Jólafríið gaf manni loksins smá tíma til að koma sér almennilega inní þessa nýjustu útgáfu af leiknum og ætli flestir séu ekki sammála um að þetta sé útgáfan sem átti að koma út fyrir ári síðan, enda var cm4 alger hörmung þrátt fyrir alla plástrana.
En hvað um það, þessi grein mín á ekki að vera neitt væl. Til að hafa svolítið gaman af þessu ákvað ég að taka við miðlungs-slöku 1. deildar liði og sjá bara til hvernig færi. Leist vel á Cardiff (af hverju mega lið frá Wales vera með í ensku deildunum en ekki skosk lið?) og tók við þeim. Þar á bæ voru menn alls ekkert að springa úr sjálfstrausti og stjórnin gerði þær hógværu kröfur að liðið sýndi smá lit í væntanlegri fallbaráttu. Eftir að hafa kynnt mér væntingat stjórnarinnar og stuðningsmanna (sem leist satt að sagja ekkert sérlaga vel á mig!) leit ég á hópinn þá verð ég að viðurkenna að mér leist ekkert sérlega vel á blikuna. Það er aðeins eitt orð sem lýsti þessum leikmannahóð…Meðalmennska. Ég þurfti greinilega að finna einhver ráð til að stykja hópinn. Sem betur fer voru fjármálin í þokkalegu lagi og ég hafði ca. 2.6m. punda til að búa til lið sem stæðist West Ham, Sunderland og hinum “stórlöxunum” snúning. Ég fór beinustu leið út á markaðinn og ákvað að leita frekar að ungum efnilegum strákum enda stefndi allt í erfitt tímabil hvort sem var og engin ástæði til að hafa of miklar áhyggjur af baráttu um úrvalsdeildarsæti þetta tímabilið. Fyrst náði ég í 16 ára guttana Lee Holmes og Andrew Hall frá Derby og Coventry. Svo tók við heilmikil barátta um fjöldann allann af efnilegum Dönum, Norðmönnum og Íslendingum. Í hvert skiptið sem ég bauð í einhvern ódýran unglinginn, þá var eitt af stórliðum Evrópu mætt á staðinn til að bjóða þeim gull og græna skóga. Þannig missti ég af Jökuli Elísabetarsyni til Chelsea, Albert Ásvaldssyni til Atletico Madrid, Jan Kristiansen til Aston Villa og Jóhanni Þórhallssyni til Barnsley (ok, Barnsley er kannski ekki stórlið, en það var a.m.k. lítill áhugi hjá þessum strákum á að flytjast til Wales). Þetta eru bara nokkur dæmi og það gerði leikinn mun skemmtilegri að standa í þessari baráttu. Á endanum náði ég þó í nokkra þokkalega leikmenn. Á móti þurfti ég að selja nokkra reynslubolta til að draga úr launakostnaðinum.
Svona lítur innkaupalistinn út hjá mér:
Keyptir inn:
AM/F L Lee Holmes (Derby) 450k
AM R Andrew Hall (Coventry) 240k
AM C Sören Christensen (NFA) 28k - Ekki farinn að gera neitt ennþá
SC Hjálmar Þórarinsson (Þróttur) 22k - Bestu kaup ársins
AM/F RLC Alexander Farnerud (Landskrona) 1.4m - Þið þekkið hann
M LC Antti Okkonen (MyPa) Free -
D R Danny Allen-Page (Brentford) - Fylgdi með sem skiptimynt í lekimannakaupum og vann sér stax byrjunarsæti!!
Anton Ferdinand (West Ham) 500k - Ansi efnilegur og fínn varamaður.
Ég seldi leikmenn fyrir 260k, eins og ég sagði aðallega til að losna við menn sem ég vissi að ég myndi ekki nota og voru að fá of hátt kaup.
Tímabilið byrjaði svosum ekki með neinum sérstökum látum. Æfingaleikirnir í byrjun tímabilsins voru reyndar alger hörmung og það hvarflaði reyndar að manni að segja af sér þegar Oldham hafði tekið okkur í bakaríið 0-3 !! Oldham!!!!
Ad 6 æfingaleikjum tókst okkur að tapa 4 og gera 2 jafntefli. Engin furða að litlar væntingar voru gerðar til liðsins.
Deildin byrjaði svo með sama hætti og æfingaleikirnir þar sem við töpuðum 2-3 fyrir Crewe. Okkur tóskt þó að skora 2 mörk í leik sem hafði ekki tekist fyrr undir minni stjórn, þannig að kannski voru hlutirnir á réttri leið. Svo tók við meðalmennskan sem maður hafði svosum átt von á. Ljósu punktarnir voru þeir að ungu mennirnir voru að standa fyrir sínu með Farnerud í fararbroddi og okkur hafði tekist að forðast að vera rasskelltir af stærri liðunum í deildinni. Við náðum meira að segja að hefna okkur á Oldham í annarri umferð deildarbikarsins með 4-0 sigri þar sem fyrrverandi Þróttarinn Hjálmar skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið. Fram að jólum gekk þetta svona hálf brösulega hjá liðinu. Vorum sífellt á rólinu í kringum 10 til 13 sætið, en aldrei neitt rosalega langt frá úrslitakeppnissætum.
Svo gerist eitthvað yfir hátíðirnar. Liði fór að smella saman og drengirnir fóru að spila eins og englar. Ungu drengirnir fengu gífulegt sjáfstraust og gömlu durgarnir smituðust af leikgleði þeirra Farnerud, Hjálmars og Lee Holmes. Liðið vann báða Jólaleikina og hélt áfram ósigrað út allan janúarmánuð (aðeins 1 jafntefli). Vendipunkturinn var líklega 3-2 útisigur gegn Bradford þar sem Hjálmar setti inn öll mörkin. Eftir það var ekki aftur litið og með mikilli þrautsegju og frábærum endaspretti tókst liðinu að ná 5. sæti í deildinni og komst þar með í úrslitakeppni þar sem Sunderland biðu spenntir eftir okkur.
Fyrri leikurinn, á heimavelli byrjaði frekar illa og við lentum snemma undir 0-1, en 2 mörk frá Hjálmari sem kom inná í hálfleik gáfu okkur a.m.k. smá séns í seinni leikinn sem við vissum þó að yrði mun erfiðari. Síðari leikurinn var reyndar ekki mikið fyrir augað þar sem við spiluðum afar leiðinlegan varnarleik framan af, en neyddumst þó til að sækja eftir að hafa lent aftur 0-1 undir, en undir lokin kom þó jöfnunarmarkið og úrslitaleikurinn beið okkar á “heimavelli” í Millennium Stadium í Cardiff.
Þar voru andstæðingar okkar aðrir fyrrverandi úrvalsdeildarmenn sem ætluðu sér að valta yfir litlu stráklingana frá Cardiff. West Ham ætluðu sér greinilega ekki að stansa lengi við í 1. deildinni og töldu sig heldur betur hafa dottið í lukkupottinn þegar í ljós kom að Cardiff hafði slysast inn í úrslitaleikinn. Mikil spenna var í loftinu og fjöldinn allur af mistökum átti sér stað. West Ham komst yfir bæði 0-1 og 1-2 en í bæði skiptin tókst okkur að jafna. Svo þegar allt stefndi í framlengingu og áhorfendur farnir að velta jafnvel vítaspyrnukeppni fyrir sér, þá kom Hjálmar enn einu sinni liðinu til bjargar og skoraði sigurmarkið á 94. mínútunni og annað mark sitt í leiknum. Leikmenn West Ham ætluðu varla að trúa sínum eigin augum og fjödlinn allur af fullorðnum mönnum frá Lundúnum grétu eins og smábörn, en draumur Cardiff var orðinn að veruleika og Úrvalsdeildarsæti í höfn.
Byrjunarliðið var eitthvað á þessa leið (spilaði attacking 442)
GK N Alexander
DR D Allen-Page
DL C Barker
DC J Collins
DC D Gabbidon og R Weston
MR R Langley
ML L Holmes
MC G Whalley
MC G Kavanagh og Okkonen
F A Farnerud og R Earnshaw
F H Þórarinsson og A Lee
Fans Player of the year: A. Farnerud
Top goalscorer: H. Þórarinsson - 22
Most assists: A. Farnerud - 14
Most man of match: H. Þórarinsson: 6
Highest average rating: A. Farnerud: 7.15
Þetta er semsagt smá lýsing á einu skemmtilegasta tímabili sem ég hef spilað í CM. Það vantar kannski inn í þetta að ég náði mér líka í Eyjólf Sverrisson sem aðstoðarþjálfara í janúar og hann er með ansi fínar “stats”. Svo samdi ég við John Welsh hjá Liverpool um að koma yfir í lok tímabilsins. Núna er ég rétt að byrja fyrsta tímabilið í úrvalsdeildinni (búinn með 2 æfingaleiki sem hafa gengið álíka vel og árið áður;) ) og hef náð í þessa menn til að styrkja liðið:
D C Stephen Caldwell (Newcastle) 7k
DM RC John Welsh (Liverpool) 725k
AM/F L Aboubaka Fofana (Millwall) 70k
SC Jimmy Floyd Hasselbaink (Chelsea) 205k
GK Jelle ten Rouwelaar (PSV) 500k
Hef ekki nennt að fara yfir innsláttarvillur þannig að ég vona að þið fyrirgefið.
Gleðileg jól.