Gott kvöld góðir gestir og verið velkomin í þáttinn “Maður er nefndur”. Gestur okkar að þessu sinni er táningurinn Nikolaos Tobros. Hann fæddist þann 27 maí 1986 og er grískur. Hann hóf feril sinn sem knattspyrnumaður með gríska liðinu Fostiras. Hann spilar stöðu varnarmanns og nú um þessar mundir er hann einn heitasti varnarmaðurinn í bransanum í dag. Núna spilar hann fyrir breska liðið Blackburn Rovers og var hann fastur maður í vörninni í liðinu með hinum nígeríska Taribo West.
Nú, Niko hvað varð til þess að þú ákvaðst að ganga til liðs við Blackburn?
“Ég veit ekki alveg, mér fannst enska deildin spennandi viðfangsefni og ekki spillti það fyrir að Blackburn voru að fara að spila í meistaradeild Evrópu.”
Þegar þú varst keyptur fyrir um 500 þúsund sterlingspund fór það beint í heimsfréttirnar, hvernig leið þér að vera orðinn heimsfrægur aðeins 16 ára gamall?
“Auðvitað var þetta skrítin tilfinning en það var enn skrítnara að vera á forsíðum allra blaða sem ég sá, ég hafði aldrei komist í neitt blað, hvað þá á forsíðu.”
Þér hefur verið líkt við marga varnarmenn eins og t.d. Allesandro Nesta. Hvað finnst þér um það?
“Í rauninni þá tek ég ekkert mark á þessu því þetta getur orðið til þess að ég ofmetnist og hætti að spila með hjartanu og þar af leiðandi tek ég ekkert mark á þessum sögusögnum.”
En förum aðeins aftur í tímann, hvenær byrjaðir þú að spila knattspyrnu?
“Ég fæddist í litlum bæ í Grikklandi og ég byrjaði að æfa með liðinu Fostiras 6 ára gamall. Þegar ég var 12 ára var ég tekinn í unglingaliðið hjá þeim og þegar ég var orðinn 15 ára gamall spilaði ég minn fyrsta leik í grísku 2. deildinni. Ég byrjaði reyndar á bekknum en kom inná í hálfleik.”
Þú slóst í gegn með Fostiras og áttir mjög gott tímabil með þeim en var eitthvað sem sleit þig frá æskufélaginu?
“Eins ég og sagði áður þá fannst mér enska úrvalsdeildin spennandi en ég og þjálfarinn áttum í miklum samskiptaörðugleikum. Það var fenginn nýr þjálfari um mitt tímabilið og hann hafði enga trú á mér og lét mig alltaf sitja á bekknum og í þau fáu skipti sem ég fékk að spila kom ég inná á 88, 89 eða 90 mínutu leiksins. Það var eiginlega aðal ástæða þess að ég vildi flytja mig um set.”
Gamalt verkefni er horfið á braut en nýtt verkefni tekur við, Blackburn Rovers, hvernig lagðist þetta nýja verkefni í þig í fyrstu?
“Þetta lagðist bara mjög vel í mig strax frá byrjun, nú var tíminn til að sanna sig og ætlaði ég að gera það. Það var mikið meiri samkeppni hjá Blackburn en hjá Fostiras og ég vissi að ég yrði að leggja hart að mér.”
Þetta var sannkallað gulltímabil hjá þér og verður seint leikið eftir, hvernig er það að vera aðeins 16 ára og slá í gegn á sínu fyrsta tímabili?
“Þetta var yndislegt tímabil og mun seint renna mér úr minni. Strax í fyrsta leik á móti Standard Liége í forkeppni meistaradeildarinnar gaf stjórinn mér tækifæri og setti mig í hjarta varnarinnar ásamt Taribo West. Eftir þennan leik vissi ég að hann treysti mér fullkomlega fyrir varnarhlutverkinu enda spilaði ég allann leikinn.”
Þú blómstraðir með hverjum leiknum enda valinn þrisvar sinnum “Young player of the month” og einu sinni “Player of the month”, þú skoraðir líka nokkur mörk?
“Já ég held að það hafi ekkert komið mér á óvart að hafa verið valinn þrisvar sinnum besti ”unglingurinn“ í deildinni enda spilaði ég mjög vel og tók stjórinn saman meðaleinkunn yfir árið og var hún 7,93 og svo var ég valinn fjórum sinnum maður leiksins. Ég skoraði sjö mörk á leiktíðinni og þar af sex í deild og eitt í meistaradeild.”
Hvað var svo sætasta markið sem þú skoraðir?
“Það er án efa markið sem ég skoraði á móti Arsenal úr víti, enda tryggði ég okkur 1-1 jafntefli í leiknum. Já, leikurinn var á Highbury.”
En að lokum, hverju áttiru síst von á þegar þú gekkst til liðs við Blackburn?
“Auðvitað var það að stjórinn hafði tröllatrú á mér og treysti mér fullkomlega enda náði ég að halda Martin Taylor á bekknum. En svo var það rúsínan í pylsuendanum að við náðum að hampa enska meistaratitlinum. Þetta var yndisleg stund og ég mun seint gleyma henni.”
Við þökkum hinum gríska Nikolaos Tobros fyrir spjallið og ósku honum góðs gengis með Blackburn Rovers.
Ástæðan fyrir þessari grein er sá að mig langaði til þess að benda ykkur hugurum á þennan leikmann, Nikolaos Tobros, þetta er hreint út sagt alger snillingur og byrjar hann 15 ára í leiknum. Ég veit ekki hvort að hann sé í CM4 en hann er í CM 01/02 með patch. Ég ráðlegg þeim sem spila 01/02 að kaupa þennan leikmann og er hægt að fá hann fyrir svona 450k.
Með fyrirvara um innsláttar- og eða stafsetningarvillur, ég er puttabrotinn.
Takk fyrir mig
kv. Geithafu