Stoke City (CM 03/04) Eftir að ég var rekinn frá Fulham þá reyndi ég að fá starf hjá hinum ýsmu liðum án árangurs. Ég nennti þessu þá ekki lengur og startaði bara nýju seivi og fór í 1. deildina á Englandi. Lið Stoke City varð fyrir valinu. Mér fannst Stoke vera spennandi verkefni og mig langaði til þess að koma þeim upp úr 1. deildinni og gera þá að stóru liði á komandi árum. Ég hafði nú ekki mikinn pening milli handanna en það var eitthvað um 500 þúsund pund. Svo ég keypti nú ekki mikið þessa fyrstu leiktíð en ég fékk til mín sjö leikmenn, ég keypti fjóra og fékk þrjá í lán.

Keyptir:

15.7.2003 Lasse Qvist - Lyngby - 140k
22.7.2003 Hjálmar Þórarinsson - Þróttur - 55k
2.11.2003 Jóhann Þórhallsson - Þór - bosman
5.11.2003 Jóhann Guðmundsson - Lyn - bosman

Þeir sem komu í lán:

Michael Foley-Sheridan - Liverpool
David Bellion - Man Utd
Sebastien Kneissl - Chelsea

Áður en átökin í 1. deildinni tók ég nokkra æfingaleiki og eftir þá var ég fullviss um að við vorum á leiðinni upp. En deildin byrjaði á tapi gegn WBA, 0-1. Svo komu tveir sigurleikir í röð og gekk þetta svona alla leiktíðina. Ég vann og tapaði á víxl og svo komu náttúrulega jafntefli inn í líka. En þegar það voru fjórir leikir eftir þá var í 7. sæti deildarinnar nokkrum stigum á eftir Cardiff sem voru í 6. sæti. Ég mátti ekki við því að tapa í þessum leikjum sem eftir voru og ég hélt að ég kæmist ekki í umspilið þegar ég gerði 3-3 jafntefli við Rotherham. Næsti leikur var gegn Norwich á heimavelli og hann fór einnig 3-3. Á þessum tímapunkti var útlitið fremur svart enda ekki í vænlegri stöðu. Útileikur gegn Bradford. Hann vannst og voru lokatölur 3-6. Núna var ég kominn í 6. sætið og aðeins 1 leikur eftir og hann var gegn Preston á heimavelli. Hann vannst 3-1 og við náðum 5. sætinu og umspili fyrir úrvalsdeildina. Stjórnin var mjög ánægð.

Lokastaða:

1. Sunderland 92 stig
2. Nottingham Forest 90 stig
—————————-
3. Sheffield United 86 stig
4. Coventry 81 stig
5. Stoke 78 stig (116-85 (+31)
6. WBA 77 stig (+18)
—————————-
7. Cardiff 77 stig (+8)

Ég dróst svo gegn Coventry í undanúrslitunum og vannst fyrri leikurinn á Brittania Stadium 2-1 og var það Hjálmar Þórarinsson sem skoraði bæði mörkin. Seinni leikurinn var rosalegur. Ég lenti 4-0 undir og var staðan þannig í hálfleik. Ég bjóst aldrei við því að komast í úrslitaleikinn eftir þessa útreið sem ég fékk í fyrri hálfleik en liðsmenn mínir áttu þvílíkt comeback og náðu að jafna leikinn í síðari hálfleik. Þeir sem skoruðu mörkin voru: Marcus Hall, Hjálmar Þórarinsson og svo var það Jóhann Þórhallsson sem skoraði tvö. Ég komst sem sagt í úrslitaleikinn eftir 6-5 samanlagðan sigur. WBA unnu Sheffield í hinum leiknum og þeir áttu aldrei séns gegn vel skipulögðu liði Stoke í úrslitaleiknum. Hann fór 2-4 og var það Jóhann Guðmundsson sem skoraði eitt mark og David Bellion skoraði þrennu.

League Cup:

1st Round: Stoke 5-2 Nottingham Forest
2nd Round: Stoke 4-2 Leicester
3rd Round: Stoke 2-0 Bradford
4th Round: Tottenham 2-3 Stoke
Qtr Final: Stoke 0-1 Aston Villa

FA Cup:

3rd Round: Bolton 0-1 Stoke
4th Round: Stoke 3-2 Nottingham Forest
5th Round: Stoke 4-1 Chelsea
6th Round: Colchester 2-2 Stoke
6th round rep: Stoke 3-0 Colchester
Semi Final: Stoke 4-0 Carlisle
Final: Aston Villa 3-2 Stoke

Ég notaði bara leikkerfið 4-4-2 og nýttist það mér mjög vel og mitt sterkasta byrjunarlið yfir leiktíðina var svona:

GK: Ed de Goey
DL: Marcus Hall
DC: Paul Williams
DC: Clint Hill
DR: Wayne Thomas
ML: Jóhann Guðmundsson
MC: Kris Commons
MC: Michael Foley-Sheridan
MR: John Eustace
SC: Hjálmar Þórarinsson
SC: Jóhann Þórhallsson

Svona fór fyrsta leiktíðin og Stoke bara komnir í Premier League. Það er framhald á leiðinni og það kemur eins fljótt og hægt er því ég er búinn með leiktíð nr. 2. Endilega segið álit ykkar á árangri mínum sem knattspyrnustjóri Stoke og hvernig greinin var.

Takk fyrir mig
Kv. Geithafur

To be continued…….