Ég er með PSV Eindhoven í CM 03-04 (Update 4.1.2)
Tímabilið 2003/2004 (1.kafli sögunnar af PSV Eindhoven)
Einn daginn fékk ég tilboð frá forstjóra PSV, Harry van Raaij um að koma og taka við stjórninni á Philips Stadion.
Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar og samþykkti strax. PSV var búið að vera á ákveðnum krossgötum því að Eric Gerets,
þjálfarinn sem var búinn að vera að byggja upp þetta stórveldi var farinn til Kaiserslautern og nýji framkvæmdastjórinn
var ekki búinn að vera að gera góða hluti og vissu þeir að það þyrfti nýjann framkvæmdastjóra til að stokka upp í liðinu.
Stuðningurinn við klúbbinn var sæmilegur, þó að Ajax og Feyenoord sem eru helstu samkeppnisaðilar mínir um titilinn hafi
verið með mun meiri stuðning á bakvið sig. Ég var með um 30.000 áhorfendur að meðaltali á leik, en hin liðin höfðu hvort
um sig um 50.000 manns.
PSV átti heldur ekki neinn svakalegann pening til. En liðið átti u.þ.b. 12.000.000 punda og fékk ég 3.000.000 til að kaupa
fyrir.
Markmið mitt var að vinna úrvalsdeildina, taka til í liðinu og komast eitthvað áfram í meistaradeildinni.
Ég ákvað að stokka smá upp í hópnum og seldi:
Dennis Rommedahl (AMR) - 4,8m (Feyenoord)
John de Jong (AMLC) - 4,5m (Arsenal)
Young-Pyo Lee (DL) - 1,3m (Tottenham)
Johann Vogel (DMC) - 5,25m (Aston Villa)
Marquinho (AMLC) - 500k (Santos)
Raf Lenaerts (ST) - Free
Samtals fékk ég 16,25m fyrir alla þessa leikmenn.
Vogel var búinn að vera fyrir utan liðið þar sem van Bommel var bæði hentugasti fyrirliðinn og góður leikstjórnandi.
Þannig að hann fékk að fara eftir að hafa spilað einungis 2 leiki.
Rommedahl var snöggur og fínn á hægri kantinum en ég var ekki nægilega sáttur með fyrirgjafirnar hans. Ég vildi frekar fá
mann sem gæti matað framherjana mína með betri fyrirgjöfum en hann hafði.
De Jong var eiginlega sama dæmi og Rommedahl. Hann var búinn að vera spilandi vinstri kantinn í dálítinn tíma en var ekki
með nægilega góðar sendingar. Undrabarnið Robben hafði verið fyrir aftan sóknina í miðjunni í dálítinn tíma, en þegar ég
seldi de Jong þá færði ég hann út á kantinn. Þar sem hann er með mun betri fyrirgjafir.
Allir hinir voru bara leikmenn sem höfðu verið að fá borguð laun fyrir að gera ekki neitt, þannig að ég ákvað að losa mig
við óþarfa launakostnað.
Eftir svona mikla blóðtöku varð ég auðvitað að fá leikmenn í aðalliðið í staðin. En ákvað að gefa frekar ungum leikmönnum
möguleika á að spila með aðalliðinu. Leikmenn eins og Sepp De Roover, Leandro Bonfim og Tim Janssen fengu að spreyta sig
með aðalliðinu.
Bonfim (20) var í byrjunarliðinu eftir söluna á de Jong og stóð sig frábærlega sem sókndjarfur miðjumaður.
Janssen (18) fór í lán til Eindhoven og spilaði þar 10 leiki og skoraði 7 mörk, 6 stoðsendingar og 2 maður leiksins.
De Roover (19) spilaði 10 leiki fyrir mig og átti 7 stoðsendingar og 2 maður leiksins.
Þannig að þeir eiga allir framtíðina fyrir sér þessir ungu leikmenn.
En auðvitað varð ég að kaupa nokkra klassa leikmenn, því að það dugar ekki að selja reynslubolta og vera bara með unga
leikmenn úr varaliðinu, þannig að ég keypti:
Edwin de Graaf (AMR) - 1,1m (RBC Roosendaal)
Jonas Borring (AMC) - 18k (B 1913)
Robinho (ST) - 4,1m (Santos)
Diego (AMC) - 10m (Santos)
Þetta kostaði samtals 5,25 millur, sem var bara brot af því sem ég fékk fyrir söluna á öllum hinum.
De Graaf (23) kom inn til að fylla upp í skarðið sem Rommedahl hafði skilið eftir sig. Leikmaður sem er eiginlega alveg
jafn hraður en með betri sendingar fyrir. Hann var aðalkantmaður, en De Roover fékk þó líka tækifæri í stöðunni.
Borring (18) kom bara af því að hann er efnilegur. Vonandi verður hann góður einhverntíma. En mörg lið voru á eftir honum.
Robinho (19) er frábær framherji sem skoraði falleg mörk hvað eftir annað. Kom frekar seint í mínar raðir. Hann spilaði
18 leiki, skoraði 11 mörk, 12 stoðsendingar og 5 sinnum maður leiksins.
Diego (18) er líka kominn til mín en hann var samherji Robinho hjá Santos. Hann kostaði liðið 10.000.000, sem er allt
eyðslufé sem eftir var. En vonandi er að hann sé þess virði. En markmið mitt var að fá leikmann með góða boltatækni sem
getur brotist auðveldlega í gegn og matað framherjana á sendingum. Ennþá er hann ekki búinn að spila neinn leik af því
að ég fékk hann ekki fyrr en í enda leiktíðar eftir mikið samningaþras.
Markmiðið tókst fullkomlega. PSV vann deildina með 13 stiga forskoti á Ajax sem kom í öðru. Hér koma 6 efstu lið:
1. PSV 34 28-4-2 72-10 +62 88
2. Ajax 34 24-3-7 76-28 +48 75
3. Feyenoord 34 17-9-8 53-33 +20 60
4. Heerenveen 34 18-4-12 61-44 +17 58
5. NEC 34 17-7-10 60-45 +15 58
6. FC Utrecht 34 17-7-10 54-39 +15 58
PSV unnu Super Cup (svipað og góðgerðaskjöldurinn í Englandi) á móti Ajax (2-1)
Við duttum út úr Dutch Cup í fjórðu umferð (2-1 Ajax), en ég var oftast í því að láta unglingana spila í þeirri keppni.
Meistaradeildin byrjaði vel. Þar sem PSV byrjaði strax í riðlakeppninni. Við lentum í riðli með Juventus, Austria Vienna og AEK. Þar enduðum við í öðru sæti á eftir Juve og komumst áfram.
En í leiknum um sæti í fjórðungsúrslitum tapaði ég súrt á móti AC Milan 1-0. En ég spilaði 2 leiki við Milan.
Ég tapaði 1-0 á heimavelli mínum. En á þeirra heimavelli var ég svakalega nálægt því að skora og hafði undirtökin allan leikinn. En þessu má kenna Kevin Hofland nokkurnvegin um þar sem hann tók upp á því að láta reka sig útaf, við náðum ekki að skora og töpuðum í heildina 1-0. En komumst samt það langt að ég sé sáttur.
Allir urðu rosa glaðir og mér var hrósað mikið fyrir góðar breytingar á liðinu.
Liðið endaði með 19.000.000 eignir og yfirmennirnir voru líka ánægðir með það.
Leikmaður ársins var Mateja Kezman
Hérna koma svo yfirburðarmennirnir:
Mateja Kezman - 24 mörk
Robinho - 12 stoðsendingar
Edwin de Graaf - 6 maður leiksins