Ég var í baráttunni um meistaratitilinn og voru allar dyr opnar fyrir mig og mitt lið Newcastle Utd. Ég var enn með í öllum keppnum og krafðist velgengni í þeim öllum.
Deildin gekk eins og best var á kosið og var spenna fram á seinustu mínutu í deildinni. Eftir jólafríið og mennirni mínir allir með útþembda vömb eftir jólasteikina átti ég leik við Portsmouth í FA cup og aftur 4 dögum síðar í deild. Þessir leikir unnust báðir auðveldlega 3 – 1 og hélt ég leið minni áfram í FA cup.
Deildin gekk sinn vanagang og meðan félagsglugginn var opinn fór ég á stúfana í leit að leikmönnum á fríum samning. Einn maður sem ég hafði haft augastað lengi á var með frían samning og bauð ég honum góðan samning og samþykkti hann mína og ég hans skilmála. Svo Fabricio Coloccini var orðinn minn næstkomandi júlí. Afar góður argentískur varnarmaður með 5 landsleiki á bakinu og er ég bjartsýnn á að fá work permit á hann. Þegar leið á deildina , og var ég enn í bullandi topp baráttu, sá ég að Leeds átti í fjárhagsvandræðum og var ég ekki lengi að kíkja á mennina enda búinn að hafa augastað á Alan Smith lengi ég bauð 1.5 millu í Smith og var því tekið til þess að þeir gætu rétt úr kútnum. Einnig keypti ég framtíðar varnarmann Michael Dawson að nafni, frá Nott.Forest og er hann bráðefnilegur og kostaði hann mig 1.8 millu. Svo þegar félagsglugginn opnar fæ ég 3 frábæra leikmenn í mínar raðir og þurfa þá menn að fara fjúka hjá mér.
Deildin gekk frábærlega þó með nokkrum skakkaföllum , meðal annars rasskelling á Highbury 4 - 0 en að lokum var ég búinn að vinna deildina. Ég kláraði deildina með 86 stig en Man Utd og Chel$ki voru með 83 stig. Craig Bellamy spilaði frábærlega þetta árið og skoraði 26 mörk og lenti í 2.sæti yfir markahæstu menn í deildinni, Shola Ameobi skoraði 17 mörk lenti í 11.sæti.
Staða efstu liða:
C Newcastle 86 stig ; 78 – 32
Man Utd 83 stig ; 76 – 26
Chelsea 83 stig ; 78 – 37
Arsenal 79 stig ; 68 – 27
Liverpool 67 stig ; 61 - 38
FA cup gekk ekki mjög vel þetta árið. Ég var kominn í FA cup 6.th round og lenti ég á móti Burnley og var ég mjög glaður og sá fram á auðveldan sigur og sendi hálfgert varalið á vettvang. Burnley menn voru sterkari en mig grunaði og náðu að kreista fram 2 – 1 sigur á móti mér. Stóðust þeir allar sóknir mínar en ég var búinn að missa Aron Hughes af velli snemma. Burnley menn stóðu sig mjög vel í þessari keppni og fóru alla leiðina í úrslitaleikinn en slóu Man Utd út 2 – 1 og mættu Tottenham í úrslitunum þar sem þeir lutu í lægri lút 1 – 0 en þeir gátu ekki gert mikið gegn Tottenham.
Leagu cup gekk nú ágætlega og komst ég alla leið í úrslitaleikinn og lenti þar á móti Man Utd. Man Utd vann leikinn í vítaspyrnukeppni og voru þeir stálheppnir að sigra þennan leik. Ég var allsráðandi í þessum leik og fengu þeir einungis 4 færi í öllum leiknum meðan ég fékk 12 og skaut 23 sinnum á markið en ekkert vildi inn nema einu sinni hjá Craig Bellamy en RVN náði að jafna muninn á 26 mínutu úr einu af sínum fáu færum í leiknum. Shay Given varði þó 2 vítaspyrnur en það dugði þó ekki til því Solano, Chopra og Dyer brást bogalistin og var varið frá þeim.
Meistaradeildin gekk nú vel. Á leið minni eftir riðlakeppnina spilaði ég fyrst á móti Lazio og vann þá 3 – 1 samanlagt eftir 2 leiki. Næst dróst ég á móti Olympiakos og voru þeir ekki það erfiðir og vann ég þá 5 – 1 samanlagt. Í undanúrslitunum fékk ég nú ærið verkefni en ég þurfti að mæta til Þýskalands og spila við þýska stálið á ólímpíuleikvanginum í Munich. Leikurinn vannst 1 – 0 og setti Bellamy markið en hann var búinn að vera iðinn við kolann allt tímabilið. Seinni leikurinn var erfiður líka en vannst hann að lokum 1 – 0 en markið lét bíða eftir sér og kom ekki fyrr en á 90 mínutu en hafði ég gott veganesti frá seinasta leik, eða 1 mark á útivelli. Þá var ég kominn í úrslitin og átti ég að spila móti Arsenal sem unnu Juventus í undanúrslitunum samanlagt 5 – 0 og var Henry búinn að vera í banastuði allt tímabilið. Í úrslitaleiknum var Henry mér til allra lukku meiddur og gat ekki tekið þátt í leiknum. Leikurinn byrjaði æsilega þar sem Shola Ameobi skoraði með skalla á 4 mínutu fyrri hálfleiks eftir frábæra sendingu frá Craig Bellamy. Arsenal var brugðið og jöfnuðu þeir sig aldrei á þessu og voru frekar líflausir í leiknum en Sol Campell stýrði vörn Arsenal eins og herforingi. Á 28 mínutu fékk Kolo Toure gult spjald og á 40 mínutu var hann aftur á ferðinni og togaði Bellamy niður með sér og fékk sitt annað gula spjald og þar með rekinn af vellinum. Annað áfall Arsenal manna en þeir börðust enn. Metin Tokat , dómari leiksins, var nýbúinn að flauta seinni háfl leik á þegar Newcastle menn þustu fram og fengu aukaspyrnu rétt fyrir framan miðjuna. Mexés kom og tók spyrnuna og sendi frábæra sendingu inn á Kieron Dyer sem losaði sig frá varnarmönnum Arsenal og senti boltann hátt upp í hægra hornið á markinu og skildi Lehmann eftir frosinn. Leikurinn leið en ekki litu fleiri mörk dagsins ljós og var nú ljóst að ég var orðinn meistari !.
Við heimkomu fögnuðu aðdáendurnir sem óðir væru og var ég búinn að vinna mig inn í hug og hjörtu aðdáendanna sem í byrjun tímabilsins vildu ekkert annað en að losna við mig. Ég var búinn að vinna deild og meistaradeild og var sagt í blöðunum
“ Newcastle do the double “. Aðdáendur jafnt sem leikmenn voru fagnandi langt fram á kvöld og F.Shepard (Chairman) og G, Milne (director of football) sáust fagna með aðdáendum útá götum úti og fór ég ásamt öllu liðinu að fagna langt fram á nótt.
Markahæsti leikmaður liðsins var
Craig Bellamy en hann skoraði 37 mörk í 44(8) leikjum; 9 Asts; 9 MOM; 7.29 í heildareinkunn eftir tímabilið.
Shola Ameobi kom strax á eftir með 30 mörk í 43(11) leikjum; 17 Asts; 10 MOM; 7.57 æu heildareinkunn eftir tímabilið.
Shola Ameobi var ásamt Nolberto Solano efstir með assistum eða 17 talsins.
Shola Ameobi var einnig kosinn leikmaður ársins af stuðningsmönnun en ég gat ekki kosið milli hans og Bellamy sem röðuðu inn mörkum fyrir mig.
Lee Bowyer átti mark leiktíðarinnar en hann skoraði það á móti Birmingham. Nolberto Solano hljóp upp kantinn, senti inn í á hausinn á shearer sem skallaði hann út á Bowyer sem tók boltann viðstöðulaust og klíndi honum upp í vinstri skeytina af 30 metra færi.
Kim Kallström átti markið sem var í öðru sæti en hann tók frábæra aukaspyrnu móti Aston Villa og fór skotið hjá honum nær skeytin inn og í mark.
Makalélé átti markið í 3.sæti þar sem hann náði boltanum inn á vallarhelming Everton hljóp upp völlinn og skoraði úr langskoti.
Kieron Dyer komst í lið ársins enda stóð hann sig með mestu prýði en mætti setja fleiri mörk en hann skoraði einungis 7 mörk í 50 leikjum.
Ég var kosinn framkvæmdarstjóri ársins í Englandi, Claudio Ranieri var í 2.sæti og Alex Ferguson í 3.sæti
Eftir leiktímabilið var ég búinn að vinna mér inn 23 milljónir dollara fyrir sigra hér og þar en þó aðalega sigur í deild og sigur í meistaradeild.
Byrjunarlið mitt var oftast svona
Gk: Shay Given
DL: Maxwell/Oliver Bernard
DR: Aron Hughes
DC Philipe Mexés
DC: Jonathan Woodgate
ML: Lauren Robert
MR: Nolberto Solano
MC: Lee Bowyer
MC: Kieron Dyer
FC: Craig Bellamy
FC: Shola Ameobi
Bekkurinn:
Darren Ambrose
Oliver Bernard/Maxwell
Andy O’Brien
Kim Kallström
Jermaine Jenas
Michael Chopra
Menn farnir út.
Titus Brambel – 1.9 millur
Robbie Elliot – 500k
Nikos Dabisaz ( á leiðinni )
Andy Griffin ( á leiðinni )
Marc Walton – Free
Daryl Smylie – Free
Kris Gate – Free
David Edgar – Free
Menn komnir inn:
Hjálmar Þórarinsson - 22k – Þróttur
Philipe Mexés - 3.1 millur – Auxerre
Kim Kallstrom - 1.8 millur – Djurgarden
Serge Makofo - 340k – Wimbeldon
Nigel Reo-Coker 300k – Wimbeldon
Isaac Osbourne - 250k – Coventry
Luke Kennedy - 12k – Northampton
Timo Furuholm - Free vegna aldurs – FC Jazz
Alan Smith – 1.5 millur - Leeds
Michael Dawson – 1.8 millur - Nott.Forest
Fabricio Coloccini – 0 - AC Milan
Paul Robinson – 2.5 millur - Leeds
Þetta er framhald af hinni sögunni og vona ég að þið hafið haft eitthverja ánægju af þessum lestri. Endilega flamea á mig , I don’t mind . Svo allir bara segja álit sitt á þessari grein/sögu