Eftir að hafa meðal annars legið inni á sjúkrahúsi í nokkurn tíma og miklar annir í skólanum ákvað ég að fórna heilu kvöldi í það að rifja upp gömul kynni mín við CM4, sem ég hef satt að segja ekki gefið allan þann tíma undanfarið sem leikurinn þarfnast.


Ég kom mér vel fyrir inni í notalegu herbergi mínu, með Pepsi í annnarri höndinni og fartölvuna í hinni. Eftir rækilega íhugun ákvað ég að taka við Leicester, sem mér fannst vera spennandi verkefni. Ég gleymdi mér alveg í leiknum og mundi núna hvað það var alltaf gaman í þessum leik, hvernig gat ég gleymt því? Ég var komin vel á veg í deildinni og eftir 10 leiki var ég í kapphlaupi um 1. sætið. Þá var ég búin að vera svona einn og hálfan klukkutíma fyrir framan skjáinn. En þá, einmitt á magnþrungnu andartaki í spennandi bikarleik við Sunderland..fór rafmagnið af! Ég hefði orðið alveg öskureið EF að ég hefði EKKI verið í fartölvu;) Rafhlöðurnar voru nú samt að klárast og ég neyddist til að vista leikinn og hætta í bili. Eftir skamma stund kom rafmagnið aftur á og ég gat haldið áfram þar sem ég hætti síðast. En ég hafði nú ekki verið lengi að þegar ég datt skyndilega út úr leiknum. Ég skildi nú ekkert í þessu og reyndi áköf að komast inn í leikinn aftur. Ekkert gekk. Ég neyddist því til að ná í seivið góða og færa það yfir í hina tölvuna, sem er frammi. Ég fór fram og kveikti á henni og fór á meðan ínni í herbergi aftur og náði í diskinn með seivinu. Þegar ég kom til baka blöstu þessi orð við mér á skjánum: Windows could not start properly. Push ‘r’ to restart. Ég ýtti auðvitað á ‘r’ en ekkert gekk. Alltaf kom það sama á skjáinn. Ég gafst þá bara upp og var farin að huga að sjálfsmorði. Er mér ekki ætlað að spila þennan leik? Hvers konar líf væri það þá? Þá vildi ég nú frekar deyja..heldur en að lifa án þessa leiks. En þá datt mér skyndilega annað ráð í hug. Ég hringdi í góðan vin minn og spurði hvort hann væri ekki til í að starta nýju seivi með mér og taka smá keppni. Já jújú, hann var sko til í það og ég dröslaðist með fartölvuna aftur inn í herbergi og ætlaði að fara út. En það átti greinilega ekki að ganga eftir því ég fann hvergi skóna mína góðu. Þá var ég nú farin að hugsa: Jesús góður, hvað er í gangi? En eftir að hafa náð í litla bróður minn og lamið hann til óbóta náði ég loksins upp úr honum hvar skórnir mínir voru faldir. Ég fann til mikils léttis og hljóp af stað til vinar míns. Þegar ég kom þangað bankaði ég létt á útidyrahurðina eins og venjan er hér á Íslandi seint á kvöldin og til dyra kom móðir hans. Ég spurði hana hvort að þessi ákveðni vinur minn væri ekki heima en nei, hann hafði farið eitthvað út! Þarna var ég gjörsamlega komin með upp í háls á þessu öllu. Ég strunsaði heim í MJÖG fúlu skapi. Þegar heim var komið fór ég inn í herbergi og sá að ég hafði gleymt að taka símann minn með. 1 message received. Champ.Man GSM: Hey Heiður, við verðum heima hjá Andra, komdu þangað. Ætlum að vera fjögur, miki skemmtilegra!:D Ohhh hvað ég varð brjáluð. En þegar þarna var komið við sögu var ég ekki að nenna að fara aftur út og gera enn aðra tilraunina til að spila þennan leik! Ég lagðist einfaldlega upp í rúm og hugsaði: Fall er fararheill, mér gengur bara betur næst! ;o)