Þar sem að frændi minn (alli7) sendi inn mjög athyglisverða grein um Hull City (Sjá http://www.hugi.is/cm/greinar.php?grein_id=16342598) verð ég að senda inn eina um velgengi liðsins Cheltenham undir minni stjórn. En áður en þið lesið lengra bið ég ykkur um að lesa allt eða ekkert :P Og ekki koma með óþarfa comment :D Thx
Tímabilið 2003/2004:
Ég kom á flugvellinn í Cheltenham í 20°gráðu hita og loftið nokkuð rakt. Við útganginn beið Paul Baker formaður liðsins. Hann fræddi mig um stöðu liðsins og fjármálavandræði sem mættu laga, og ekki síst leikmennina. Liðið var ekki lélegt fyrir að vera í 3. deild en völlurinn var ekki í uppáhaldi hjá mér. Hann tók 8 þúsund áhorfendur en aðeins 3200 sæti, sem fækkaði áhorfendunum. Í byrjunarhópnum ( hópurinn sem ég var með frá byrjun, engir keyptir ) voru nokkrir leikmenn sem stóðu upp úr. Í markinu var 34 ára Steve Book, frábær karakter og hálfgerð fyrirmynd fyrir ungu strákana. Í vörnini voru Jamie Victory og Mike Duff, tveir án efa stjörnuleikmenn liðsins. Mike Duff var á þeim tíma valinn í Írska landsliðið. Á miðjunni var Mark Yates, 32 ára miðjumaður með góðann feril að baki og fyrirmynd með Steve Book. Á vinstri kantinum var Grant McCann fljótur og áreiðanlegur strákur sem hjálpaði mikið fyrstu leikina. Á hægri kantinum var Bertrand Cozic, frá Frakklandi en hann var öflugur og átti ekki erfitt með það að halda boltanum fyrir ofan miðju. John Finnigan var einnig með á hægri kantinum en á milli þeirra var vel organíserað rotation system. Framherjarnir voru með þeim betri í liðinu, þ.a.e.s. Paul Brayson og Damian Spencer. Þótti mér þeir standa sig afskaplega vel. En nóg um þá! Ég gat ekki styrkt liðið mikið í fyrstu. Liðið átti 1,000 pund og ekkert af því gat verið notað í leikmannakaup. En heppnin var með mér því að deildin á Íslandi var að hefjast og þá skrapp ég til þess að athuga með nokkra leikmenn sem voru á enda samningsins á sínu félagi. Fyrsti leikmaðurinn sem ég skoðaði var hinn efnilegi Akureyringur Jóhann Þórhallson, sem spilaði með KA, eftir að hafa verið lengi í Þór. Næst fór ég á skagann og nældi mér í reynslu miklann Kára Stein Reynison, í ÍA. Þegar ég kom aftur fékk ég Craig Mackail-Smith á fríu verði, og einnig James Turpin. Fyrir áramót hafði ég selt Grant McCann til Millwalls, Paul Brayson til Wycombe og John Finnigan til Shef Utd. Þá var ég kominn með nóg pening fyrir leikmannakaup og nældi James Dillnutt, Ralf Landgraf, David Hewson og Nicola Dikoumeh.
Eftir að ég seldi Grant McCann kom hinn ungi strákur Graham Fyfe úr skugga hans og gjörsamlega sló í gegn.
Deildin endaði með því að ég tók sigurinn með ‘ease’ og gerði mér lítið fyrir og safnaði inn 114 stigum. En svona leit þetta út
3. deild
1. Cheltenham 114 stig
2. Hull City 106 stig
3. Cambridge 91 stig
Helstu markaskorararnir voru Jóhann Þórhallson (28leikir, 24mörk) og Damian Spencer (45(4)leikir, 35 mörk)
Tímabilið 2004/2005:
Eftir að hafa komist upp um deild og náð til stjórnarinnar fékk ég 300 þúsund pund til leikmannakaupa og gerði mér lítið fyrir og keypti Hjálmar Þórarinson frá Þrótti, Guðjón Aðalstein Guðmundson frá Aftureldingu, Neil Wood frá Man utd, Jonathan Tuffey frá Coventry, Paul McCrink fríann og Alexis Nicolas frá Chelsea. Samtals 110 þúsund pund eydd. Deildin var hörð en ég náði að taka mér til og lenda í fyrsta sæti. Deildin endaði svona:
1. Cheltenham 99 stig
2. Rushden & Diamonds 89 stig
3. Eitthvað lið :P
Tímabil 2005/2006:
Núna var ég kominn í sterka deild og varð að styrkja vörnina til þess að halda mér í deildinni. Ég fékk mér Jon Ostemobor frá Liverpool, Armin Sistek frá Odd Grenland og Karl Corneliuson frá AIK. Ég byrjaði mjög vel og Spencer og Jóhann að spila undursamlega saman og splúndra liðum leik eftir leik. Ég komst í átta liða úrslit í League Cup en ég datt þar út á móti Coventry í vítaspyrnu keppni. En hvað um það, leikirnir gengu létt fyrir sér og var það eins og að smyrja brauð. Núna er ég staddur í fyrsta sæti eftir 27 leiki með 53 stig. Ég mun núna halda áfram með seivið og vonandi kem ég með aðra grein um framhaldið, þar sem ég ætla mér að komast upp í Premier League og gera Cheltenham að heimsklassa liði. Takk fyrir mig :D