Hull City

Lið: Hull City
Land: England
Deild: 3.deild
Völlur: The Circle, 25.404 í sæti
Peningar: 2 millur og 500k til að kaupa

Ég tók við Hull af því að þeir höfðu stóran völl, góð fjárhagsstaða og ágætir leikmenn.

1.tímabil 03/04

Markmiðið fyrir tímabilið var að vinna deildina.

Keyptir, frá 19. júlí til 19. september. Aldur miðað við loka árs 2003
Hjálmar Þórarinsson á 28k, efnilegur framherji, 17 ára(86)
Jón Rói Jacobsen á 50k, góður hægri bakvörður fyrir neðri deildar lið, 20 ára(83)
Jonathan Harkness í skiptum, 18 ára (85), vissi eiginlega ekkert um hann en hann varð betri en ég bjóst við.
Fengir fríir, frá 30. september til 1. janúar
Nicola Dikoumeh notaði hann bara á fyrsta tímabili, 30 ára(73)
Arnar Gunnlaugsson mjög góður notaði hann á vinstri og á miðri miðju, 30 ára(73)
Jóhann Þórhallsson, mjög góður framherji sammt ekki eins góður eins og CM4, 23 ára (80)
Andri Guðmundur Bjarnason, efnilegur varnamaður var nokkrum sinnum í byrjunarliðinu, 22 ára (81)
Ómar Jóhannsson, er markmaður nr. 2 hjá landsliðinu bæði í saveinu og í alvöru var á bekknum næstum allan tíman eftir að hann kom fékk fá tækifæri, 22 ára (81)

Eftir að hafa fengið þessa leikmenn gerði ég mér nú að vinna deildina nokkuð öruglega en ekki var það raunin. Mér gekk mjög vel í Bikarkeppnunum eða vann eina og datt út a móti Man Utd og Liverpool í hinum. Ég var með 5 íslendinga og 2 að þeim voru í byrjunarliðinu.
Hull City höfðu aðeins unnið 1 bikar þegar ég tók við þeim.

Enska 3.deildin
Var í 2.sæti næstum allan tíman en lokastaða var svona, eftir að hafa unnið deildina voru allir í sjönda himni bæði stjórnin og stuðningsmenn.
1. Hull City 105 stig
2. Cambridge 103 stig
3. Torquay 84 stig

FA Cup
Var svoltið óheppin með drátt í 3. umferð.
1.umferð Canvey Island CON 1-0
2.umferð Cheltenham 3.d 1-1 aukaleikur 2-0
3.umferð Liverpool PRM 1-1 aukaleikur 0-2

League Cup
Var mjög ágnægður með frammistöðu minna manna, t.d. þegar ég keppti við Coventry voru þeir í fyrsta sæti í 1. deild og ég í 3.deild.
1.umferð Darlington 3.d 1-1 vító 3-1
2.umferð Wycombe 2.d 3-0
3.umferð Coventry 1.d 2-1
4.umferð Man Utd PRM 1-3

Vans Trophy
Þegar ég keppti á móti Huddersfield gerði ég mér nú ekki vonir að vinna þessa keppni og það voru allir mjög ágnægðir sem studdu Hull eins og gefur að skilja enda fyrsti bikarinn síðan 1966 sem var eini bikarinn.
N-1.umferð Huddersfield 3.d 1-0
N-2.umferð Scunthorpe 3-1
N-8 liða Carlise 3.d 1-0
N-undanúrslit Blackpool 2.d 1-0
N-úrslit Bury 3.d 3-1 og 0-0
Úrslit Bristol City 2.d 2-1

Fans player of The Year: Ben Burgess
Markakóngur: Ben Burgess 27 mörk
Flestar stoðsendingar: Jóhann Þórhallsson
Hæsta meðaleinkunn: Ben Burgess 7,27
Oftast maður leiksins: Ben Burgess 12 sinnum
Ég var valin stjóri ársins í 3.deildinni
Ian Ashbee og Ben Burgess voru valdir í lið ársins í 3.deildinni.

Byrjunarlið:
GK: Fettis
DR: Jacobsen
DL: Delaney
DC: Anderson og Ashbee
DMC: Hinds
MR: Dikoumeh
ML: Arnar Gunnlaugs
FC: Jói Þórhalls og Burgess

Bekkur: Ómar(GK), Thelwell(DRC), Green(AMRC), Allsopp(SC) og Williams(AMRLC)
Var mjög ágnægður með tímabilið.

2.tímabil 04/05

Markmiðið hjá mér var að komast í umspil og vinna Vans Trophy.

Keyptir frá 23. júní til 28. júní. Aldur miðað við lok árs 2004.
Marc Bridge-Wilkinson á 45 k, átti að vera í byrjunarliðinu þegar ég keypti hann en hann fótbrotnaði og var frá í einhverja mánuði þegar hann kom til baka var Arnar G. búinn að standa sig vel þannig að hann þurfti að sitja meira a bekknum en að spila. 25 ára (79)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson 150k, mjög góð kaup tel ég, efnilegur og 22 ára(82)
Graham Fyfe á 90k, sá hann hjá frænda mínum, mæli með honum ef þið eruð í neðrideildum eða í deildum sem eru ekki allra bestu. Hann er AML en ég létt hann spila á hægri og það virkaði mjög vel. 22 ára(84)
Fríir 1. júlí til 17 ágúst:
Jamie Fullarton, góður leikmaður endist trúlega í 2-4 tímabil, 30 ára(74)
Lárus Sigurðsson, varnamaður með mikla reynslu, 31 árs(73)
Ingi Hojsted, ekkert sérstakur fékk hann eiginlega bara af því að hann lék með Arsenal en hver veit, 19 ára(85)
Síðan fékk ég 13. febrúar Anthony Elding á 180k. Var búin að bjóða í hann nokrum sinnum frá fyrsta tímabili, stóð sig ekkert alltof vel í þessum leikjum sem hann spilaði en ég geri mér vonir, 22 ára(82)
Ég losaði mig við 6 leikmenn.
Eftir að fá þessa leikmenn var ég komin með allavega eitt af þremur besta lið deildarinnar. Í bikarkeppnum gekk mér mjög vel eins og árið á undan og stóð FA Cup þar upp úr þar sem ég komst í undanúrslit. Ég var með 7 íslendinga og 2 færeyinga og 5 af þeim í byrjunarliðinu og aðeins 2 Englendingar.

Enska 2.deildin
Ég komst á toppin í 2.umferð og eftir það var ekki snúið. Tapaði mínum fyrsta leik í 23 leikviku og svo aftur einhverjum leikjum seinna sem sagt tapaði bara 2 leikjum i deildinni. Ég varð meistari þegar 5 leikir voru eftir.
Lokastaða:
1. Hull City 106 stig
2. Barnsley 83 stig
3. QPR 81 stig
4. Ipswich 81 stig

FA Cup
Hvað getur maður sagt annað en mjög óvænt. Fyrstu fjórar umferðirnar léttar en hinir þrír leikirnir erfiðir og svoltin heppni.
1.umferð Wrexham 3.d 4-0
2.umferð York 3.d 3-1
3.umferð Brenford 2.d 2-0
4.umferð Peterboroug h 2.d 3-0
5.umferð Southampton PRM 1-0
8 liða Man Utd PRM 1-0 ég klúðraði víti!!!
undanúrslit Everton PRM 0-1

League Cup
Var ekkert alltof ánægður með þessa keppni en vann þó úrvaldsdeildar lið.
1.umferð Brenford 2.d 2-0
2.umferð Reading PRM 2-1
3.umferð Derby PRM 0-3

Vans Trophy
Gekk ágætlega en hefði vilja vinna hana en gengið í FA var betra en að vinna Vans Trophy.
N-1.umferð Rushden 2.d 1-0
N-2.umferð Boston Utd CON 2-0
N-8 liða Rochdale 3.d 2-0
N-undanúrslit Wrexham 3.d 1-0
N-úrslit Barnsle y 2.d 1-2 og 0-0

Fans player of The Year: Allsopp
Markakóngur: Jóhann Þórhalls 35 mörk
Flestar stoðsendingar: G. Fyfe 18 sendingar
Hæsta Meðaleinkunn: G. Fyfe 7,45
Oftast maður leiksins: Allsopp 11 sinnum
Ég var svo valin stjóri ársinis í 2. deild

GK: Fettis
DR: Jacobsen
DL: Fullarton
DC: Lárus og Thelwell
MR: Fyfe
ML: Gunnar Heiðar
MC: Arnar og Elliott
FC: Allsopp og Jói Þ.

Ég var mjög ánægður með heildina en hefði vilja vinna Vans Trophy.