Ég er með Cardiff City í CM4 (Update 4.0.8)
Tímabilið 2003/2004
Ég var afskaplega ósáttur með stjórnina þar sem hún vildi ekki stækka völlinn og nöldraði yfir því að við ættum ekki nægann pening. Svona fór það, vona samt að hún skipti um skoðun á næsta ári, en ég fékk 2.000.000 punda til að eyða á þessu ári en stjórnin vildi helst sæti fyrir miðri töflu og vildi að ég myndi leggja mikið upp úr því að styrkja liðið.
Ég ákvað eins og fyrri daginn að eyða ekki öllu í leikmenn þótt stjórnin vildi það en eiga smá sjóð.
Þannig að ég fékk 4 leikmenn til mín og gerði samning við 2 úr
knattspyrnuskólanum þetta ár vegna þess að ég treysti á hópinn sem ég er með og hann verður bara betri, enda fullt af efnilegum knattspyrnumönnum í honum.
Leikmennirnir sem ég fékk voru:
Joleon Lescott - 1m (Wolves)
Jan Heintze - Free Transfer
Richard Kear - 30k (Cheltenham)
Alexandros Papadopoulos - 230k (PAO - enda leiktíðar)
Mike Rees - Knattspyrnuskólinn
Jeff Palmer - Knattspyrnuskólinn
Stjórnin var mikið kvartandi yfir launakostnaði, sérstaklega eftir komu Lescott og Heintze, því Heintze var líka þjálfari. Þannig að ég ákvað að taka til hendinni og losa mig við leikmenn sem ég þurfti ekki, þeir voru hvorki meira né minna en 29 talsins og þar af fóru 28 á Free Transfer.
Sá eini sem var seldur fyrir pening var:
Gary Croft - 350k (Stockport)
Ég ákvað þetta ár að spila 4-4-2 og byrjunarliðið þetta ár var:
GK - Neil Alexander
DR - Mike Rees
DL - Jan Heintze (C)
DC - Joleon Lescott
DC - Danny Gabbidon
MR - Ryan Baldacchino
ML - Emil Hallfreðsson
MC - Dean Ashton
MC - Graham Kavanagh
FC - Veigar Páll Gunnarsson
FC - Robert Earnshaw
Bekkurinn var:
Nr.1 - Steve Foster
Nr.2 - Martyn Margetson
Nr.3 - Peter Thorne
Nr.4 - Willie Boland / Gareth Ainsworth
Nr.5 - Fitz Hall
Því miður fyrir mig gat Jóhann Þórhallsson ekki spilað neitt fyrr en í enda leiktíðar vegna meiðsla. Fyrst meiddist hann í 3 mánuði og um leið og hann var búinn að ná sér af þeim meiðslum meiddist hann aftur í 2 mánuði í sínum fyrsta leik eftir meiðslin og þurfti hann að fara í endurhæfingu.
Deildin gekk afskaplega vel og sjórnin trúði vart sínum eigin augum og dansaði um þegar þeir sáu að á lokasprettinum náðum við öðru sætinu í deildinni frá West Ham (Millwall lang efstir) og við á leiðinni upp í úrvalsdeildina.
Þetta ár vann ég engann bikar, en náði 2 sæti í 1.deild og komst í 4 liða úrslit í Deildarbikarnum þannig að ég gat ekki verið annað en sáttur með mig og liðið mitt.
Staðan mín í deildinni var svona (6 efstu lið)
1. Millwall 36-5-5 107-41 +66 133
2. Cardiff 29-6-11 89-38 +51 93
3. West Ham 29-2-15 95-58 +37 89
4. Leicester 25-9-12 80-60 +20 84
5. Norwich 24-5-17 96-66 +30 77
6. Sheff Wed 22-11-13 68-50 +18 77
(Má geta þess að Everton var að falla niður í aðra deild, lentu í 24 sæti í þeirri fyrstu)
Fyrir annað sætið fékk ég 1.600.000 punda og var bara nokkuð sáttur með að liðið ætti heilar 5.000.000 punda á leið í úrvalsdeildina.
Fans player of the year var Veigar Páll Gunnarsson
Núna er bara spurning hvort einhverjar auka tekjur muni renna inn rétt fyrir úrvalsdeildina, eða verður liðið bara með 5.000.000 punda út úrvalsdeildina ?
Mun liðið hanga á botninum eins og spámenn segja ?
Mun völlur Cardiff City verða stækkaður fyrir Úrvalsdeildina ?
Svörin við þessu og meira til munu koma í næstu grein
Sagan 2004/2005 mun koma bráðlega.