákvað að taka við hálf-vonlausu liði Fulham, á hausnum, í skuld og með aðeins örfáa virkilega góða leikmenn.

Það fyrsta sem ég gerði var að ráða 4 góða þjálfara, Tony Godden, Asa Hartford, Reneé Meulensteen og einhvern einn annan, man ekki. Bjó til nýtt training program af því að það gamla var greinilega ekki að virka. Bætti við 2 eða 3 aukaæfingum, meira álag en einnig meiri árangur.

Fór beint í það að búa til góða taktík, notaði til þess hausinn minn og almenna skynsemi. Markmaðurinn er á stand off í og Ask Defenders To Collect. Bakverðirnir með Direct í passing og Defensive í mentality + crossing. Miðverðirnir með Ultra defensive og direct passing. Svo læt ég annan midfielderinn bakka og vera defensive og með mixed passing + Through balls. Hinn er í attacking og á að hjálpa sókninni, með mixed passing og through balls. Wingerarnir eru Gung-ho og mixed passing, cross balls, forward runs og run with ball. Strikerarnir eru svo Gung-Ho, forward runs, free role og try through balls.

Allt liðið er svo með Short passing, hard tackling, always í closing down og mentality gung ho. Svo er ég með counter attack. Þessar stillingar eiga þó að eins við um þá gaura sem að ég skilgreindi ekki að væri einhvað öðruvísi en aðrir. Allt liðið með man marking nema strikerarnir og wingerarnir, þeir eru með zonal.

Ég fékk aðeins fimmhundruð þúsund pund til leikmannakaupa og launaþakið var ansi lágt. Ég þurfti því að velja vel hvað gera skyldi við peninginn. Þeir leikmenn sem að ég sá að ég yrði að halda í voru Steed Malbranque(AMC), Sean Davis(DMC), Louis Saha(SC), Ztayah Knight(DC) og Luis Boa Morte(ML). Svo var þar að auki 2 efnilegir menn, Malik Buari (MR) og Jerome Bonnisel (DL). Silvain Legwynski(MLC) líka. Ég byrjaði á því að selja Adam Green, Elvis Hammond og Tom Davis fyrir 240k samtals. Svo lét ég vaða, fann Jean Dika(DC), kamerúnskan landsliðsmann out of club og signaði hann. Signaði líka Alpay(DC). Fékk Þórarinn Brynjar Kristjánsson(SC) frítt og keypti svo 2 gullmola, Evandro Roncatto(FL) á 500k frá Guarani og José Julian de la Cuesta(DL) á 180k frá Atlético Nacional í Mexíkó. Ætla að mæla með de la Cuesta, ungur strákur með 20 í marking, takling og heading, ásamt því að vera mjög hraður og með gott teamplay. Tvímælaust mín bestu kaup fyrr og síðar.

Tímabilið byrjaði illa, tvö 0 - 0 jafntefli á móti Blackburn og Wolves og svo 4 - 0 tap á móti Liverpool. Leikurinn þar á eftir var samt vendipunktur, Arsenal lá 6 - 0 fyrir mér, Louis Saha með 4 mörk, Roncatto 1 og touré 1 OG. Pires og Wiltord brenndu báðir af vítaspyrnum. Eftir þennan leik vann ég endalaust í deildinni, tapaði aðeins fyrir stærstu liðunum, Manu, Newcastle, Arsenal og Liverpool. Vann alla aðra leiki eða gerði jafntefli. Datt út í fyrstu umferð á móti Wigan í deildarbikarnum, súrt.

Datt út úr FA cup í 6 umferð á móti Tottenham, hafði þá meðal annars slegið út ManU og Southampton. Þetta tímabil endaði vel, ég vann deildina 2 stigum fyrir ofan ManU og 3 stigum fyrir ofan Newcastle. Þetta var ótrúlegur árangur sem engum hefði dottið í hug. Miklar tekjuaukningar og skuldirnar greiddar og training facilities bætt til muna. Bestir allra voru:
Sean Davis - 35 apps - 4 mörk - 8.08 í meðaleinkunn.
Steed Malbranque - 34 apps - 2 mörk - 8.01 í meðaleinkunn.
Evandro Roncatto - 32 apps - 37 mörk - 8.17 í meðaleinkunn
Louis Saha - 29 apps - 35 mörk - 7.9 í meðaleinkunn.
Roncatto var markahæstur í deildinni með 33 mörk og Louis Saha valinn footballer of the year. Ég var manager of the year. Players player of the year var Roncatto, Mark ársins var Steed Malbranque með bombu frá miðju.

Nú fékk ég aldeilis nóg til að kaupa leikmenn. 7 milljónir punda, hvorki meira né minna!

Ég ákvað strax á áramótum að reyna að krækja í nokkra menn sem voru að klára samninginn sinn og náði í eftirtalda:
Kim Kállström(AMC) á 2 milljónir.
Andrew Griffin(DR) frá Newcastle á free transfer.
Andreas Hinkel(DR) á free transfer frá Stuttgart.
Gareth Barry(DLC DMLC) frá Aston Villa á 2.4 millur.
Joey Barton(DMC) frá Man City á 1.1 millu.
Simon Francis(D/DM C R) frá Bradford á 2.3 millur.
Mikael Nilsson(MR) - frítt.+
Orri Freyr Óskarsson(FR) - 16k.
Samtals eyddi ég 7.75 milljónum. Til að eiga þann pening seldi ég eftirfarandi:
Abdeslam Ouaddou - 500k - fékk hann á free transfer á áramótum frá Dortmund, stóð sig vel.

Þar að auki fékk ég Carlton Cole að láni til áramóta frá Chelsea.

Nú var karlinn kominn í meistaradeildina, dróst í riðil með Real Madrid, Partizan og Celtic. fyrstu leikir tímabilsins voru erfiðir, sigur á móti Lpool í Community shield, 5 - 1, sigur á Man u og Leeds 2 - 0 og sigur á Real Madrid 3 - 2. Byrjunin lofaði mjög góðu. Tapaði ekki leik fyrren í endaðan Nóvember, á móti lpool. Mér gekk mjög vel í meistaradeildinni, vann riðilinn minn, sló svo út Olympiakos, Real Madrid og Lazio á leið minni í úrslitaleikinn. Þar mætti ég ManU sem að burstuðu mig 3 - 0 og var sá draumur úti. Í deildarbikarnum komst ég alla leið í úrslit líka og tapaði þar á móti Chelsea, leikurinn fór 3 - 3 og þeir unnu í vító. Í þetta sinn hamraði ég þó deildina og endaði lang-efstur. Liverpool og Chelsea í humátt á eftir. Van der Sar að standa sig einsog hetja í markinu. Varð samt fyrir miklu áfalli á miðju tímabili, Roncatto meiddist í 5 mánuði og gat ekki spilað nógu mikið til að ég gæti endurnýjað samninginn og fór því þessi 33 milljón punda leikmaður á free transfer til Real Madrid.

Bestu menn tímabilsins:
Joey Barton - 40 apps - 8.47 í meðaleinkunn.
Orri Freyr Óskarsson - 27 apps - 39 mörk - 8.24 í meðaleinkunn.
Evandro Roncatto - 23 apps - 34 mörk ö 7.92 í meðaleinkunn.
Steed Malbranque - 24 apps - 7.89 í meðaleinkunn.

Ég var valinn framkvæmdarstjóri ársins annað árið í röð.

Núna fékk ég 9 millur til að kaupa leikmenn.
Seldi eftirfarandi:
Sean Davis til Chelsea - 7 millur (var krónískt í vondu skapi)
Mikael Nilsson til Sunderland - 2.1 millur.
Van Der Sar til Deportivo - 350k
Dean Leacock til Liverpool - 1.5 millur.
Samtals nánast 11 millur.

Keyptir leikmenn þetta árið:
Alan Smith(FR) frá Leeds - 800k (Leeds féll)
Paul Robinson(GK) frá Leeds - 800k
Robert Huth(DC) frá Chelsea - 1.3 millur
Michael Chopra(SC) frá Newcastle - 1.5 millur
César Delgado(MLR) frá Cruz Azul - frítt
Enrico Natale(GK) frá Parma - Frítt
Arjen Robben(FL) frá PSV - 6.5 millur (contract not protected)
César Carignano(sc) frá Colón - frítt
Lionel Morgan(ML) frá Wimbledon - 1.2 millur.

Vann Community shield aftur, nú á móti ManU, dróst í riðil í Meistarakeppninni með Milan, Maribor og Olympiakos. Rústaði riðlinum og fór í þetta skiptið alla leið. Fór þó erfiðustu leið sem hægt var að fara, sló út Real Madrid, Juventus og FC Bayern á leiðinni í úrslitin þar sem ég mætti PSV. Vann þá þar í Silver Goal rule í framlengingu. Datt snemma úr bæði League cup og FA cup og rétt svo vann deildina 1 stigi á undan liverpool og 2 stigum á undan Arsenal.

Eftir þetta tímabil voru mér boðin þjálfunarstörf hjá helstu stórliðunum og einnig hjá allmörgum landsliðum. Hafnaði þeim öllum.

Bestu menn tímabilsins voru mjöf svipaðir og árið áður:
Malbranque, Barton, Robben, Delgado, Smith, Huth og De la Cuesta stóðu þó uppúr.

Elli Fannar.