Spilaði eitt nokkur tímabil með Celta de Vigo í jólafríinu og hér er sagt frá því fyrsta. Spann smá sögu utan um þetta allt saman, hafði víst ekkert annað að gera;)
Þetta var allt öðruvísi í þá daga. Það eru um það bil 25 ár síðan en samt man ég þetta eins og það hafi gerst í gær. Að vera kvenmaður í fótboltanum þýddi að maður ætti enga framtíð fyrir sér. En að vera kvenþjálfari í fótboltanum þýddi að maður mætti bara fara norður og niður! Þetta voru erfiðir tímar. Þetta var um það leiti sem að Femínistafélag Íslands var stofnað heima á klakanum. Það hjálpaði mér mjög mikið.
Fædd og uppalin sem manneskja af þremur þjóðernum fékk ég strax mikinn áhuga á fótbolta. Þegar ég átti heima í Svíþjóð sem lítil stelpa æfði ég stíft með Malmö þar á landi og var valin í u76 landsliðið. Þegar ég kom með þær fréttir heim fór allt í háaloft. Faðir minn vildi ekki sjá að ég spilaði með sænska landsliðinu, hann vildi að ég héldi trúnað við föðurland hans, þáverandi Júgóslavíu. Bróðir móður minnar, sem var þá í námi þarna úti og fékk að gista hjá okkur, var heldur ekki hrifinn. Hann varð æfareiður við tilhugsunina um að ég klæddist sænska búningnum. ,,Viltu ekki bara spila fyrir Danina líka?!!” var hann vanur að segja. Ég varð svo ráðavillt að ég gafst upp á fótbolta. Á hverri nóttu grét ég mig í svefn, ég var svo hrædd um að bregðast öllum. Ef ég veldi Ísland þá yrði frændi minn ánægður, en ekki hinir. Ef ég veldi Júgóslavíu yrði faðir minn sá eini ánægði. Og mér grunaði að allir yrðu á móti því að ég veldi Svíþjóð. Ég hafði hvergi fullan stuðning, þó svo að allir vildu að ég héldi áfram að gera mitt besta í boltanum, þannig í nóvember árið 1994 tók ég þá ákvörðun að hætta. Það var of mikið að láta 16 ára gamalt stúlkubarn um að taka svona erfiða ákvörðun á eigin spýtur. Og ég hafði ekki einu sinni fullan skilning á fótboltanum ennþá þannig að mér fannst þetta líka óþarfa áhyggjur hjá þeim.
Þessari ákvörðun minni varð ekki breytt þó svo að margir gerðu tilraunir til þess. Pabbi varð vonsvikinn en mamma var vön að hvísla að mér þessum orðum: ,,Stelpa, stattu á þínu!” Hún mamma var frábær, en út frá þessari ákvörðun minni komu miklir brestir í hjónaband þeirra. Þau rifust dag og nótt, og allt byrjaði það út af því að mamma var ósátt við hve pabbi var ýtinn á mig. Þetta endaði allt með því að pabbi tók yngsta bróður minn, Gabriel, og fór aftur til Júgóslavíu. Mamma varð eftir í Svíþjóð með mig og hin stystkinin mín, í mikilli ástarsorg. Ég man þennan dag mjög vel, þetta var hræðileg upplifun fyrir okkur öll og þá sérstaklega mömmu.
Þegar ég var langt komin með sautjánda árið á ævi minni fór mér að leiðast mjög mikið að búa í Svíþjóð og hugur minn girntist eitthvað annað. Ég fór fram á það að fá að flytja til ömmu minnar á Íslandi, sem var búsett í Garðinum á þeim tíma. Mamma sem aldrei hafði verið söm eftir að pabbi fór, svaraði játandi og þegar júlímánuðurinn gekk í garð flaug ég til Íslands. Flugið var algjört ævintýri, en ég var mjög spennt fyrir því að flytja til Íslands, og svo fékk ég að sytja á milli tveggja algjörra sykurpúða í vélinni. Annar þeirra talaði mjög mikið við mig og var að mér fannst að reyna við mig. Kannski skjátlaðist mér, en allavega kyssti hann mig við lendingu og ég gat sagt að það var besti koss sem ég hef upplifað! En á flugvellinum þurftum við að kveðjast og við tók dvöl mín á Íslandi.
Mér líkaði lífið strax mjög vel á Íslandi, ég var altalandi á íslenska tungu þó ég hafði aldrei búið þar áður. Ég eignaðist frábæra vini í Garðinum og lífið lék við mig. Ég sótti um inngöngu í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hóf nám þar í ágúst. Allt gekk eins og í sögu í 3 og hálft ár, en á þeim tíma lauk ég stúdentsprófi. Á sumrin hafði ég unnið mig upp metorðastigann hjá fótboltafélaginu Fylki, en ég byrjaði með að þjálfa 6. flokk stúlkna en var nú komin með yfirumsjá yfir líkamsrækt meistaraflokks. Í því starfi fólst einfaldlega að fara með flokkinn í líkamsrækt þrisvar í viku og gera æfingaplön sem hæfðu hverjum og einum leikmanni. Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi starf sem gaf mér möguleika á því að vinna mjög náið með góðum fótboltamönnum og þjálfurum.
Árið 1999 lá leið mín í Kennaraháskóla Íslands og lauk ég því námi snemma árs 2003. En ég staldraði ekki miki lengur við á Íslandi í þetta sinn því ég ákvað að fara til Spánar og reyna fyrir mér sem þjálfari yngriflokka stráka í fótbolta. Ég hafði ekki mikla trú á að komast langt í þessu starfi en þetta var það sem mig dreymdi og því vildi ég láta reyna á það.
Ég var 25 ára á þessum tíma og kom ég mér vel fyrir í notalegri íbúð í bænum Vigo. Ég var gjörsamlega ein þarna og þekkti ekki nokkurn mann og þarna reyndi mikið á hugrekki mitt sem og sjálfstæði. Eftir mánaðar dvöl ytra tók ég mig loks saman í andlitinu og sótti um vinnu hjá félaginu Celta de Vigo. Þar var tekið mjög jákvætt í umsókn mína, enda fannst þeim tilvalið að fá kvemann í lið með sér til tilbreytingar. Þar sem ég hafði tekið all marga áfanga á sjúkraliðabraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í öldung og marga kúrsa sem tengdust því sama í Háskóla Íslands, var ég ráðin sem sjúkraliði varaliðsins. Þetta var mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf, reyndar var mjög langt síðan ég hafði skemmt mér svona vel. Ég fékk mikla athygli þar sem ég var eina konan sem starfaði þarna, fyrir utan ritarann, og brátt varð ég þekkt meðal stuðningsmanna liðsins. Ég komst í náðina hjá stjórnarformanninum og brátt fór ég að skrifa reglulega gestapistla sem birtust í blaði stuðningsmannana. Ég fékk gefins ársmiða á leiki liðsins og sat ég á milli stjórnarformannsins og framkvæmdastjórans í stúkunni. Oftar en ekki var sjónvarpsvélunum beint þangað þegar lítið sem ekkert var að gerast inni á vellinum.
En þrátt fyrir alla þessa athygli og góðu móttökur fékk ég líka mikinn mótbyr því ekki voru allir á því að ég sem kona ætti eitthvað erindi innan fótboltafélags. Ég lét ímyndaða skel utan um mig og reyndi að hlusta ekki á þessi orð. Fólk hafði á orði hversu sterk manneskja ég væri, að láta ekki bugast þó sumir væru á móti mér, en ekki er allt sem sýnist. Ég tók þetta allt saman mjög mikið inn á mig og átti í miklum erfiðleikum með geðheilsuna um tíma. En með hjálp mikils metinn sálfræðings í Madrid og Femínstafélags Íslands náði ég mér upp úr þessu öllu og gat haldið áfram að einbeita mér að framanum.
Í september sama ár fóru hlutir aldeilis að breytast í lífi mínu. Á sama tíma og stjórnarformaðurinn,Horacio Gómez, bauð mér stöðu aðstoðar þjálfara þar sem að Carnero var meira og meira frá vegna veikinda sonar síns, komst ég að því að ég var ófrísk eftir einhvern Spánverja. Nú var að duga eða drepast, hvort átti ég að velja? Ég vissi vel að ég gat ekki fengið bæði, ég varð að gera upp á milli. Hvort átti ég að velja framann sem mig hafði alltaf dreymt um og ég hafði unnið hörðum höndum að, eða barn sem var getið eftir einnar nætur gaman með óþekktum Spánverja sem ég hafði hitt á næturklúbbi í Vigo? Ég tók mér vikufrí, fór heim til Íslands, slappaði af í náttúrunni og hugsaði málið. Að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að ég varð að velja framann, þannig að á leiðinni aftur til Spánar kom ég við í Bretlandi og lét eyða fóstrinu. Þessi ákvörðun átti eftir að naga mig mjög mikið, en ég var ekki tilbúin til þess að sitja ein heima með barn sem átta varla föður.
Ég tók því stöðu aðstoðar þjálfara fegins hendi og hóf störf í lok september. Þá var deildin þegar komin vel á veg og Celta menn voru í 5. sæti.
Ég fór á stúfana fyrir framkvæmdastjórann og nældi í þrjá unga og mjög efnilega leikmenn sem hentuðu vel inn í framtíðarplön hans. Þeir voru:
Aleandro Rosi — Roma — 675K
Andrea Consigli — Atalanta — 240K
Oskitz Estefanía — Real Sociedad — 675K
Ágústmánuður hófst og Celta liðið var þá í 6. sæti. Framkvæmdastjórinn sendi mig þá aftur í leit að leikmönnum og var ég mjög ánægð með það. Ég hringdi í vin minn í Barcelona, hann gaf mér upp trúnaðarupplýsingar og daginn eftir flaug ég til hans. Ég horfði á tvær æfingar með Barcelona liðinu og um kvöldmatarleiti sama dags var settur fundur með stjórn Barcelona og mér. Ég tjáði þeim þá hvaða upplýsingar ég hafði fengið, að ákveðinn leikmaður væri falur fyrir rétta verðið, en þessi leikmaður var akkúrat sá sem ég var að leita af sem arftaka Cavallero í markinu. Fundurinn gekk fljótt fyrir sig og þegar ég gekk út úr herberginu hafði ég samið um að fá Robert Enke til liðs við mig fyrir 1 milljón punda. Kaupin gengu hratt fyrir sig og þann 11. ágúst var hann kominn til Vigo og var úthlutað treyju númer 43.
Mánuðurinn leið og staða liðsins fór hrakandi. Þegar nóvember hófst var liðið dottið niður í 9. sæti og var veikindum framkvæmdastjórans kennt um. Í lok nóvember var hann sendur í sjúkrafrí og ég tók tímabundið við stöðunni. Þetta voru miklar gleðifréttir en ég vissi að ég fengi ekki mörg tækifæri ef ég klúðraði einhverju.
Þegar ég stýrði liðinu í mínum fyrsta leik var það dottið niður í 14. sæti. Leikurinn var á móti Murcia úti og tapaðist hann 2-1. Ég sá bersýnilega að það var vörnin sem var að klikka, hún var sífellt að klúðra. Ég týndi því fram einhverja smáaura og þegar leikmannamarkaðurinn opnaði á ný keypti ég:
Jean-Alain Boumsong — Auxerre — 6,25M
Freddie Ljungberg — Arsenal — 1M
Með tilkomu Boumsong styrktist vörnin til muna og hætti að gera þessi klaufalegu mistök. Og tilgangurinn með kaupunum á Ljungberg voru þau að hafa fleiri en að minnsta kosti fimm góða miðjumenn, þannig að auðvelt væri að hvíla og skipta út stöku sinnum.
Seldir leikmenn á þessum tímapunkti voru:
Fernando Gabriel Cáceres — Sevilla — 170K
Juanfran — Valencia — 5M
Eduardo Berizzo — Free transfer
Peter Luccin — Zaragoza — 8M
Vágner — Vasco — 1M
Ég passaði að hafa fjárhagsstöðuna alltaf frekar örugga og tók ekki neinar áhættur. Í lok desember var fjárhagurinn í góðum málum, en ég átti ennþá um 7M til að eyða í leikmannakaup. Ég ákvað að eyða því ekki strax þar sem engin þörf var á því.
Hægt og bítandi tókst mér að koma liðinu upp töfluna aftur, en það kostaði þó svita og blóð. Um jólavertíðina var meiðslalistinn nær fullur hjá mér og var erfitt að setja saman gott lið til að spila.
Við bestu aðstæður var liðið hjá mér svona:
GK: Cavallero
DL: Sivinho
DR: Velasco
DC: Méndez
DC: Boumsong
DMC: Giovanella
MC: Gustavo López
ML: Mostovoi
MR: Edú
FC: Cathana
FC: Jesuli
Þetta var talsvert breytt lið frá því sem að var notað í byrjun leiktíðar en svona fannst mér það best. Savo Milosevic hafði hingað til ekki verið í náðinni hjá aðdáendum liðsins né stjórninni einhverra hluta vegna, en ég hálf vorkenndi honum og færði hann aftur upp í aðalliðið. Hann er sem kunnugt er frá Júgóslavíu og því náðum við mjög vel saman og ég sá framfarir hjá honum á hverri einustu æfingu.
Í janúar tók ég loks af skarið og lýsti því yfir í bæjarblaðinu að ég ætlaði að láta Savo byrja inná í næsta leik, sem var heimaleikur gegn Mallorca. Á þeim tíma stóð liðið í stað í deildinni, í 7. sæti, sem var svo sem alveg ástættanlegt en þó vildi ég betri árangur.
Leikurinn gegn Mallorca byrjaði fjöruglega en mikil spenna var í loftinu. Miklar umræður höfðu verið fyrir leikinn hvort ég væri að tapa mér með því að gefa Savo tækifæri, og sumir töluðu um að þetta væri hreinn og beinn klíkuskapur þar sem við áttum bæði ættir að rekja til fyrrum Júgóslavíu. Á 2. mínútu skoraði Cathana mark sem dæmt var af vegna bakhrindingar. En strax á 4. mínútu dró aftur til tíðinda þegar Savo Milosevic var felldur innan vítateigs og fékk vítaspyrnu. Alexander Mostovoi tók hana og skoraði af miklu öryggi. Því næst skoraði Savo Milosevic sjálfur á 27. mínútu og í kjölfarið skoraði markaskorarinn Jesuli líka. Hann bætti svo við tveimur mörkum í viðbót í seinni hálfleik og fullkomnaði þrennuna. Sebastien Mendéz var svo rekinn útaf rétt fyrir leikslok en það kom ekki að sök því að Savo Milosevic gulltryggði sigurinn með stórleik. 6-0 voru lokatölur. Þessi sigur færði liðið upp í 5. sæti sem var fagnað í gríð og erg.
2. febrúar var famkvæmdarstjórinn endanlega leystur frá störfum vegna mikilla veikinda sem virtust hrjá hann og var ég ráðin til þriggja ára. Þessu var fagnað um gervallan bæinn og var ég virkilega hreykin með það traust sem stjórnin sýndi mér með þessu.
Þá voru 22 leikir búnir í deildinni og ég var í 5. sæti með 39 stig. Ég var nýlega dottin út úr spænsku bikarkeppninni en var ennþá í Meistaradeildinni, var komin alla leið í 16 liða úrslit en dróst á móti Man Utd. þannig að vonin var kannski ekki svo góð.
En áfram hélt deildin og næstu 12 leikir voru svona:
A — Málaga > 2-0
H — Valencia > 3-2
A — Zaragoza > 3-0
H — Man Utd. > Ég stillti upp mínu sterkasta liði gegn þeim en nokkrir voru þó meiddir. Cavallero var tognaður í ökkla og því tók Enke hans stöðu. Á miðjuna vantaði líka Edú og Cathana sem var mikill missir fyrir liðið. Man Utd. byrjuðu betur og skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik. Giggs og Nistelrooy voru þar á ferð. En í hálfleik stappaði ég stálinu í mína menn og Jesuli jafnaði með tveimur mörkum snemma í seinni hálfleik. Þannig varð lokastaðan í leiknum. Ég var svo sem alveg sátt enda varð ég að gera mér grein fyrir því hvaða lið ég var að keppa við, en þó var ég hrædd um að þetta myndi ekki nægja því seinni leikurinn var eftir og hann var á útilvelli.
H — Atlético Madrid > 1-0
A — Athletic Bilbao > 2-3
A — Man Utd. > Þessi leikur var einn sá leiðinlegasti sem ég spilaði á leiktíðinni en ekkert gerðist í honum. Lokatölur voru 0-0 og því komust Man Utd. menn áfram með mörkum á útivelli. Mjög sárt en svona er lífið.
H — Espanyol > 1-1
A — Sevilla > 0-2
H — Albacate > 3-0
A — Villareal > 2-2
H — Racing Santander > 1-0
Þegar þessum leikjum var lokið var kominn apríl, 32 leikir í deildinni búnir og henni alveg að fara að ljúka. Ég var þá komin með Celta upp í 3. sæti með 59 stig en Real Madrid leiddu deildina með 65 stig.
5 leikir voru þá eftir og hafði ég mjög góða möguleika á því að ná 2. sætinu sem Deportivo vermdi, en aðeins 2 stig skildu liðin að. Og svo skemmtilega vildi til að næsti leikur var einmitt á móti Deportivo.
Stemmningin var gríðarleg og völlurinn var troðfullur af æstum áhorfendum sem til skiptist kölluðu uppörvandi orð til sinna liða. Heimamenn í Deportivo hófu leikinn en lítið sem ekkert gerðist fyrstu mínúturnar. Fyrri hálfleikur rann út og áhorfendurnir voru orðnir frekar daufir. En í seinni hálfleik komu allt önnur lið inn á völlinn og hart var barist. Liðin fengu góð marktækifæri til skiptis og skoraði lið Deportivo tvö mörk sem bæði voru dæmd af vegna rangstöðu. Allt var að verða vitlaust og þurfti dómarinn að stoppa leikinn í tvígang vegna áhorfenda sem hlupu inn á völlinn. Leikurinn virtist ætla að enda með markalausu jafntefli þegar markahrókurinn Jesuli braust inn fyrir fimm manna vörn Depor og skoraði örugglega í fjærhornið. 1-0 og allt sauð upp úr. Sem betur fer voru aðeins 4 mínútur eftir af leiknum og ekkert markvert gerðist eftir þetta.
Þar með var lið mitt búið að stinga sér upp í 2. sæti deildarinnar með 62 stig. Real Madrid var búið að auka forystu sína með sigri á Valencia í seinustu umferð. Næstu leikir fóru sem hér segir:
H — Valladolid > 1-0
H — Osasuna > 2-0
A — Real Madrid > 4-4
H — Real Sociedad > 5-0
Þar með var deildin búin og Real Madrid búið að tryggja sér sigurinn. Ég gat hins vegar verið mjög sátt við mitt og mína, endaði í 2. sæti, framar öllum vonum, með 73 stig.
Ég varð í 2. sæti í kjöri um framkvæmdarstjóra ársins, Cavallero var markmaður ársins og Jesuli var markahæsti maður deildarinnar og hann varð einnig í 2. sæti í kjöri um leikmann ársins.
Svona endaði nú mitt fyrsta tímabil með Celta de Vigo og man ég þessa tíma eins og gerst hafi í gær. Eftir þetta tímabil jukust vinsældir mínar og tekjurnar urðu hærri og hærri. Gaman er að segja frá að ég fékk töluvert mikið af bréfum frá aðdáendum og var oft beðin um að koma á ýmsar samkomur, sem og ég gerði. Góður vinur minn sagði mér sumsé eitt sinn að best væri að stunda félagslífið mjög grimmt er maður væri í framaleit. Ég fór að hans ráðum og fannst virka ágætlega. Verst er að hann er ekki hér lengur, ég hefði viljað þakka honum betur fyrir.
En nú eru um 25 ár síðan þetta var og ég hef þroskast mikið síðan. Ég sé margt sem ég gerði vitlaust en ég sé líka margt sem ég gerði mjög vel.
Æfingin skapar jú meistarann.. nema maður sé meistari fyrir, og það var ég svo sannarlega ekki í þessu tilfelli.