Einn morguninn vaknaði ég eftir ljúfan draum. Ég fór fram í eldhús og fékk mér að borða morgunmatinn. Þegar ég var búinn fór ég fram og tók upp póstinn minn. Þarna voru skattar, skattar, skattar og ennþá meiri skattar. Nei, hvað er nú þetta? sagði ég hálfgerðlega við sjálfan mig. Ekki skattar!! Neibb, aldeilis ekki þetta var bréf til mín frá Barcelona! Þeir voru búnir að reka Riikjard og vildu fá mig í staðinn. Ég sagði auðvitað JÁ en fyrst þurfti ég að tala við kærustuna mína. Ég talaði við hana og hún sagðist eiga vínkonu í Barcelona þannig að við fluttum.
Tveim vikum seinna var ég kominn til Barcelona og að fara á fyrstu æfinguna mína. Hún gekk vel en Carles Pyoul var fyrir eitthverjum smámeiðslum.
Ég ákvað að taka tvo æfingaleiki í Frakklandi. Ronaldinho fékk að leika gegn sínum gömlu félögum í P.S.G en hinn var á móti Le Havre. Ég róteðari stöðunum og lét Ronaldino verða fyrirliða í þessum báðum leikjum. Þessir leikir unnust báðir 1-4 og 0-1. Enginn meiðsl urðu í þessari ferð (sem betur fer) en Pyoul keppti ekki báða leikina.
Leikmennirnir sem ég keypti fyrir leiktíðina voru þessir:
Jerzy Dudek 4.5 milljónir frá Liverpool
Kaká 10 milljónir frá AC Milan
Anthony Le Tallec 1.5 milljónir frá Liverpool
Ég seldi engann.
Deildin byrjaði og fyrsti leikurinn minn var gegn mínum gömlu félögum í Valencia. Ég var þar aðstoðarþjálfari í tvö ár en það er önnur saga. Ég vann þá 1-0 í glæsileik en það var enginn annar en Anthony Le Tallec sem gerði það á 89 mín.
Næstu leiki vann ég og eftir tíu umferðir var ég efstur ásmat Real Madrid. Og einmitt næsti leikur var gegn þeim. Ég stillti upp liðinu svona:
GK: Jerzy Dudek
DR: Carles Pyoul
DC: Rafael Marques
DL: Phillip Cocu
MC: Ronaldinho ©
MC: Luis Enrique
AMR: Anthony Le Tallec
AML: Kaká
FC: Javier Saviola
FC: Patrick Kluivert
Ég var að spila á Nou Camp mínum heimavelli og var með 90 þúsund manns að styðja mitt lið þannig að ég óttaðist þá ekki. Ég talaði við Le Tallec og róaði hann niður fyrir leikinn og reyndi að láta hann gleyma þessu stressi. Því Le Tallec var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði. Leikurinn var fjörlegur og eftir 24.mín kom David Beckham þeim yfir beint úr aukaspyrnu. En einni mínútu seinna fékk ég aukaspyrnu og Ronaldinho sendi fyrir og hver annar en Luis Enrique skallaði boltann alveg upp í vínkilinn. 1-1. Á 60.mín skoraði Kaká mark með þrumu skoti og undir lok leiksins skoraði Le Tallec glæsimark eftir að hafa sólað fjóra varnarmenn. Le Tallec var búinn að fá sjálfstraustið.
Í UEFA datt ég út á móti Auxerre í þriðju umferð.
Í Spanish Cup komst ég í undanúrslit á móti Alaves og vann þá 7-3 í miklum marka leik. Í úrslit fékk ég La Coruna en hann var ekki fyrr en undir lok leiktíðar.
Ég keppti fullt af leikjum í deildinni og á endanum vann ég deildina með 83 stig. Real Madrid var í öðru sæti með 83 stig (mikil spenna!!). Svo kom að úrslitunum í Spanish Cup. Á móti La Courna. Liðið mitt var alveg eins nema ég lét Ricardo Quaresma inn í liðið fyrir Le Tallec. Í hálfleik var staðan 0-0 en í seinni hálfleik má segja að leikurinn hafi byrjað. Ég lét Le Tallec (minn uppáhaldsleikmann í liðinu) inn á. Allt í einu fékk Kluivert boltann í miðjum vítateignum. Hann lagði boltan út og Ronaldinho fyrirliði tók létta brazilíska vippu og skoraði!!!!!!!Þvílík fagnaðar læti.. leikurinn endaði 1-0 og Ronaldinho hetja mín.
Ronaldinho var verðlaunaður fyrir að vera besti leikmaðurinn í deildinni. Le Tallec framtíðar maður deildarinnar og svo Rafael Marques besti varnarmaðurinn í deildinnar. Og fyrsta tímabilið mitt sem þjálfari Barcelona lokið.
Ný byrjaður á nýju tímabili…
framhald síðar
kv,