Aldrei átti ég von á að svona góður leikur kæmi út. Eftir að ég prufaði CM 4 þá var ég bara grautfúll yfir hversu margir gallar eru í honum. Hins vegar kom gullið út og það er þessi æsispennandi leikur. Championship Manager 03/04.
Ég er ennþá í mínu fyrsta save-i og er þar með Manchester United. Þetta lið valdi ég einfaldlega vegna þess að ég elska þetta lið.
Allir vita, að topp baráttan nú til dags eru 3 lið. Þar sitja þau lið; Man Utd, Chelsea og Arsenal. Þó að í leiknum virkar það ekki þannig. Þar eru þessi 3 lið + Liverpool og Newcastle.
Ég hafði þó nokkuð mikinn pening og ákvað að finna mér nokkra leikmenn. (Leikmennirnir verða merktir með stöðum sínum og liði (D=Defender, M=Midfielder C=Center).
Fann ég þá 2 Wonderkids(Þeir eru merkir með * og ég mæli með þeim) og aðra mjög sterka spilara þeir eru:
Keyptir leikmenn:
——————————————– —-
John O'Brien (D) (Ajax) - 9,7M (punda)
Lúcio (D) (Leverkusen) - 10,75M (punda)
Diego* (M) (Santos) - 15M (punda)
Maxwell (D/DM) (Ajax) - Free (punda)
Carlos Tevez*(C)(Boca) - 23M (punda)
———————————————- –
Ég stillti liðinu upp í 4-4-2 og var það eftirfarandi:
GK: Tim Howard
DR: Gary Neville
DL: Mikaël Silvestre
DC: Rio Ferdinand
DC: Lúcio
MR: Cristiano Ronaldo*
ML: Ryan Giggs
MC: Kléberson
MC: Diego
FC: Ruud Van Nistelroy
FC: Carlos Tevez
„Munið, að ekki gat ég spilað með þetta lið endalaust vegna meiðsla og fleira!“
Úff með þetta lið var ég bara óstöðvandi eftir að leikmennirnir fundu samspilið sitt. Ég vann Arsenal 2-1 og voru það þeir Ryan Giggs og Nistelroy sem skoruðu mörkin. En þetta byrjaði samt frekar illa í Premier Division. Ég var alltaf flakkandi á milli sætanna 1-5. En fljótlega fann ég minn rétta stað og hélt honum þó.
Lokastaðan var þá þannig:
1: Man Utd
2: Arsenal
3: Liverpool
4: Newcastle
5: Chelsea
Já svona frekar skrýtið að Chelsea sé ekki í fyrstu þremur sætunum en þeim gekk eitthvað svo illa.
Ég tók einnig þátt í:
FA cup:
————————————————- -
Semi Final: Man Utd vs Millwall (1-0)
Final : Man Utd vs Stoke (3-0)
———————————————— —
English League Cup:
————————————————- ————-
Quarter Final: Southampton vs Man Utd (0-3)
Semi Final 1st leg: Man Utd vs Coventry (1-0)
Semi Final 2nd leg: Coventry vs Man Utd (1-3) (1-4)
Final : Aston Villa vs Man Utd (1-3)
———————————————— —————
Community Shield:
————————-
Man Utd vs Arsenal (2-1)
————————-
Champions Cup:
————————————————- ————-
Quarter Final 1st leg: Chelsea vs Man Utd (1-3)
Quarter Final 2nd leg: Man Utd vs Chelsea (1-0) (4-1)
Semi Final 1st leg: Man Utd vs FC Bayern (0-0)
Semi Final 2nd leg: FC Bayern vs Man Utd (0-2)
Final : Real Sociedad vs Man Utd (0-1)
———————————————— ————–
Þá er þessu lokið. Og það sem þið sjáið með þessu að allt sem ég tók mér fyrir hendur sem þjálfari, vann ég. Vonandi nutuð þið þess að lesa þessa grein mína, og vonandi skoðiði þessa * leikmenn sem ég keypti. Þetta eru snilldar leikmenn (ef þið vissuð nú þegar ekki af þeim).
Ég þakka kærlega fyrir mig.
Jólakveðjur, Björgvin (derin).
Kveðja, Nolthaz.