Ég varð nokkuð spennur þegar ég sá grein nokkra hér á þessu áhugamáli, um að fara að keppa í CM. Nánar tiltekið að allir þeir sem vildu keppa myndu taka við Boston Utd.
Eins og ég sagði vear ég spenntur þannig að ég dreif mig í CM og gerðist stjóri Boston. Ég bjóst við erfiðu verkefni og til að byrja með virtist ég á réttu að standa. Ég gat keypt fyrir u.þ.b. 30 K, minnir mig en ég gat ekki fengið neinn lánaðann, þ.e.a.s. það vildi enginn koma. Fyrstu mánuðina gekk illa, ég var reyndar bjartsýnn eftir tvo fyrstu leikina en ég vissi ekki hvað við áttum von á. Jafntefli og sigur í fyrstu tvem deildarleikjunum en reyndar tapaði ég fyrir Stoke City í bikarnum á milli, í kjölfarið fylgdu þrír ósigrar og við í 21 sæti. Útlitið var alls ekki gott! Við náðum nokkrum jafnteflum en síðan töpuðum við til skiptis en svo kom góður sigur á Huddersfield í Vans trophy keppninni og Tamworth í FA bikarnum. Við náðum síðan að vinna heila 7 deildarleiki í röð og ástandið eitthvað að braggast.
Í vans trophy kepninni náði ég að vinna Huddersfield, Barnsley, Hull, Stockport og Tranmere á leið minni í úrslita leikinn, og hann átti eftir að verða afar stessandi en góð skemmtun. Við kepptum við Rushden fyrir framan um 22500 áhorfendur. Við skoruðum alveg í byrjun leiksins en þeir jöfnuðu á 3. mínútu. Við náðum aftur forystu á 40. mínútu en aftur jöfnuðu þeir, núna fjórum mínútum seinna. Þeir komu síðan sterkari til leiks í seinni hálfleik og uppskáru mark á 55 mínútu. Varamaðurinn minn skoraði síðan þegar venjulegur leiktími var liðinn. Spennan í hámarki en ég hélt að þetta væri búið þegar þeir skoruðu í framlengingunni en við svöruðum að bragði og úrslitin urðu því að ráðast í vítaspyrnu keppni þar sem leikurinn endaði 4-4. Bæði liðin skoruðu úr fyrstu spyrnunum, við byrjuðum að taka og skoruðum úr annarri spyrnunni, þeir aftur á móti klúðruðu sinni. En næsta víti tók 16 ára gutti sem er afar efnilegur, en hann réð ekki við spennuna á skaut í slánna. Þeir jöfnuðu og síðan skoruðu bæði lið úr spyrnunum sínum. Nú var komið að seinasta spyrnumanni mínum, leikmaður sem ég var nýbúinn að kaupa, því miður klúðraði hann! En sem betur fer skoruðu þeir heldur ekki. Annar leikmaður sem ég var nýbúinn að fá tók fyrsta vítið í bráðarbananum og viti menn, hann skoraði. Nú var bara eftir að sjá hvort hinir næðu að skora, en þeir klikkuðu og við unnum því Vans Trophy :).
Mér gekk ágætlega í FA bikarnum líka en þar komst ég í 4. umferð og mætti þar Newcastle sem reyndust vera ofjarlar mínir en það þurfti tvo leiki til að skera um sigurvegarann. Fyrri leikurinn fór 1-1 og ég verð að segja það, eða reyndar skrifa það að við vorum betri í leiknum. Í seinni leiknum voru þeir mun betri aðilinn og við vorum heppnir að fara heim með 2-1 ósigur á bakinu.

Þið sem hafið lesið hingað hafið kannski tekið eftir því að ég hef ekki nefnd neitt nafn í textanum, ég ætlaði allaveganna ekki að gera það. Þið spyrjið: af hverju? Af því að ég vil ekki gefa of mikið upp. Ég get sagt að ég notaði leikkerfið 4-5-1 fyrst en breytti síðan í 4-1-3-2 og það virkaði eins og í sögu. Reyndar virkaði það svo vel að fyrstu fimm leikina sem ég notaði það vann ég 2-0, 7-0, 9-0, 5-0 og 4-0. Ég skipti um training kerfi á miðju tímabili og það svona svínvirkaði eins og leikkerfið. Ég held ég geti sagt ykkur að Boston Utd. unnu deildina og ég var kosinn Stjóri ársins.
Það er auðvitað fullt af efni sem ég skrifaði ekki um en geri það kannski seinna, eins og hvaða leikmenn ég hafi fengið til liðsins. En ég vildi nú bara monta mig aðeins af árangri mínu sem er reyndar alls ekki lokið, því ég held áfram með Boston. Ég held reyndar að það hljóti að vera að einhver sé búinn að gera betri hluti með þetta lið og einhverjir séu komnir miklu lengra en bara fyrsta tímabil, en eins og ég skrifaði hér fyrr þá vildi ég aðeins monta mig áður en einhver skrifar um betri árangur.

Endilega skrifið comment og/eða hvernig ykkur gengur með Boston.

Takk fyrir mig í bili.