Peter Kenyon hringdi í mig og sagði mér að Alex Ferguson hefði ekki staðið undir væntingum á seinasta tímabili. 3.sæti í deild og enginn bikar í hús. Hann vildi hrista aðeins upp í hlutunum og ráða ungan framkvæmdastjóra til þess að ná betri tengslum við leikmenn liðsins. Hann bað mig um að taka þetta að mér, og þáði ég það með þökkum.

Ég leit yfir hópinn og sá að þetta var frábært lið. Samt langaði mig að ná í einhverja unga og efnilega drengi, til þess að halda styrkleika liðsins til framtíðar.

Ég ákvað að byrja á því að fara og kíkja á unglinga hjá Man. City, enda stutt að fara. Ég rakst á einn ungan og efnilegan leikmann, sem ég vissi að ætti eftir að ná langt. Shaun Wright-Phillips hét hann. Ég bauð City 6.5 milljónir fyrir piltinn og ekki neituðu þeir því.

Næst var ferðinni heitið til Wimbledon. Ég leit yfir unglingsstrákana og sá ég að einn var mun hæfileikaríkari en allir hinir. Serge Makofo. Ég bauð honum samning á staðnum, og samþykkti hann samninginn á staðnum.

Svo fór ég aftur heim í Manchester borg og voru leikmennn varaliðsins að tala um einn leikmann, Jay McEveley að nafni. Þeir sögðu hann vera eitursnjallan og efnilegan, og sögðu hann hafa tekið Bellion í nefið í æfingaleik liðanna. Þá var ekkert annað að gera en að tala við Souness um drenginn unga. Hann sagði að ég mætti bjóða honum samning. Gerði ég það, og fylgdi drengurinn ungi mér heim til Manchester.

Næsti stopp var í Marseille. Ég hafði hrifist mjög af ungum sóknarmanni Mido að nafni. Það var klausa á samningi drengsins, og mátti ég fá hann á 6m. Ég bauð hiklaust þessa smáaura í drenginn, og var ég þá kominn með örvfættan sóknarmann, til þess að hafa hjá RvN frammi. En einhver pirringur var á milli van Buytens og stjórans, þannig að ég ákvað að taka hann líka með. Fékk hann á 6.5m.

Næsta og síðasta stoppið var í Svíþjóð. Ég hafði heyrt að mörg stórliðin væru á eftir ungum dreng, Alexander Farnerud að nafni.
Ég fékk hann á 1.7m.


Nú var ég búinn að styrkja hópinn vel. Þá tóku æfingaleikir við.

- Ajax reserves 0-4 Man. Utd; Nistelrooy með 2, og Solskjær 2.
- Excelisor 1-0 Man. Utd
- Groningen 0-0 Man. Utd
- Preston 0-0 Man. Utd

Þetta gekk ekkert alltof vel á undibúningstímabilinu, en deildin byrjaði með látum. Ég negldi Charlton 6-0 í fyrsta leik, og það á útivelli. Það var ekki aftur snúið eftir þetta, og vann ég deildina með 93 stigum, en Chelsea varð í öðru sæti með 85.

Ég ákvað að leyfa varaliðinu að spila í League Cup. Fyrsti leikur var á móti Crystal Palace, og tóku ungu strákarnir það 2-0. Farnerud og Bellion með mörkin. Næsti leikur var á móti Sheff. Wed. Strákarnir fengu líka að spila þar, og fór sá leikur 2-0 líka. Bellion og Nardiello með mörkin núna. Undanúrslitin voru á móti Bristol City og vannst sá leikur 2-0 líka. Nardiello og Wright-Phillips með mörkin í þetta sinn. Svo tók erfiður leikur við og ákvað ég að sleppa því að tefla varaliðini fram í þeim leik. Hann var á móti Chelsea. Ég tapaði báðum leikjunum þar 2-0, því miður.

Þá víkjum við að FA cup. Leiðin var greið að úrslitunum þar.
- Chesterfield 0-3 Man. Utd
- Wolves 1-2 Man. Utd
- Cardiff 0-2 Man. Utd
- Man. Utd 4-3 Newcastle
- Arsenal 1-2 Man. Utd
Og svo voru það úrslitin á móti Liverpool. Ég vann þann leik 2-0 og Nistelrooy og Scholes með mörkin.

Svo var það náttúrulega Champions Cup. Það var mitt helsta takmark að sigra Evrópu. Við skulum sjá hvernig það gekk.
Ég dróst í riðil með Inter, Spartak Moscow og Shakthar. Ég var stigahæstur í þeim riðli með 15 stig og fylgdi Inter mér uppúr honum með 12. Í næsta riðli dróst ég með Milan, Deportivo og Monaco. Ég lenti í 2. sæti þar á eftir Milan.
Þá tóku 8-liða úrslit við. Dróst ég þar á móti Roma. Vann ég báða leikina 1-0. 4-liða úrslitin voru erfið. Ég dróst með Bayern Munchen þar. Tapaði ég fyrri leiknum 2-0 á heimavelli, en ég vann þann síðari 3-0. Úrslitin voru á móti Real Madrid. Þetta var hörkuleikur, og þurfti að framlengja. Staðan var 2-2 eftir venjulega leiktíma. En svo gerðist það. Á 120 mínútu komst Mido einn í gegn og hamraði tuðrunni í markhornið. Ég trúði ekki mínum eigin augum. En svona var þetta og vann ég semsagt Champions Cup.

Þess má geta að þetta er mín fyrsta grein hér á CM áhugamálinu, og vona ég að þetta hafi verið skemmtileg lesning.