Ég er með Cardiff City í CM4 (update 4.0.8)
Tímabilið 2002/2003
Ég fékk um 1.500.000 pund í eyðslufé því stjórnin vildi greinilega komast upp og keppa í fyrstu deild að ári og ef ég myndi ekki ná þeim árangri myndi ég fjúka.
En stjórnin var sniðug og ákvað að bæta æfingasvæðið fyrir smá pening þannig að ég er sáttur við aðstöðuna nema að stúkan er frekar lítil (11.000 sæti en völlurinn tekur 22.000 manns) og ég er viss um að ef stúkan yrði stækkuð kæmu miklu fleiri en það er ekki allt hægt í einu). En ég var snöggur að koma mér að verki á leikmannamarkaðinum.
Byrjaði að leita og fann nokkra góða leikmenn sem áttu eftir að rífa hópinn upp.
Þetta eru leikmennirnir sem ég fann:
Emil Hallfreðsson - 30k (FH)
Veigar Gunnarsson - 820k (KR)
Jóhann Þórhallsson - 55k (Þór Akureyri)
Fitz Hall - 45k (Oldham)
Steve Foster - 70k (Crewe)
Dean Ashton - 230k (Crewe)
Paul Heffernan - 40k (Notts Co - Mið leiktíð)
Þetta eru leikmennirnir sem ég ætlaðist til að væru að slást um sæti í byrjunarliðinu.
síðan koma hérna 2 leikmenn sem ég fékk í unglingaliðið
Jamie Donnelly - 20k (Chesterfield)
Ryan Baldacchino - 24k (Carlisle)
Verð að minnast á sögu þessara 2 unglingaleikmanna minna.
Jamie var bara 15 ára þegar ég fékk hann og allir þjálfarar sögðu að hann væri gangslaus og ætti enga framtíð hjá liðinu og var ég næstum búinn að losa mig við hann en hætti við það og ákvað að gefa honum séns í varaliðinu og núna er ég í enda 03/04. leiktímabils og það eru mikil meiðsli og þreyta í liðinu en Jamie er búinn að standa sig eins og hetja að “covera” framherjastöðuna með 8 mörk í 10 leikjum í 1. deildinni.
Ryan er aftur á móti ein mesta heppni sem ég hef lent í. Ég ákvað að kaupa hann eftir að hann skoraði þrennu og var með 10 í einkunn í leik varaliðsins míns gegn varaliði Carlisle og átti hann bara að vera í varaliðinu og styrkja það smá. Síðan einn daginn vantaði mig hægri kantmann og þar sem Ryan getur bæði spilað hægri og vinstri kant (hann er jafnfættur) þá ákvað ég að gefa honum séns þar sem hann var eini kosturinn í stöðuna. Hann stóð sig lagði upp mark í sínum fyrsta leik og varð fastamaður (var með 8 í meðaleinkunn eftir leiktíðina).
Leikmenn sem fóru voru:
Des Hamilton - 60k (Cambridge)
Gareth Walley - 180k (Preston)
Auk þess voru margir unglingar og gagnslausir
varamenn reknir.
Helsta byrjunarliðið var:
GK - Neil Alexander
DR - Fitz Hall
DL - Steve Foster
DC - Danny Gabbidon
MR - Dean Ashton / Ryan Baldacchino
ML - Emil Hallfreðsson / Ryan Baldacchino
MC - Graham Kavanagh
MC - Robert Earnshaw
FR - Peter Thorne
FL - Jóhann Þórhallsson
FC - Veigar Páll Gunnarsson
Helstu varamenn voru:
Nr.1 - Fan Zyhiyi (DC)
Nr.2 - Martyn Margetson (GK)
Nr.3 - Paul Heffernan (SC)
Nr.4 - Ryan Baldacchino (MR-ML)
Nr.5 - Rhys Weston (DC-DR)
Árangurinn lét ekki á sér standa og vann ég 2. deildina með yfirburðum
118 stig - 156 mörk skorðuð - 27 fengin á mig.
Ég vann 1 leik 8-0 (Mansfield), 2 leiki 7-0, 3 leiki 6-0, 1 leik 6-1 og svo nokkra 5-0 fyrir utan alla blessuðu 3-0 og 4-0 sigrana sem komu inn á milli.
Ég Vann ég 2. deildina, Vans Trophy og komst í 8 liða úrslit í ensku bikarkeppninni
Fans player of the year var Jóhann Þórhallsson sem sallaði inn nokkrum mörkum
Stjórnin var sátt, ég var sáttur og stuðningsmennirnir voru sáttir með þennan glæsta árangur sem liðið hafði náð á þessum tíma sem ég hafði verið með það. Liðið á núna 4.000.000 punda í lausafé og ég er að vonast eftir smá meira þegar ég fæ klára 1. deildina en stefni á að grenja í stjórninni um að stækka völlinn í staðinn fyrir að vera að kaupa of mikið af nýjum leikmönnum. Fáið að heyra af því hvað stjórnin ákvað að gera við peninginn sem við fengum, í næstu sögu.
Kem síðan með söguna af 2003/2004 leiktíðinni fljótlega.