Jæja, núna hefur dómnefnd komist að niðurstöðu í sögukeppninni fyrir októbermánuð. Þáttakendur voru allir nema tveir með sögur fyrir CM4 og þessvegna er bara einn flokkur þennan mánuðinn en ekki tveir eins og síðast.
Frumleiki mánaðarins: Þessi verðlaun eru gefin fyrir frábæra hugmynd að sögu og góða útfærslu.
Fyrsta sæti: Geithafur – Boca Juniors.
Annað sæti: gomez – Lazio.
Þriðja sæti: Kaffipoki – Inter.
Besta sagan: Þessi verðlaun eru gefin fyrir bestu söguna. Sagan þarf auðvitað að vera vel stafsett og allt svoleiðis en það er eitthvað svona sem kemur inn aukalega sem ég dæmi eftir. Gott dæmi er saga jeffers í síðasta mánuði.
Fyrsta sæti: Geithafur – Boca Juniors.
Annað sæti: Thorskur – Lyon.
Þriðja sæti: Kaffipoki – Inter.
Ég óska öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju og vona að þeir haldi áfram að gera góðar sögur.
Ég vil líka minna á að skráning í sögukeppnina í nóvember stendur til 10. nóvember og endilega allir sem hafa áhuga á að skrifa senda inn sögu.
Kær sögukveðja
d@toffy