Ég ákvað að taka við Blackburn í mínu fyrsta CM 03/04 leik

Eftir að hafa litið yfir leikmannahópinn hjá liðinu sá ég að hópurinn var frekar góður en samt reynslulítill og því ákvað ég að fá til mín nokkra reynslubolta fyrir lítinn pening, þar sem buddan var nú ekkert allt of stór, 1 milljón til að kaupa og 2 milljónir í balance
Eftir að ég hafði skoðað nokkra leikmenn þá endaði ég á að fá þessa til mín:

Adrian Ilie free
Alpay free
Danny Pugh 300k frá Man.Utd
Hélder Barbosa 300k 16 ára snillingur frá Porto (mæli eindregið með honum)
David Bellion lánaðann

Eftir að hafa fengið þessa leikmenn var ég nokkuð bjartsýnn á að hópurinn hefði fína breidd og var ég tilbúinn til þess að ná markmiðum mínum (komast í Meistaradeildinni) og stjórnarinnar/áhagnendum (ná virðingaverðri stöðu í deildinni)

Eftir að hafa spilað nokkra æfingaleiki byrjaði alvaran:

Úrvalsdeildin (Premier League)
Það byrjaði ágætlega hjá mér og ég var kominn með 12 stig eftir 6 leiki. Um Jólin var ég í 4.sæti með 2 stigum á eftir Liverpool. Í Mars stalst ég framúr Liverpool og komst ég í 3 sæti og ég hélt því þar sem eftir var af tímabilinu og ég kláraði þar og náði þar með bæði markmiðum mínum og Stjórnarinnar/Áhagnenda. Liðið mitt spilaði stórvell allan tímann í deildinni og ber þar hæst á góma David Thompson og Andy Cole sem spiluðu fantavel.

Mjög ánægður með árangurinn í Deildinni

Deildarbikarinn (League Cup)
Byrjaði í 3. umferð og lenti á móti Liverpool og vann þá 2-0
4.umferð: Tapaði fyrir Cheltenham með algjört varalið 1-4

Mér hefur alltaf verið nokk sama um þessa keppni og hafði því ekki miklar áhyggjur af að detta út

Uefa Cup
1. umferð: Lenti á móti Zimbru og vann 5-0 samtals
2.umferð: Næsti andstæðingur var Rosenborg og ég vann þá 3-1 samtals
3.umferð:Dnipro…komst áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Fór samtals 1-1
4.umferð: Brescia…tapaði heimaleiknum 0-1 og því ákvað ég að blása til sónar í útileiknum og vann hann auðveldlega 4-0
8-liða úrslit: Lenti á móti Southampton…datt þar út samtals 2-0 gegn erfiðum andstæðingum. Mér gekk samt miklu betur í deildinni en Southampton og því var ég ekki ánægður með að detta út gegn þeim hinsvega þá stóð barráttan við L’pool um 3.sætið í deildinni sem hæst um þessar mundir og það tók toll af leikmönnum

Ekki alveg nógu sáttur með að detta út en hugsanlega varð það þetta sem tryggði mér þriðja sætið því Liverpool var ennþá í Meistaradeildinni og því spiluðu þeir fleiri leiki

FA Cup
Leiðin var nokkuð greið að undanúrslitum þar sem ég mætti Man.utd
3.umferð: Vann Barnsley 2-0
4.umferð: Slátraði Wigan 5-0
5.umferð: Vann Southamton 2-0
6.umferð: Vann Sunderland 1-0
Undanúrslit: Lenti á móti Manchester og vann 2-0 á heimavelli.Andy Cole skoraði mörkin undir lok leiksins
Úrslit: Lenti á móti Liverpool og ég vann þá með marki á 5 mínútu frá Matt Jansen

Fyrsta skiptið síðan 1922 sem Blackburn vann þessa keppni og Stjórn/Áhagnendur voru mjög ánægð. Ég var einnig ánægður með að fá einn bikar í hús

Liðið eins og það var oftast:
4-4-2
leikir………Avr.rat…mörk…asst…man of match
(gk) Brad Friedel…………….41(1)………7.36………….. …………………….4
(dr) Lucas Neil………………..51………….7.73………..7 …………3…………11
(dl) Steven Reid……………….54………….7.70……….1.. ……….6………….4
(dc) Alpay……………………….49………….6.55… …….1…………3
(dc) James McEveley……….28…………..7.68…………….. …….2…………2
(mr) David Thompson………49(1)………7.88……….6……… ..19………..7
(ml) Matt Jansen……………..49(7)………..7.16………7.. ……….9
(mc) Brett Emerton…………..47……………7.77………8… ………5………..2
(mc) Barry Ferguson…………49……………7.39………1…. ……..4………..2
(fc) Dwight Yorke……………..32…………..7.22………13.. ……..11………4
(fc) Andy Cole…………………..51……………7.42……. 35………..11……..3

bekkurinn var aldrei eins leik eftir leik

Ég var mjög sáttur við þetta tímabil…stjórnin var einnig mjög ánægð með sæti í Meistaradeildinn sem þyddi miklir peningar inn í liðið

Ég kom Balance ú 2m í 20m…vegna þess að það eru svo miklar peningaupphæðir í þessum leik….fékk t.d 9milljónir fyrir að lenda í 3 sæti

Ég er búinn með næsta tímabil og árangurinn þar kemur á óvar skal ég segja ykkur
Sendi það inn þegar ég er búinn að skrifa um það