Daginn.

Jæja ég ætlaði að prufa að taka við ,,miðlungsliði" í ensku deildinni og komu 3 lið fyrst upp í hugann þegar að ég ákvað ég ætlaði að gera. Aston Villa, Tottenham og Newcastle. Auðvitað eru
þessi lið ekki léleg en þau eru heldur ekki í toppklassa. Newcastle varð fyrir valinu því að ég heillaðist af ungu strákunum í liðinu, Jenas og Chopra fremstir í flokki. Tek það fram að ég bjóst ekki við neinu af þessu liði þegar að ég startaði leiknum.

Ætla að sleppa spunanum í kringum þetta, segjum að Robson gamli hafi bara hrokkið upp af eftir að hafa fallið af þaki heima hjá sér við að festa upp sjónvarpsloftnet og mjaðmagrindarbrotnað og gamli gráni ekki ráðið við áfallið og gefið upp öndina.

Nú ráðinn var ég hjá Newcastle, við lítinn fögnuð áhangenda liðsins, sem að fundust stjórnin vera að taka óþarfa áhættu því að liðið var ungt en samt orðið vel þjappað saman og með trygga stöðu í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar.

Einhvað varð ég nú að gera til að vinna hylli múgsins og stjórnarinnar og setti ég mér því það markmið að ná top 3 í deildinni og komast í gegnum riðlakeppnina í meistaradeildinni. Það átti nú aldeilis eftir að rætast.

Fékk 9 millur til leikmannakaupa og setti mér það markmið að ég ætlaði að byggja upp ungt og kraftmikið lið og réðst því í að skoða leikmenn í u21 landsliðum og í litlum félagsliðum um allann heim.

Menn keyptir:
Mexés frá Auxerre - 2.5 millur - leist vel á hann og hafði heyrt góða hluti um hann.
Kristiansen frá Esbjers fB - 1 milla - Vinur minn er danskur og er þar af leiðandi með æði fyrir dönskum einstaklingum í leiknum og var að skáta u21 landsliðið hjá Danmörku og kom auga á þennann snilling. Keypti hann til að prufa hann.
Arteta frá Rangers - 3.8 millur - Starletið hafði ég heyrt mikið um, skaut Everton, Tottenham og Valencia ref fyrir rass og húkkaði drenginn.
Singh frá Skjold - 85k - 16 ára unglingur, virkilega promising, setti hann beint í u19 squad.

Einnig reyndi ég að krækja í Ian Murray frá Hibs og Ivica Olic frá fresnikresni en Olic kaus Everton fram yfir mig og Murray fór til Arsenal í láni til loka tímabilsins. Fleiri leikmenn þurfti ég ekki þar sem að ég ætlaði að byggja liðið að mestu upp á leikmönnum sem að voru nú þegar til staðar.

Seldi aðeins einn leikmann, Nolberto Solano fyrir einhvað smotterí.

Leikkerfið sem að ég nota hugsaði ég upp sjálfur, hef í rauninni aldrei notað neitt sérstakt leikkerfi fyrren ég hóf að prófa mig áfram með hinum ýmsu uppstillingum og player orders og sonna. Spila með liðið í Gung Ho, Centerar með ultra defensive, bakverðirnir í defensive og Midcenterarnir með normal hugarfar. Setti bara crossing á wingerana og through balls á MC. Forward runs á strækerana. Svo setti ég allt liðið á Man marking og allt liðið á always close down. Spilaði 4 4 2.

Byrja tímabilið á 5 vináttuleikjum við einhver skítalið, fóru allir 4 - 0 fyrir mér nema einn þar sem að ég tapaði 3 - 0 á móti AB.

Í deildinni byrjaði ég smá svona brösulega en vann mig upp töfluna í fyrstu 10 umferðunum og var að lokum á topnnum eftir 10 umferðir rétt á undan Arsenal, Aston Villa, Man U, Tottenham og Everton. Það sem að kom mér mest á óvart var frammistaða Shola Ameobis, skoraði 21 mörk í 7 leikjum. Á þessum tímapunkti var ég að byrja í erfiðu leikjunum, búinn að spila við 10 neðstu liðin á töflunni og átti restina eftir fyrir áramót.

Í umspilinu fyrir meistaradeildina lenti ég á móti GAK. Vann þá örugglega 7 - 1 samtals og lenti í riðli með Stuttgart, Inter og Rosenborg. Riðillinn reyndist biti af köku, uppstillingin mín og hvernig ég lét liðið spila skilaði sér ótrúlega vel með þessu liði, þó að vörnin væri aðeins hikstandi í byrjun tímabilsins. Vann alla leikina í riðlinum og þá má helst nefna að ég negldi inter 6 - 0 á útivelli.

Nú heppni minni samkvæmt lenti ég á móti Man U í bæði FA og League cup í fyrstu umferð og datt ég útúr báðum, FA í vítaspyrnukeppni og League tapaði ég 3 - 2 eftir að hafa komist 2 - 0 yfir. Svekkjandi, og jafnframt fyrstu 2 töpin mín á pappírum.

Í deildinni fór ég að spila mun erfiðari leiki og fóru jafnteflin að verða æ tíðari. 0 - 0 á mót Blackburn og Charlton, 4 - 4 á móti Chelsea eftir að þeir komust 4 - 0 yfir, 2 - 2 vs Aston villa og allt á niðurleið. Þá kickuðu inn 3 helstu hetjurnar á tímabilinu. Michael Chopra 19 ára, Craig Bellamy 24 ára og Aaron Hughes 23 ára. Craig Bellamy skoraði samtals í 4 næstu leikjum á einum mánuði 18 mörk sem að getur varla talist eðlilegt í þessum leik. Aaron Hughes átti hvern stórleikinn á eftir öðrum í hægri og vinstri bakverðinum og var orðinn star player á no time. Chopra skoraði einnig einsog vél á þessu tímabili.

Á áramótum var ég í efsta sæti deildarinnar. Signaði Maxwell frá Ajax og Arna Gaut Arason frá Rosenborg í félagsskipta glugganum.
Komst áfram í útsláttarkeppnina í meistaradeildinni. Þar lenti ég gegn Juventus og vann þá samanlagt 6 - 2. Arsenal drógust síðan á móti mér í Qtr Final og vann ég fyrri leikinn 5 - 3 á heimavelli. Seinni leikurinn var ógeðslegasti leikur í manna minnum. Ég komst 2 - 0 yfir á útivelli og var staðan þannig í hálfleik. Á síðustu 7 mínútum leiksins skoraði Henry 5 mörk, þar af 3 í extra time. Þarmeð var ég dottin út úr Meistaradeildinni. Svekkjandi þar sem að ég keppti einnig við Arsenal í deildinni á þessu tímabili og vann þá 5 - 1. Á þessu tímabili spilaði ég nokkra erfiða leiki, tapaði stórt fyrir Tottenham og Aston Villa en hefndi mín á Man U fyrir ófarirnar í bikurunum og lagði þá 3 - 0 á útivelli og eyðilagði möguleika þeirra á öðru sætinu í deildinni.´

Endaspretturinn var ekki mjög spennandi. Ég tryggði mér titilinn í 3 síðustu umferðinni þar sem að Man U tapaði fyrir Arsenal og ég lagði Birmingham 2 - 1. Titillinn var orðinn að raunveruleika og áhangendurnir og stjórnin í skýjunum. Arsenal vann meistaradeildina eftir mest óspennandi úrslitaleik ever, 0 - 0 vs Milan og aðeins skorað úr einni vítaspyrnu í allri vítaspyrnukeppninni. Tottenham tóku FA og Man U League Cup.

Bestu menn yfir tímabilið:
Craig Bellamy 28(5) apps, 42 goals 8.06 í meðaleinkunn.
Shola Ameobi 33(5) apps, 35 goals 8.21 í meðaleinkunn.
Kieron Dyer 36(2) apps, 7 goals, 8.05 í meðaleinkunn.
Jermaine Jenas 37(2) apps, 7 goals, 8.02 í meðaleinkunn.
Chopra var með 37 mörk í 32 apps og u.þ.b. 7.5 í meðaleinkunn.
Arteta 7.9 meðaleinkunn og einhver 10 mörk og var þar að auki stoðsendingakóngur.

Michael Chopra varð young player of the year, Ameobi varð Player of the year og Fans player of the year, ég varð manager of the year og Bellamy markakóngur. Ameobi orðinn fastamaður í landsliðinu þar að auki sem að er ótrúlegt miðað við það að hann er ekki með neinar tölur í byrjun tímabils.

Senior Squad hjá mér:
Shay Given GK 27 ára
Árni Gautur Arason GK 28 ára
Titus Bramble SW/DC 22 ára
Philipé Mexés SW/DC 22 ára
Jonathan Woodgate SW/DC 24 ára
Andrew Griffin DR 24 ára
Aaron Hughes D/DM L/C/R 23 ára
Olivier Bernard* DL 23 ára
Maxwell D/AM L 21 ára
Jermaine Jenas DM R/C
Mikel Arteta MC 21 ára
Darren Ambrose AM L/R 19 ára
Lee Bowyer AM R/C 26 ára
Kieron Dyer AM/F R/C 24 ára
Jan Kristiansen AM R/C/L 21 ára
Laurent Robert AM L 28 ára
Hugo Viana AM L/C 20 ára
Craig Bellamy F R/C/L 24 ára
Michael Chopra SC 19 ára
Shola Ameobi SC 21 ára


Núna er vel liðið á sumar, mér hefur verið boðið starf við þjálfun ítalska landsliðsins en hafnaði því. Bætti við tveimur leikmönnum, David Marcelo Cortez Pizarro frá Udinese á 11.25 millur og Ahmed Rheda Madouni frá Dortmund á free transfer.

Er að reyna að krlkja í Michael Dawson og Anatoly Timochuk sem að hefur hingað til verið ókaupanlegur í leiknum frá Shaktar.

Framhald ef að svo liggur á mér.