Gætir þú hugsað þér vinnu þar sem þú færð alls engin laun?
Þarft að vinna á öllum tímum sólarhringsins í langan tíma og þarft sjálfur að leggja til vinnuaðstöðu og tölvubúnað?
Alveg sama hvað þú leggur þig fram um að gera vel, það eru alltaf einhverjir besservisserar að gagnrýna?
Og síðast en ekki síst… að öll þessi vinna skili svo engum árangri því að einhverjir tölvukallar í London stóðu sig ekki í stykkinu?

Orðinn spenntur…?

Lestu þá áfram…
Ef þessar starfsaðstæður hljóma heillandi, þá þarftu í fyrsta lagi að láta vinna aðeins í geðinu þér en… þér gæti boðist að starfa við nýja FM 2005 sem kemur út á haustdögum.

Eins og áður hefur komið fram í greininni þá er um algerlega LAUNALAUST og virkilega KREFJANDI OG TÍMAFREKT starf að ræða og því aðeins fyrir algera CM-fíkla og brjálæðinga að sinna því. Þeir sem bjóða sig fram þurfa að geta gefið sig í þetta af fullum krafti og gríðarlegum áhuga. Einu launin sem eru í boði er nafn viðkomandi í kredit listann í leiknum og fyrir þá allra, allra brjáluðustu, frítt eintak af leiknum.

Starfslýsingin er mjög einföld, að safna upplýsingum um leikmenn og lið í Úrvalsdeildinni, 1. deild og 2. deild.

Þeir sem telja sig hafa áhugann og helst einhverja þekkingu(þó ekki nauðsynleg ef áhuginn er nægur) eru beðnir um að senda póst á mig á:
snabbi@isholf.is
þar sem þeir tilgreina hvaða lið þeir telja sig geta safnað upplýsingum um.