Næsta verkefni var að kíkja á liðið, en ég hafði smá reynslu af þeim þar sem ég hafði stjórnað þeim í leiknum áður, og þar leist mér strax vel á nokkra menn sem voru : Antonio Prats (GK), Juanito (DC), Joaqúin (AmR), Capi (AmRC), Benjamín (AmLC) og Denílson (AmL). Ég sá strax að þessir menn myndu verða lykilmenn og í byrjunarliðinu hjá mér á leiktíðinni. Ég byrjaði á því að skoða leikmenn og þeir sem mér leist best á og keypti voru : Freddy Adu (AmC) ; Free Transfer, Eddie Pope (DRC) ; 1,2 m. og seinast en ekki síst hinn bráðefnilega Alexander Farnerud (Am/F RLC) ; 625 k.
Fyrstu leikurinn sem ég fékk að spreyta mig í hjá þeim var í Inter-Toto Cup á móti nágrönnum mínum í Sevilla, Sevilla F.C. SAD. Þann leik vann ég 3-0 en tapaði þeim seinni 2-3. Ég komst s.s. áfram og mætti næst Fenerbache í úrslitunum og vann báða leikina 2-1.
Bæði stjórnin og stuðningsmennirnir bjuggust við að liðið myndi enda um miðja neðri deild, s.s. á fallbaráttu.
Í deildinni byrjaði ég á móti Celta og tapaði 1-0. Þannig voru næstu leikir líka og við fengum aðeins 1 stig í fyrstu 3 leikjunum. Þá tók ég strákana í gegn og tók eina svakalega refsiæfingu. Næsti leikur var svo á móti Real Sociedad og ég vann, 1-0, loksins. Næstu 2 leikir voru á móti Barcelona og Real Madrid. Þegar komið var að Barcelona leiknum voru stuðningsmennirnir hættir að hafa trú á okkur og var völlurinn rétt svo hálfsetinn, aðeins 36711 manns. Á 19. mín. kom Martin Palermo okkur yfir eftir mikla stórsókn. Hann var ekki búin og bætti hann öðru við strax á 20. mín. Endaði svo leikurinn 7-2 og skoraði Gastón Casas hin fimm mörkin. Stjórnin var himinlifandi og ég komst í efsta sætið. Leikurinn á móti Real Madrid var svipaður og vann ég hann 6-0 og Casas hélt áfram og skoraði 4 mörk. Ég hélt efsta sætinu næstum allt tímabilið og tryggði mér meistaratitilinn þegar 3 umferðir voru eftir og allir voru hæst ánægðir með mig.
Í UEFA Cup byrjaði ég á móti Vålerenga og vann auðveldlega. Næst lenti ég á móti Steua og aftur komst ég auðveldlega áfram. Malmö FF voru næstir og þá vann ég 9-1 samtals. Hollendingarnir NEC lutu í lægri lút fyrir mér 4-1 og þá var það Southampton næst. Ég byrjaði á útivelli og var sá leikur frekar erfiður enn ég vann samt sem áður 2-1. Heimaleikinn vann ég svo 2-0. Þá voru það bara undanúrslitinn á móti Barce og ég vann þá 6-2 samanlagt og Betis komnir í úrslit Evrópukepninnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það var á móti Parma og vann ég 3-1 á troðfullum Nou Camp og Casas var með 3.
Í Spanish Cup datt ég út í annari umferð á móti Valencia og það er ekki miklu frá að segja þar.
Ég notaði uppstillunguna 4-4-2 sem að ég er búin að fínpússa aðeins. Byrjunarliðið mitt var eftirfarandi :
GK : Prats
DL : Mingo
DR : Varela
DC : Juanito
DC : Filipescu
ML : Denílson
MR : Joaqúin
MC : Benjamín
MC : Capi
FC : Casas
FC : Palermo
Casas var markahæsti maður deildarinnar með 47 mörk, Palermo 2. með 35 og Patrik Kluivert 3. með 34. Ég var valinn framkvæmdarstjóri ársins og Juanito besti leikmaður deildarinnar.
Palermo var með hæstu einkuninna, 8,06 og oftast maður leiksins eða 9 sinnum og Joaqúin var með flestar stoðsendingar, 36 talsins. Casas var markahæstur í herbúðum Betis með 63 mörk í 51 leik.
Um sumarið fór ég svo að skoða leikmenn á ný og keypti Diego (Am/F C) frá Santos á 14 m. Barcelona buðu mér svo Roman Riquelme í skiptum fyrir Denílson og eftir soldin umhugsunarfrest tók ég því. Valencia keyptu svo Assuncao á 5 m.
Fyrstu leikirnir voru 2 leikir á móti Real Madrid, í Spanish Super Cup, og 1 á móti FC Bayern í European Super Cup. Í fyrri leiknum gegn Real gerðum við jafntefli 1-1 en við marði sigur á útivelli 3-2 í þeim seinni. Beyrn leikurinn fór svo 3-2 þar sem að við smat mun betra liðið, skoruðum sjálfsmark og fengum á okkur klaufalegt víti.
Í deildinni byrjuðum við hins vegar mun betur en á seinasta tímabili og unnum auðveldan sigur á Atletico Madrid, 5-2. Við vorum í toppbaráttunni allt tímabilið og var lokakaflinn sérstaklega spennandi. Þegar tvær umferðir voru eftir áttu Real Madrid eins stigs forustu á okkur og við áttum að etja kappi í næsta leik. Það var æsispennandi leikur og byrjuðu heimamenn, s.s. Real, að komast yfir eftir eftir klaufaleg mistök hjá Prats. Ég tók hann útaf og setti Antonio Doblas, sem kom úr varaliðiu fyrir tímabilið, í mark og hélt áfram. Næsta mark skoruðum við beint úr aukaspyrnu frá Riquelme. Í seinni hálfleik bættum við 2 mörkum við, bæði frá Diego. Þar með vorum við í efsta sætinu fyrir lokaleikinn sem var gegn Real Sociedad og vannst hann 2-0. Við vorum því orðnir spænskir deildarmeistarar annað árið í röð og var ég hátt lofaður hvað eftir annað.
Þar sem að við unnum deildina seinasta ár spiluðum við núna í Meistaradeildinni. Þar lentum við í riðli með Ajax, Lyon og Rangers og lentum þar í fyrsta sæti. Í 16-liða úrslitum lentum við á móti Inter og tapaðist 0-1. Ég var alveg brjálaður yfir því hvernig mennirnir nýttu færin og refsaði þeim á næstu æfingu. Það hafði heldur betur áhrif og unnum við seinni leikinn 6-1. Juventus voru næstir í 8-liða úrslitum og komumst við áfram eftir að hafa gert 3-3 jafntefli á útivelli og 1-1 heima. Undanúrslitin voru svo á móti þýsku meisturunum í Dortmund. Þar enduðu leikar nákvæmlega eins og á móti Juventus, 3-3 og 1-1 og við komumst áfram á mörkum á útivelli. Þá voru Betis komnir í úrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins. Úrslitaleikurinn sjálfur var á móti hinu firnasterka liði Bayern Munchen. Sá leikur vannst nokkuð auðveldlega, 4-1. Við vorum búnir að vinna Meistaradeildina, við trúðum varla okkar eigin augum þegar við sáum bikarinn og handlékum hann.
Í Spanish Cup datt ég út í 8-liða úrslitum gegn Valencia eftir að hafa varaliði mínu að spila alla bikarleikina.
Byrjunarliðið mitt þetta tímabil var :
GK : Prats
DL : Mingo
DR : Varela
DC : Juanito
DC : Filipescu
ML : Benjamín
MR : Joaqúin
MC : Riquelme
MC : Capi
FC : Tote
FC : Diego
Tote var markahæsti maður deildarinnar með 42 mörk, Diego 2. með 27 mörk og Ronaldo 3. með 24. Tote var einnig með hæstu meðaleinkunnina, 8,12.
Joaqúin átti flestar stoðsendingar eða 23 samtals í deilinni.
Tote var valinn Leikmaður ársins á Spáni, Prats Markmaður ársins og ég framkvæmdarstjóri ársins.
Ég er komin vel á veg með að gera Betis að stórveldi og ég farinn að hugsa um að leita mér að nýju starfi eða að taka við landsliði samhliða Betis.
Ronaldinho fan