![Sunderland [CM 03-04]](/media/contentimages/10035.jpg)
[Season 03/04]
Stjórnin krafðist þess að ég myndi komast upp og ég stefndi auðvitað á það. Ég hafði ekki mikla peninga til þess að kaupa leikmenn en samt sem áður einhverja. Ég ákvað að reyna að fá unga gaura í liðið og að sjálfsögðu selja einhverja sem ég hafði ekki not fyrir.
Keyptir:
Alexandre Song, 275 k
Robin Fabe, frítt
Hjálmar Þórarinsson, 30 k
Orri Freyr Óskarsson, 45 k
Tom Huddlestone, 450 k
Þórarinn Kristjánsson, frítt (Bosman)
Seldir:
Michael Proctor, 1.3 milljón
Thomas Myhre, 100 k
Deildin byrjaði frekar illa en ég klifraði upp hana hægt og bítandi og eftir u.þ.b. 20 leiki var ég kominn á toppinn. Ég náði að sjálfsögðu að halda þessu sæti framm á lok tímabilsins og vann að lokum deildina með yfirburðum. Í FA Cup gekk mér ekki nógu vel og datt ég út í 3. umferð, mjög svekkjandi. En það bætti mjög úr skák að ég náði mjög langt í League Cup og komst ég þar í úrslit á móti Chelsea og vann ég þann leik öruggt 3-0, Sunderland þar með komnir í UEFA Cup. Þessum góða árangri má að miklu leiti að þakka frammherjunum mínum þeim Orra og Tóta en samtals skoruðu þeir 105 mörk yfir tímabilið sem var alveg ótrúlegt.
[Season 04/05]
Stjórnin gaf mér 1,7 milljón til þess að halda mér uppi, sem mér fannst nú ekki sanngjarnt því klúbburinn átti 17 milljónir, en hvað um það. Í byrjun tímabils setti ég mér það markmið að vera um miðja deild, komast sem lengst í UEFA Cup og reyna að vinna FA Cup eða League Cup sem yrði fínn árangur. Ég ákvað að næla mér í nokkra unga og losaði ég mig einning við marga sem ég vill ekki telja upp því þeir voru nokkuð margir.
Keyptir/Lán:
Gauthier Diafutua, 275
Paul Ince, frítt
Lionel Morgan, 775 k
Samuele Dalla Bonna, lán
David Bellion, lán
Kirean Richardson, lán
Seldir:
Tommy Smith, 500k
Ben Clark, 100k
Deildin gekk alveg ótrúlega vel, fyrstu leikina var ég um miðja deild og svo þegar u.þ.b. 20 leikir vour búnir var ég kominn í 2. sæti, á eftir Arsenal sem voru langefstir. Ég var bara mjög sáttur við það að vera í 2. sæti og hugsaði með mér að það yrði rosalega góður árangur ef ég myndi ná að halda þessari stöðu. Ég endaði svo í 2. sæti með 80 stig, alveg ágætur árangur á fyrsta tímabilil. Ég endaði svo með markatöluna 109 – 45.
UEFA Cup:
1. Umferð: Rapid, 4-1
2. Umferð: Marseille, 6-1
3. Umferð: Juventus: 2-3
League Cup:
3. Umferð: Cardiff 3-1
4. Umferð: Aston Villa, 2-1
5. Umferð: Blackburn, 1-3
FA Cup:
3. Umferð: Newcastle, 3-0
4. Umferð: Peterborough, 5-0
5. Umferð: Man Utd, 2-0
6. Umferð: Everton 1-0
7. Umferð: Aston Villa, 2-1
8. Umferð: Wolves, 3-1
Áhangendur og stjórnin voru skiljanlega mjög ánægð með þennan árangur sem og ég. Nú var Sunderland orðið eitt af stóru liðum Englands, komnir í Meistaradeildina og til alls líklegir á næsta tímabili.
Bæði tímabilin spilaði ég taktína hans [GGRN]Najhan, algjör súper taktík. Maður skorar alveg óhemju mikið með henni!
Sterkasta liðið mitt var svona:
GK: Maart Poom
DL: Julio Arca
DR: Stephen Wright
DC: Joachim Bjorklund
DC: Gary Breen
ML: Lionel Morgan
MR: Matthew Piper
DM: Colin Healy
MC: Sean Thornton
FC: Þórarinn Kristjánsson
FC: Orri Freyr Óskarsson
Leikmaður ársins var Þórarinn Kristjánsson.
Hér koma svo yfirburðamennirnir:
Þórarinn Kristjánsson – 66 mörk
Orri Freyr Óskarsson – 34 stoðsendingar
Þórarinn Kristjánsson – 20 maður leiksins
Orri Freyr Óskarsson – 8.56 í meðaleinkunn
Takk fyrir.