Ég er með Cardiff City í CM4 (Update 4.0.8)
Tímabilið 2004/2005 (3.kafli sögunnar af Cardiff City liðinu)
Hvílíkar fréttir voru að koma í hús. Cardiff City fær hvorki meira né minna en 12.000.000 punda í sjónvarpsréttindi þetta ár, nýr samningur var gerður við styrktaraðila liðsins upp á 2.500.000 punda á ári fram til ársins 2007 nokkrir ungir leikmenn voru að koma úr knattspyrnuskóla liðsins.
Það var ekki laust við að maður fengi hroll að fá allar þessar frábæru fréttir í einu þennan yndæla laugardag klukkan 17:00.
Þessar fréttir merktu það að peningar yrðu ekki aðal vandamálið þessa fyrstu leiktíð Cardiff í Úrvalsdeild síðastliðin 30 ár.
Stuðningur við mig var mikill, bæði hjá stuðningsmönnum og hjá stjórninni þótt hvorugur hópurinn væri mjög bjartsýnn á árangur í Úrvalsdeildinni og allir voru frekar vissir um að Cardiff myndi
vera komið í 1. Deild að ári. Þá reyndi ég að bregðast við með því að spara ekki þetta ár og leit sérstaklega mikið til norðurlandanna og Austur-Evrópu til að fá öfluga og ódýra leikmenn og svo gerði ég auðvitað samninga við ungu og efnilegu leikmennina sem voru að koma úr knattspyrnuskólanum.
En það voru 3 þaðan sem ég hafði áhuga á og gerði samning við og þá sérstaklega Paul Higgins sem allir voru spenntastir fyrir.
Þetta eru leikmennirnir sem komu nýjir inn:
Kim Källström - 1,8m (Djurgården)
Alexander Farnerud - 1,6m (Landskrona)
Grigoris Georgatos - 550k (AEK)
Paul Higgins - Knattspyrnuskólinn
Adam Hart - Knattspyrnuskólinn
Darren Poole - Knattspyrnuskólinn
Källström og Farnerud voru leikmenn sem áttu að koma beint inn í liðið með nýja og ferska hæfileika en Georgatos var frekar gamall reynslubolti (31 árs) og átti helst að koma með reynslu inn
í þetta unga lið.
En Kavanagh og varamarkmaðurinn Margetson voru lang elstu leikmennirnir áður en Georgatos kom. Þriðji elsti hafði verið Neil Alexander markvörður sem var 26 ára. Þannig að greinilegt
var að liðið átti framtíðina fyrir sér þar sem allir lykilleikmenn voru 23-25 ára gamlir.
Leikmenn sem fóru voru:
Andrew Campbell - Free Transfer (samningur búinn)
Scott Young - Free Transfer (samningur búinn)
Peter Thorne - Free Transfer (samningur búinn)
Michael Parkins - Free Transfer (samningur búinn)
Steve John - Free Transfer (samningur búinn)
Richard Ingram - Free Transfer (samningur búinn)
Darren Lippett - Free Transfer (samningur búinn)
Byrjunarliðið þetta ár var orðið áberandi sterkara en árin áður. Ungu leikmennirnir voru komnir með reynslu,
nýjir sterkir leikmenn voru komnir og A-liðið var orðið breiðara. Uppstillingin var 4-4-2 og byrjunarliðið var:
GK - Neil Alexander (C)
DR - Danny Gabbidon
DL - Grigoris Georgatos
DC - Joleon Lescott
DC - Fitz Hall
MR - Alexander Farnerud
ML - Emil Hallfreðsson
MC - Kim Källström
MC - Dean Ashton
FC - Veigar Páll Gunnarsson / Jóhann Þórhallsson
FC - Robert Earnshaw / Jóhann Þórhallsson
Bekkurinn var:
Nr.1 - Steve Foster (D)
Nr.2 - Martyn Margetson (GK)
Nr.3 - Jóhann Þórhallsson (F)
Nr.4 - Graham Kavanagh (M)
Nr.5 - Rhys Weston (D)
Vegna meiðslanna sem Jóhann hafði verið í þá var hann ekki fastur í byrjunarliðinu, heldur var meira í því að koma inná af bekknum og spila þegar ég var að hvíla framherjana sem var frekar oft.
Svo hafði Fitz Hall sem hafði verið á bekknum í fyrstu deildinni komið gífurlega á óvart.
Hann blómstraði og var gífurlega traustur í vörninni. Nýju leikmennirnir Georgatos, Källström og Farnerud stóðu sig líka
rosalega vel og var Källström leiðandi sem leikstjórnandi liðsins.
Veigar Páll kom aftur á móti mest á óvart á þessu ári. Hélt áfram uppteknum hætti frá 1. deildinni þrátt fyrir mun sterkari varnir og var mesti markaskorari liðsins.
Eins og áður hafði komið fram hafði enginn trú á því að okkur myndi takast að halda okkur uppi í deildinni en ég var á öðru máli.
Eftir fyrstu sex leikina sá ég að við höfðum allt sem þurfti til að standa okkur vel og mitt persónulega markmið var að ná 6. sæti og komast í “Inter toto” keppnina. Eftir upp og niður gengi alla leiktíðina kom að lokum að endasprettinum og þar sýndu Cardiff sitt rétta andlit og í síðustu sex leikjunum tókum við okkur til og unnum Man Utd og Chelsea og klifruðum upp í 6. sætið.
Stjórnin dansaði aftur sinn þekkta gleðidans og ég brosti út að eyrum. Mínu persónulega markmiði var náð.
Við vorum á leiðinni að keppa í evrópukeppni og græddum ágætan pening.
Þetta ár var 6. sætið staðreynd. En þótt ég hafi verið í 6. sæti þá á Cardiff enn ekki séns í Man Utd og Arsenal og markmið næstu leiktíðar er að breyta því ef fjárhagur leyfir.
Hérna kemur staðan í deildinni (6 efstu lið)
Arsenal 26-8-4 76-30 +46 86
Man Utd 27-5-6 81-39 +42 86
Chelsea 24-6-8 66-30 +36 78
Southampton 21-7-10 69-45 +24 70
Newcastle 21-6-11 67-44 +23 69
Cardiff 19-6-13 54-40 +14 63
(Enn má geta ófara Everton, lentu í 23 sæti í 2 deild og eru því komnir í 3 deild)
(Derby voru líka fallandi, þeir eru farnir niður í 2. deild)
3.800.000 pund voru flutt yfir á reikning Cardiff eftir þennan frækna sigur og er lausafé Cardiff heil 20.688.201 pund, sem er alveg hellings peningur fyrir lið af þessum kalíbera.
Fans player of the year var aftur Veigar Páll Gunnarsson
Var þessi árangur bara byrjendaheppni eða er Cardiff orðið gott lið?
Verður völlurinn aldrei stækkaður !!!
Stendur Cardiff sig í næstu keppni í Evrópu ?
Sagan 2005/2006 kemur…..