The Spireites 03/04 part 1 Eftir að hafa fylgst með CM áhugamálinu hér á huga í smá tíma ákvað ég að verða notandi og ætlaði ég mér sko að skrifa geðveikar greinar um árangur minn í CM en eftir að hafa verið notandi í ca. 1 ár þá hef ég ekki enn skrifað grein hér á CM þrátt fyrir að hafa gert einhverjar kannanir og korka en hér er mín fyrsta saga. Hún er í þremur (jafnvel fleiri) hlutum en hinir koma von bráðar.

Eftir að hafa spilað sem atvinnumaður í Belgíu, Svíþjóð og Hollandi í nokkur ár ákvað ég að leggja skóna á hilluna eftir að hafa meiðst illa. Þegar ég hafði verið frá allri knattspyrnuiðkun í tvö ár langaði mig mjög að verða framkvæmdarstjóri hjá einhverju liði. Ég hringdi í nokkra félaga mína og spurði þá hvort þeir vissu um einhverjar lausar stöður. Ég vissi af lausu starfi hjá Chelsea eftir að Claudio Ranieri hafði verið látinn taka pokann sinn en ég vildi meira challenge og hringdi þá gamall félagi minn frá Hollandi í mig og lét mig vita af lausri stöðu hjá Chesterfield í ensku annarri deildinni. Ég var efins í fyrstu en ákvað að slá til eftir að ég og Barrie Hubbard forseti liðsins höfðum átt mjög góðan fund þar sem við ræddum hin ýmsu málefni varðandi liðið. Ég ákvað að taka að mér stjórn félagsins og sá strax að það þyrfti að taka ærlega til í herbúðum liðsins. Liðið hafði verið í harðri fallbaráttu árið áður og aðeins verið tveimur stigum frá falli. Ekki var fjárhagurinn betri en ég hafði einungis um £9.000 til þess að styrkja hópinn. Ég byrjaði á því að kaupa Ólaf Valdimar Júlíusson frá HK á £5.000 en hann reyndist vera algjör kjarakaup en meira um það á eftir. Ég seldi síðan fullt af leikmönnum en sá sem ég sé mest eftir að hafa selt er Kevin Dawson til Wigan. Annars voru félagaskipti svona:

Keyptir:
Ólafur Valdimar Júlíusson frá HK á £5.000
Barry Laker frá Stevenage á £40.000
Gavin Kelly frá Bradford PA á £40.000
Jóhann Þórhallsson frá Þór ókeypis
Hjálmar Þórarinsson frá Þrótti R. á £26.000

Seldir:
Kevin Dawson til Wigan á £35.000
Stuart Howson til Q.P.R. á £28.000
Adam Smith til Celtic á £85.000
Marvin Robinson til Yeovil á £35.000
Mark Allott til Oldham á £20.000
Mark Innes til Morecambe á £26.000
Caleb Folan til Leyton Orient á £35.000

Nú eru eflaust margir að spá í afhverju ég gat keypt leikmenn á £40.000 en ég gat það því að ég fékk peninginn sem ég fékk fyrir að selja leikmenn til að kaupa leikmenn. Ólafur Valdimar var sá eini sem kom fyrir tímabilið en hinir komu í september og nóvember. Ekki var ég heppinn hvað Jóhann Þórhallsson varðar því að hann meiddist viku áður en ég átti að fá hann í heila 3 mánuði og var ég ekki sáttur með það.

Fyrir fyrsta tímabilið keppti ég 6 æfingaleiki en þeir enduðu með 3 sigrum, 1 jafntefli og 2 töpum. Tveir af þremur sigrum voru gegn fyrstu deildar liðum en bæði töpin voru gegn fyrstu deildar liðum og var ég bara nokkuð ánægður með hvernig þessir leikir fóru. Fannst mér raunhæft að stefna á sæti í umspili eftir gengið í æfingaleikjunum og eftir að hafa styrkt hópinn.

Nokkrum dögum eftir að hafa sett mér þetta markmið kemur spá um hverjir ættu eftir að vera í baráttunni á toppnum en þá var mér heldur betur brugðið. Liðinu var spáð falli og líkurnar á því að mér tækist að vinna voru 150:1. Stjórnin og stuðningsmennirnir voru á sama máli. Nú var bara að spýta í lófana og afsanna þessar spár. Liðið sigraði í fyrsta leiknum gegn Blacpool 3-1 en næst var viðureign í deildarbikarnum sem fór í vítaspyrnukeppni sem ég tapaði 4-3. Næst var leikur í deildinni gegn Bristol City sem tapaðist 1-0. Útlitið var ekki gott í næsta leik á eftir þar sem ég lenti undir 1-0 strax á 5. mínútu gegn Brighton. Ekki bætti úr skák að Marvin Robinson sem var minn besti framherji til þessa meiddist daginn áður og hafði ég þurft að láta Ólaf Valdimar í framlínuna en ég hafði látið hann spila á miðjunni í hinum leikjunum. Þetta átti eftir að gerbreyta leik liðsins en leikurinn gegn Brighton endaði 7-2 mér í vil og setti Ólafur hvorki meira né minna en 5 mörk. Ný stjarna var fundin. Honum til halds og trausts í sókninni voru Jez Mitchell og Andy Rushbury en Jez skoraði hin tvö mörkin og Andy lagði upp 5 af 7 mörkum leiksins. Nú var maður ánægður og viss um að þetta væri liðið á sínum besta degi.

Þessi gleði varði samt ekki lengi því að næstu fimm leikir voru hræðilegir. Fyrst gerði ég tvö 2-2 jafntefli en svo voru þrír tapleikir í röð. Á þessum tíma var liðið í 18. sæti með 8 stig og 1 mark í plús. Þarna var ég mjög hræddur um að þarna væri liðið að sýna sitt rétta andlit og erfið fallbarátta væri framundan. Þetta reyndist ekki vera raunin því að það sem eftir lifði tímabilsins var ótrúlegt. Liðið tapaði ekki leik af þeim 38 sem voru eftir en þar af voru 34 sigrar og 4 jafntefli. Auðsjáanlega var þetta besti árangur liðanna 24 í deildinni og Chesterfield því komið í fyrstu deildina í fyrsta skipti frá upphafi.

Bikarkeppnirnar fóru ekki eins vel og deildin en ég féll úr leik úr deildarbikarnum í fyrsta leik eins og áður sagði eftir vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppni varð mér aftur að falli í Vans Trophy þar sem ég tapaði gegn Boston United í fyrsta leik. Liðið vann aftur á móti fyrsta leikinn í bikarkeppninni en tapaði næsta leik gegn Yeovil á seinustu mínútunni og þar með úr leik. Þetta tímabil var mjög gott þó að árangurinn í bikarkeppnunum hafi verið dapur er ótrúlegt að hafa unnið deildina eftir að hafa verið spáð falli.

Á þessu tímabili unnust margir stórir sigrar en þeir voru: 7-2 sigur á Brighton, 6-1 sigur á Swindon, 5-0 sigur á Wrexham, 5-0 sigur á Oldham og 6-0 sigur á Port Vale. Ólafur Valdimar skoraði í öllum þessum leikjum og samtals 12 mörk í þeim en Hjálmar Þórarinsson kom sterkur inn í tveimur síðastnefndum sigrunum og skoraði 7 mörk í þeim tveim leikjum. Liðið sem ég stillit upp á þessu tímabili var oftast svona:

GK: Bradley Hughes (var í láni frá Grimsby)
DL: Alan O’ Hare
DC: Barry Laker
DC: Steve Blatherwick
DR: Gus Uhlenbeek
MC: Gareth Davies
MC: Mark Hudson
FL: Andy Rushbury
FC: Ólafur Valdimar Júlíusson
FC: Jez Mitchell
AMR: Chris Brandon

Þetta skipulag reyndist einstaklega vel en menn á borð við Hjálmar Þórarinsson, Jóhann Þórhallsson, Steve Payne, Paul Warhurst og Stephen Warne voru oft í byrjunarliðinu eða komu sterkir inn af bekknum.

Annars er úttektin af fyrsta tímabilinu svona:

Deildin: 1. sæti – 36 sigrar – 6 jafntefli – 4 töp -114 mörk skoruð - 31 mörk fengin á sig og 114 stig
Bikarinn: Tapaði í annarri umferð
Deildarbikarinn: Tapaði í fyrstu umferð
Vans Trophy: Tapaði í fyrstu umferð

Ólafur Valdimar Júlíusson var maður leiktíðarinnar með 32 mörk, 12 stoðsendingar, 3 sinnum MoM og 7,62 í meðaleinkunn en hann var einnig valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnunum. Ólafur var markahæstur en næstir komu Jez Mitchell og Hjálmar Þórarinsson með 25 mörk hvor en Hjálmar lék helmingi færri leiki. Andy Rushbury var með langflestar stoðsendingar eða 41 í 42 leikjum en aðrir voru með mun færri. Alan O’ Hare var með hæstu meðaleinkunnina eða 8,14 í 50 leikjum. Ólafur var markahæstur í deildinni með 31 mark.

To be continued…
He may be a son of a bitch, but he is our son of a bitch.