Þá kom ég heim úr fríinu á Kúbu sólbrúnn og fínn. Skoðaði póstinn og sá bréf frá stjórninni, hmm ok þeir vilja titillinn og með 30 m!!!! ekki málið.
Eftir það fór ég á pósthúsið og sendi leikmönnum mínum bréf til að láta þá vita hven´ær þeir ættu að mæta á æfingar.
En fjörið var rétt að byrja núna fór ég og verslaði góð kaup.
Þeim hlotnaðist sá heiður að spila undir minni stjórn:
Diego : Frítt (hann er með töfra í skónum)
Robinho : Frítt (algjör gullmoli)
Christos Patsatzoglou : 10 m (rosalegar einkunnir aldrei undir 8)
Miroslav Klose : Skipti (Mjög spennandi leikmaður fékk hann fyrir Mido)
Kim Kallström : 2.9 m (léleg kaup og með ömurlegan móral)
Andres D'Allessandro : 15.75 m (þetta er framtíðin)
Oliver Neuville : Frítt (eingöngu notaður sem back up)
Nelson Tapia : Frítt (3. markmaður)
Dan Nardiello: Frítt (beint í varaliðið)
Jens Bangsbo : Frá Juve (assistant)
Þeir áttu ekki heima lengur í Munchen svo er víst, bæbæ:
Alexander Zickler : Frítt (gat akkurat ekki neitt, óvenjulegt)
Ronald Gomez : Frítt (sama með hann)
Thorsten Fink : Frítt (var orðinn gamall)
Mido : Skipti (Var orðinn svo leiðinlegur að ég skipti honum út)
Thomas Linke : Frítt (Gamall en hafði annars staðið sig mjög vel)
Jörg Stiehl : Frítt (var þriðji markmaður)
Roy Maakay : 12.75 (miðju tímabili, hver þarf hann þegar maður er með snillinga á borð við Robinho og Co.)
12 ónothæfir menn : Frítt
Michael Henke : Rekinn (Assistant, vantaði nýjan mann mér við hlið til að físka upp á æfingar og leikkerfi og til að laga fótbolta okkar meira hinum alþjóðlega fótbolta.)
Leikmannaviðskiptum lokið.
Leikmenn sneru aftur til æfinga og hittu þar fyrir hina nýju leikmenn sem byrjuðu viku undan á meðan ég var að reyna að koma þeim inn í hlutina.
Allir klárir?
Það held ég.
Deildarbikarinn: Vann ég þriðja árið í röð og nú vann ég í úrslitum erkifjendurnar í 1860 Munchen ohh það var ljúft. Mörkin skoruðu Ze Roberto og D'Allessandro, sem hér eftir mun kallast D'A. Hargreaves fékk rauða spjaldið en það gerði ekki til. Eftir leikinn tókum við við bikarnum og fengum að eiga hann því við unnum í þriðja árið í röð.
Deildin: Þvílíkt og annað ég hef aldrei lent í öðru eins. Breiddin orðinn ógnvekjandi og það lét ekki á sér standa ég gat stillt liðinu upp á alla vegu (svo lengi sem menn voru í sinni stöðu) og ég vann og vann og gerði jafntefli. 32 sigrar og 2 jafntefli allt sem segja þarf. Endaði með 98 stig en á eftir mér komu Dortmund með 71 stig. Meistari þriðja árið í röð þvílíkt afrek? Það fanst allavega mér 21 árs framkvæmdastjóranum.
Bikarkeppninn: Sama upp á teningnum og veturinn á undan notaði varaliðið og það plummaði sig ágætlega datt út í 16 - liða úrslitum fyrir FC Bayern (A) :) hverjar eru líkurnar? ekki miklar en u 18 ára liðið barðist hetjulega en töpuðu naumt 4-3.
Meistaradeildin: Ekki eins grimmur og árið á undan þó svo að ég ætlaði mér að taka Meistaradeildina þriðja árið í röð sem engum hefði tekist síðan á 6. áratugnum þegar Real Madrid unnu hana 5 sinnum í röð! En alla vegana ég var dreginn í riðil - F með liðunum Monaco, Newcastle og FC Köbenhavn. Vann riðilinn með 16 stigum og þar á meðal Newcastle 5-0 þar sem Ballack, D'A, og Klose (3) skoruðu mörkin.
Í 16-liða úrslitum mætti ég varnarsnillingunum í Inter 1-1 jafnteflti niðurstaðan á Ólympíuleikvanginum í Munchen, svo kom seinni leikurinn sem endaði 0-3 fyrir mér og ég kominn áfram samanlagt 4-1.
Í 8-liða úrslitum nei hver ***skotinn en og aftur Chelsea. Ég var veikur þegar fyrri leikurinn átti sér stað á Stamford Bridge mínum þannig að Jens Bangsbo sá um hlutina, en hann gerði það ekki betur en svo að þeir gerðu bara 2-2 jafntefli og allt galopið en 2 mörkin reyndust svo á endanum dýrmæt þegar flautað var til leiksloka í 1-1 jafnteflisleik á Olympíu leikvanginum. 3-3 en ég áfram á mörkum á útivelli.
Í undanúrslitum mætti ég Newcastle mönnum og hugsaði með mér ahh ekkert mál með 5-0 viðureignina í huga, en annað kom á daginn og þeir brjálaðir og staðráðnir í að vinna mig og þeim tókst það á St.James park 2-1 en það var ekki nóg fyrir þá og ætluðu þeir sér alla leið en ég klóraði í 3-1 sigur og ég áfram 4-3 samanlagt.
Úrslitaleikurinn: Bayern Munchen - Juventus: Þetta var erfiðast leikurinn (andlega séð fyrir mig) sem ég hafði stjórnað síðan ég kom til Bayern. Del Piero kom Juventus 1-0 á 19.mínútu og þar við sat í hálfleik. Í seinni hálfleik mættu strákarnir mínir brjálaðir til leiks og uppskáru laun erfiðisins á 60.mínútu þegar Ballack skaut af 50 metra færi frá miðju og boltinn söng í netinu. D'A kom mér svo yfir á 73. mínútu og allt ætlaði um koll að keyra á Estádio Da Luz í Lissabon, 92379 áhorfendurnir alveg að verða dýrvitlausir. Leikurinn virtist vera kominn í jafnvægi en svo á kom rothöggið, varnarmennirnir mínir (Lucio og Civu) voru alveg skíta á sig aldrei þessu vant og þá sérstaklega á síðustu 10 mínútunum. 86. mínúta David Trezeguet skorar, og ég fór að búa mig undir framlengingu en nei EKKI AFTUR!!!! það endur tók sig frá vorinu 1999 að Bayern fengu mark á sig oog við töpuðum 2-3. Maður varð sár og fúll að ná ekki titlinum þriðja árið í röð. En ég sór að snúa aftur ári seinna og hefna mín…
…Fylgist spennt með framhaldinu, hverjir halda starfinu sínu, hverjir verða seldir, hverjir leysa af og mun honum takast að hefna sín fylgist spennt með í framhaldinu…
takk fyri