
Keyptir:
15.7.2003 Lasse Qvist - Lyngby - 140k
22.7.2003 Hjálmar Þórarinsson - Þróttur - 55k
2.11.2003 Jóhann Þórhallsson - Þór - bosman
5.11.2003 Jóhann Guðmundsson - Lyn - bosman
Þeir sem komu í lán:
Michael Foley-Sheridan - Liverpool
David Bellion - Man Utd
Sebastien Kneissl - Chelsea
Áður en átökin í 1. deildinni tók ég nokkra æfingaleiki og eftir þá var ég fullviss um að við vorum á leiðinni upp. En deildin byrjaði á tapi gegn WBA, 0-1. Svo komu tveir sigurleikir í röð og gekk þetta svona alla leiktíðina. Ég vann og tapaði á víxl og svo komu náttúrulega jafntefli inn í líka. En þegar það voru fjórir leikir eftir þá var í 7. sæti deildarinnar nokkrum stigum á eftir Cardiff sem voru í 6. sæti. Ég mátti ekki við því að tapa í þessum leikjum sem eftir voru og ég hélt að ég kæmist ekki í umspilið þegar ég gerði 3-3 jafntefli við Rotherham. Næsti leikur var gegn Norwich á heimavelli og hann fór einnig 3-3. Á þessum tímapunkti var útlitið fremur svart enda ekki í vænlegri stöðu. Útileikur gegn Bradford. Hann vannst og voru lokatölur 3-6. Núna var ég kominn í 6. sætið og aðeins 1 leikur eftir og hann var gegn Preston á heimavelli. Hann vannst 3-1 og við náðum 5. sætinu og umspili fyrir úrvalsdeildina. Stjórnin var mjög ánægð.
Lokastaða:
1. Sunderland 92 stig
2. Nottingham Forest 90 stig
—————————-
3. Sheffield United 86 stig
4. Coventry 81 stig
5. Stoke 78 stig (116-85 (+31)
6. WBA 77 stig (+18)
—————————-
7. Cardiff 77 stig (+8)
Ég dróst svo gegn Coventry í undanúrslitunum og vannst fyrri leikurinn á Brittania Stadium 2-1 og var það Hjálmar Þórarinsson sem skoraði bæði mörkin. Seinni leikurinn var rosalegur. Ég lenti 4-0 undir og var staðan þannig í hálfleik. Ég bjóst aldrei við því að komast í úrslitaleikinn eftir þessa útreið sem ég fékk í fyrri hálfleik en liðsmenn mínir áttu þvílíkt comeback og náðu að jafna leikinn í síðari hálfleik. Þeir sem skoruðu mörkin voru: Marcus Hall, Hjálmar Þórarinsson og svo var það Jóhann Þórhallsson sem skoraði tvö. Ég komst sem sagt í úrslitaleikinn eftir 6-5 samanlagðan sigur. WBA unnu Sheffield í hinum leiknum og þeir áttu aldrei séns gegn vel skipulögðu liði Stoke í úrslitaleiknum. Hann fór 2-4 og var það Jóhann Guðmundsson sem skoraði eitt mark og David Bellion skoraði þrennu.
League Cup:
1st Round: Stoke 5-2 Nottingham Forest
2nd Round: Stoke 4-2 Leicester
3rd Round: Stoke 2-0 Bradford
4th Round: Tottenham 2-3 Stoke
Qtr Final: Stoke 0-1 Aston Villa
FA Cup:
3rd Round: Bolton 0-1 Stoke
4th Round: Stoke 3-2 Nottingham Forest
5th Round: Stoke 4-1 Chelsea
6th Round: Colchester 2-2 Stoke
6th round rep: Stoke 3-0 Colchester
Semi Final: Stoke 4-0 Carlisle
Final: Aston Villa 3-2 Stoke
Ég notaði bara leikkerfið 4-4-2 og nýttist það mér mjög vel og mitt sterkasta byrjunarlið yfir leiktíðina var svona:
GK: Ed de Goey
DL: Marcus Hall
DC: Paul Williams
DC: Clint Hill
DR: Wayne Thomas
ML: Jóhann Guðmundsson
MC: Kris Commons
MC: Michael Foley-Sheridan
MR: John Eustace
SC: Hjálmar Þórarinsson
SC: Jóhann Þórhallsson
Svona fór fyrsta leiktíðin og Stoke bara komnir í Premier League. Það er framhald á leiðinni og það kemur eins fljótt og hægt er því ég er búinn með leiktíð nr. 2. Endilega segið álit ykkar á árangri mínum sem knattspyrnustjóri Stoke og hvernig greinin var.
Takk fyrir mig
Kv. Geithafur
To be continued…….