Í þessari grein ætla ég að segja frá minni reynslu af Stoke City og hvernig mér gekk að stjórna þessu liði.

Í byrjun leiktíðar fékk ég ekki mikin pening til að eyða í leikmenn aðeins 250k. Ég skoðaði létt yfir leikmanna hópinn hjá Stoke og sá að þarna inn vantaði nokkra góða menn, þessa gaura keypti ég:

Freddy Adu - free
Hjálmar Þórarinsson - 30k
Carlos Ruiz - free (snillingur)
Orri Freyr Óskarsson - 45k
Jean Dika - free
Alexandr Filimonov - free

og svo fékk ég David Bellion í láni yfir tímabilið.
Og svo seldi ég tvo menn:

Palmer - 160k (veit ekki eftirnafnið)
Chris Iwelumo - 40k

Svona leit byrjunarliðið út:

GK: de Goey
DR: Dika
DL: Clarke
DC: C.Hill
DC: Thomas
MR: Orri
ML: Adu
MC: Russel
MC: Greenacre
FC: C.Ruiz
FC: Hjálmar

Bekkurinn: Filimonov, Bellion, Asaba og Noel-Williams



Svo bara hófst tímabilið með leik gegn Cardiff hann vann ég 2-1 með mörk frá Hjálmari og Adu en svo tók við mér erfiður leikur sem var á móti Sunderland staðan þar var 2-2 og Russel var rekinn útaf fyrir að kýla Phillip í andlitið sem var mjög skrýtið atvik. Það er eitt sem ég vil taka fram áður en ég held lengra áfram það er að Dika, Ruiz og Adu eru snillingar!!!! ársins. En þessi byrjun var framar vonum enda voru þetta eiginlega 2 sterkustu liðin í deildini. Í deildarbikarnum var ég dregin á móti Swansea sem er lið í 2.deild ég vann það 4-1 og næst var það Birmingham sem átti að mæta mér og það var spennandi leikur þar sem staðan var 2-2 og 3 mínútur eftir og allt stemmdi í framlengingu en Forrsell skoraði fyrir Birmingham eftir hrikaleg mistök hjá Clarke í vörnini. Þessi leikur var mikil vonbrigði fyrir stuðningsmenn Stoke og þeir hötuðu mig allir eftir þetta svo ég áhvað að bæta mig og reyna með öllum hætti að komast upp í úrvalsdeildina.


Ég var viss um að ég gæti bætt mig ef ég reyndi að vinna alla leiki sem voru framundan og mér tókst það. Fyrst kom það Sheff. Utd 3-2 fyrir mér, Crewe þar vann ég 5-4 í hörkuleik, svo var komið að Preston og Millwall ég vann þá báða 2-1, eftir því Walsall 5-1 fyrir mér, svo kom Ipswich þar var staðan 2-2 eftir mjög fáránlega dómgæslu hjá klikkuðum dómara sem getur ekki dæmt AUKASPYRNU!!!!!!!! En svo að við höldum aðeins áfram get ég bara næstum því sagt að ég hefði unnið alla leikina eftir þetta nema nokkur jafntelfi á móti Coventry og Crystal Palace. Þannig að þetta fór allt vel ég var í öðru sæti í lok tímabilsins svona var loka staðan:

1. Ipswich
2. Stoke City
3. Crewe
4. Coventry
5. Sunderland


það sem vakti mikla athygli hjá mér var hvernig úrvalsdeildin endaði:

1. Liverpool
2. Man Utd
3. Birmingham
4. Arsenal
5. Aston Villa

að mínu mati voru bestu mennirnir í mínu liði Orri, Ruiz, Dika, Hjálmar og L.Morgan.



kv. bonzi