Crewe Alexandra og England 2003-5 Ég byrjaði á að taka við Englandi og svo ætlaði ég að taka við félagsliði eftir ca. 3.tímabil. Það var svo eftir aðeins nokkra mánuði sem ég tók við Crewe Alexandra eða 19. desember 2003.

EM – England
Ég tapaði á móti Tyrklandi 2-1 og þurfti því að fara í umspil um sæti á EM. Í umspilinu vann ég Grikkland 6-4 og þar átti Vassell stór leiki og skoraði 4 mörk.
Ég lenti í riðli með Rússlandi, Búlgaríu og Hollandi. Þetta byrjaði ekki alltof vel en ég tapaði á móti Búlgaríu í fyrsta leik en vann hina tvo. Í 8-liða úrslitum skoraði ég eina mark leiksins á 112 mín en ég keppti á móti Svíþjóð. Ítalir biðu mín í undanúrslitum og var staðan jöfn 1-1 eftir 90 mín en þá hafði Rooney klúðrað víti. En það var á 105 mín sem Beattie skoraði sitt annað mark og sigurmarkið í leiknum. Úrslitaleikurinn var á móti heimamönnum (Portúgal). 91.000 manns voru mætti á völlinn flestir trúlega á þeirra bandi. Owen skoraði á 11 og 16 mín. Það var svo Ferdinand sem innsiglaði sigurinn á 62 mín með að skora mitt þriðja mark, lokatölur 3-0.
Þetta þýddi að ég og England voru orðnir Evrópumeistarar í fyrsta sinn.

1.tímabil – Crewe
Þegar ég tók við þeim hafði ég milli 300-500k. Liðið var í 3.sæti en ég var aðeins einu stigi á eftir fyrsta sæti. Ég fór strax að leita af spennandi leikmönnum.
Hjálmar Þórarinsson (Þróttur 26k) og Graham Fyfe (Cheltenham 28k) keyti ég en þessir tveir eru snillingar í leiknum og keypti ég þá báða í Hull City saveinu mín en ég skrifaði um það save hér á huga.is fyrir ca 3 mánuðum. Fyfe fékk besti ungi leikmaðurinn 3 mánuði í röð eða jan-mars. Ég tapaði fyrir Man City í 3.umferð í bikarnum 5-3. Í deildinni var eiginlega aldrei í hættu að ég myndi ekki vinna deildina eftir fyrstu leikina mína. Í mars komu svo færeyjungurinn Jón Rói Jacobsen (HB 70k), Nils Gunnar Thomle (Lov-Ham 28k) og einnig Carlos Quinonez (45k). Lokastaða í deildinni er svona:
Crewe 93 stig
Sunderland 88 stig
Preston 85 stig
Sheff. Utd. 74 stig
Sheff. Utd unnu svo umspilið.

2. tímabil – Crewe
Veðbankar sögðu að það væri 1-1000 að ég myndi vinna deildina og það segjir nú allt sem segja þarf. Stjórnin sagði að hún myndi vera ánægð ef ég héldi liðinu uppi. Sjálfur ætlaði ég mér að vera um miðja deild alla vega ekki fyrir neðan 15 sæti. Ég hafði á 2-3 millur til að kaupa. Ég fékk á Free transfer Stuart Elliott (Hull City), Diego Benaglio (VfB Stuttgart), Sunday Oliseh (Dortmund), Guly (Inter) og Stephen Caldwell (Newcastle). Ég keypti svo Lee Grant (Derby 350k) og Rohan Ricketts (1.5 millur). 2. des fékk ég Orra Frey Óskarsson (Þór) og 1. jan Johan Absalonsen (Brondby) en ég fékk þá báða fría. Guly stóð ekki undir væntingum þannig að ég seldi hann til Parma fyrir 250k í lok janúar.

Deildin
Mér gekk mjög vel í henni. Var alltaf í 3-6 sæti en komst einu sinni eða tvisvar í 2.sæti. ManUtd stungu alla af og unnu með ca 15 stigum. Ég var með rosanlegan enda sprett en úr seinustu 6 leikjunum fékk ég 14 stig af 18 mögulegum. Í næst seinasta leiknum keppti ég á móti Newcastle á þeirra heimavelli, staðan var 0-0 þegar 75 mín voru búnar og ég var búin að missa tvo leikmenn útaf en ég náði að skora tvö mörk á þessum 15 mín og vann leikinn 2-0. Ef Newcastle leikurinn hefði endað með sigri þeirra hefði ég lent 2 sætum neðar.
Loka staða:
Man Utd 87 stig
Liverpool 69 stig
Crewe 67 stig
Chelsea 67 stig
Arsenal 65 stig

Bikarkeppnir
Ég keppti bara tvo leiki í League cup en þeir enduðu Chesterfield 2-1 og Sheff United 1-2 en ég notaði menn sem ekki fá mikið að spila eða ekki neitt venjulega.
Í FA cup gekk mér mjög vel. Ég vann Bradford 3-1, Torquay 2-2 og 2-0 og Cardiff 4-1. Þá var ég komin í 8 liða úrslit og keppti ég þar á móti Wolves, fyrri leikurinn fór 0-0 en seinni 1-1 og þurfit þar vítaspyrnu keppni sem úrslit réðust í bráðarbana.
Í undanúrslitum tapaði ég á móti Aston Villa 2-1 á Old Trafford.

Sterkasta liðið að mínu mati:
GK: Diego Benaglio
DR: Jón Rói Jacobsen
DL: David Vaughan
DC: Steve Foster
DC: Stephen Caldwell
MR: Johan Absalonsen
ML: Graham Fyfe
MC: Rohan Ricketts
MC: Sunday Oliseh
FC: Stuart Elliott
FC: Dean Ashton
Álfukeppnin (Confederations Cup) – England
Ég var í riðli með Brasilíu, Hondúras og Ástralíu. Ég fékk 7 stig af 9 mögulegum en það dugði ekki og unnu brassar riðilinn. Í undanúrslitum vann ég svo Þýskaland 3-0 en í úrslitum tapaði ég á móti Brössum 0-1 en þeir skoruðu úr víti.

Undankeppni HM – England
Þar tapaði ég ekki leik en gerði tvö jafntefli. Ég var í riðli með Póllandi, Albaníu, Búlgaríu, Moldavíu og Færeyjum. Ég vann þennan riðil með 7 stigum. Ísland komst á HM en þeir sigruðu Pólland 5-5 í umpsilinu en þeir skoruðu fleiri mörk á útivelli en þar skoraði Hjálmar þrennu.

Árangur:
1.sæti EM - England
2.sæti Álfukeppni - England
1.sæti 1.deild – Crewe
3.sæti Premier Division – Crewe
3-4 sæti FA Cup - Crewe