Það var morgunn í júní þegar ég vaknaði við hringingu. Þetta var góðvinur minnm, Theo Paphitis. Við höfðum verið saman í háskóla á Englandi og spiluðum báðir fyrir unglingalið í London. Við spjölluðum aðeins saman og hann minntist á það að hann hefði verið mjög impressed með þjálfunarhæfleika mina meðan ég var enn í háskóla.
Honum fannst skrýtið að ég hefði flúið aftur til Íslands eftir að einn 4.fl. strákur lamaðist á æfingu hjá mér stuttu eftir að ég fékk íþróttaréttindi mín. Ég sagði að þetta hefði bara reynt og mikið á mig. Og ég hafði ekkert viljað þjálfa nema þá að ég hefði reyndar þjálfað u19 landslið karla aðeins síðastliðin ár.
Hann sagðist hafa tekið eftir því og fljótlega kom hann því á frammfæri að hann vildi hitta mig og tala við hann um að taka við stjórn liðsins því honum litist ekkert á stjórn Mark McGhee á liðinu.
Ég skrapp því til London og leit á mannskapinn, og leist bara mjög vel á. Ég tók tilboði gamla vinar minnar og ég stjórnaði fyrstu æfingunni um miðjan júlí. Við tókum nokkra æfingarleiki og fóru þeir sem eftir segir;
Huddersfield 6-1, Shelbourne 1-3, Derry City 2-1 og U.C.D 0-1.
Mér fannst hópurinn bara mjög góður og einn daginn skrapp ég á æfingu hjá 3.fl. Millwall og þar sá ég einn sá besta leikmann sem ég hafði séð. Hann heitir Cherno Samba og var aðeins 15 ára gamall þegar ég sá hann fyrst.
Stjórnin var róleg með væntingarnar, enda hafði ég aldrei stjórnað Mfl áður.
Hún bað mig aðeins um að halda sæti mínu í deildinni.
Fyrsti leikur tímabilsins var á móti Preston og stillti ég liðinu upp svona:
Í vörninni voru: David Livermore vinstri, Steven Reid og Joe Dolan miðju og Matt Lawrence hægri. Á miðjunni var Christophe Kinet á vinstri, Dennis Wise og Tim Cahill á miðju og Paul Ifill á hægri. Frammi voru Neil Harris og Mark Phillips, því Samba var meiddur.
Þessi leikur fór 1-2 og ég var allt annað en sáttur. Ég dró því upp veskið og keypti Gary Speed frá Newcastle og setti hann í vinstri bak. Samba var stiginn úr meiðslunum og kom í liðið í stað Phillips.
Næstu leikir fóru vel og fljótlega tóku fjölmiðlar eftir því að liðið mitt var í toppbaráttunni. Í deildarbikarnum gékk bara ágætlega og ég vann Macclesfield og Tottenham 3-0 og 3-2.
Síðan fékk ég Sunderland í heimsókn og skorðuðu þeir sigurmarkið á síðustu stundu og eitt að auki mínútu seinna og unnu 3-1. Síðan gékk þetta bara ágætlega og ég var í mikilli baráttu allan tímann. Um mitt tímabil fékk ég Gary McAlliser á free transfer eftir hann var rekinn frá Coventry, Og síðan fékk ég Darius Vassel frá Aston Villa að láni.
Í FA bikarnum vann ég Wrexham og Q.P.R 2-1 og 3-2. Síðan fékk ég Arsenal í heimsókn og þar setti ég liðið svona upp:
GK Guéret SWC Dolan DL Livermore DC Nethercott DC Ward DR Reid ML Speed MC Wise MC Cahill MR Ifill SC Samba.
Þessi leikur var kannski ekki skemmtilegur en taktíkin svínvirkaði og það var ekkert mark skorað fyrr en á 88 mínútu þegar Wiltord skoraði og urðu það lokatölur í þeim leik.
Á enda tímabilsins náði ég fyrsta sætinu og ég ætlaði sko ekki að láta það af hendi. En svo datt ég niður í þriðja og hoppaði þar á milli í síðustu þremur leikjunnum.
Síðasta umferðin var alveg rosaleg. Portsmouth voru einu stigi fyrir ofan mig og í 2. sæti. Síðasta umferð var svona:
Sheff Und – Millwall og Watford – Portsmouth
Í hálfleik voru þeir 3-0 yfir á móti Watford en ég 2-1 undir Sheff Und. En það ótrúlega gerðist og ég skoraði þrjú mörk og Watford skoraði einnig 3.stykki.
Þannig ég komst upp fyrir þá og sæti í úrvalsdeildini var komið í hús. Theo var alveg rosalega ánægður og bauð mér út að borða og við ræddum næsta tímabil. Ég endaði með 89 stig; 26 11 9(sigrar, jafnt, tap) tveimur stigum frá fyrsta sæti og einu á eftir þriðja.
Markahæstur var: Cherno Samba 26 mörk í öllum keppnum og þar af 22 í deild.
Sá sem var með hæstu meðaleinkunn var: Tim Cahill með 7,6
Cahill var einnig með flestar stoðsendingar eða 14. Cahill var einnig efstur af MOM og var hann valinn það 8 sinnum.
Væri gott að heyra einhver álit á þessu…