Á fyrsta tímabili þá fékk ég 500k til að eyða og hugsaði mér gott til glóðarinnar því að ég vissi að Wimbeldon átti enga peninga en frekar sprækan vinstri kantmann að nafni Lionel Morgan og keypti ég hann um leið og Winbeldon fór á hausinn(Bankrupt). Ég sá það fljótt að allir þessu rosaefnilegu sem voru í cm 01-02 voru ekki þarna og sá ég fram á meiri kaup og það voru sem hér segir: Alexandr Filimonov-free, Orri Freyr Óskarsson-26k, Hjálmar Þórarinsson-22k, Sebastien Ruster – 100k, Lionel Morgan - 250k og síðan komu Þórarinn Brynjar Kristjánsson – Free í október og í nóvember kom Jóhann Þórhallsson – Free. Þar sem ég nota 4-4-2 þá var liði mitt eitthvað á þessa leið.
Fettis/Ómar(Gk)
Thelwell(Dr)
Whittle(Dc)
Ande rson(Dc)
Delaney(DL)
Ruster(Mr)
Keates/Grétar(Mc)
P rice(MC)
Morgan(ML)
Orri(SC)
Hjálmar(SC)
Bekkurin var: Filimonov, Hinds, Green, Elliot og Appleby
Mér gekk vel frá byrjun 4-0 á móti Oxford og síðan vann ég og vann og tapaði einum leik í deildini fyrir jól en í bikar keppnum gekk mér skelfilega, datt í í first round í Vans Cup, 3rd round í FA Cup og 2nd round í League Cup. Eftir jól þá gengu til liðs við mig þeir Ómar Jóhannsson - free frá Keflavík og hann Grétar Rafn Steinsson, líka á free, frá ÍA og þá var þetta orðið gott og ég varð langefstur í deildini og Orri var markahæstur með 33 mörk og stóð sig með prýði og það gerði Lionel Morgan einnig og var hann með 12 assist. Ég mæli með að allir sem spila í neðri deildum fái sér Ómar Jóhannsson í markið hann stóð sig rosalega vel þessa 7 leiki sem hann spilaði(var meiddur í 3 mánuði), Grétar Rafn er líka gríðarlega góður hann spilaði 20 leiki og var með 8.05 í einkunn en sem betur fer var bara einn maður sem olli mér vonbrigðum og það var hann Filimonov, ég var að horfa á 2D vélina og ef hann fékk skot á markið þá var boltin í netinu þannig að hann hélt aldrei stöðunni sem keeper.
Þá er það önnur deild mér var spáð að ég yrði bara svona um miðja deild en ég ætlaði mér að fara beint uppí fyrstu deild og þá sá ég það í hendi mér að það þyrfti að styrkja hópinn heldur betur en vandamálið var að ég fékk bara 190k til að eyða. Ég leit á free transfer markaðin og ég sign-aði eftirfarandi leikmenn:
Valerio Di Cesare, Micheal Foley-Sheridan, Garry Flitcroft, Paul Ince sem player/coach, Mbark Boussafa, Stathis Tavlaridis og Didier Domi. Það seldist bara einn og það var Stuart Elliott fór hann til Millwall fyrir 240k, eftir það fór maður á útsölu til Wimbeldon og verslaði þar Jobi McAnuff á 350k.
Breyttist nú byrjunarliðið heldur við þetta, en ákvað að halda mig við 4-4-2 taktík þannig að það leit svona út:
Ómar(GK)
Thelwell(DR)
Tavlaridis(DC)
Di Cesare(DC)
Domi(DL)
McAnuff(MR)
Grétar(MC)
Flitcrof t(MC)
Morgan(ML)
Orri(SC)
Kristján(SC)
Bekkurinn var yfirleitt:Fettis(GK), Anderson,Green, Foley-Sheridan og Hjálmar.
Byrjaði þá fjörið og ég byrjaði á því að vinna fyrstu tvo og gerði svo tvö jafntefli og tapaði fljótt einum en síðan lá leiðin uppávið nema í bikarkeppnum ég datt út í 5rd round í FA Cup á móti Crewe sem unnu 1-0 og ég var brjálaður. Svo datt í út í Vans Trophy 1st round á móti Chesterfield 2-1 og í League cup 2nd round á móti Millwall 2-1. En í deildini var ég orðin efstur eftir tíu leiki og er þar ennþá þar sem eru 10 leikir eftir en það kemur ekki að sök því að ég er orðin Champion. Þar sem af er hefur Orri skorað 55 mörk í 47 leikjum og er með 18 assist og hefur 20 sinnum verið maður leiksins, þetta er bara rugl en vobrigði ársins voru að Didier Domi skildi meiðast í 3 mán með dislocated shoulder ég varð orðlaus síðan hefur hann nánast verið meiddur allt tímabilið
Svona var nú það og vona að þið njótið vel og aldrei að vita að maður nenni að skrifa um framhaldið
EvE er málið