Þetta er framlag mitt til sögekeppninnar í október. Þetta save er gert í patchi og með EP5.
Ég var í fríi á Ítalíu með fjölskyldunni eftir margra ára strit og púl sem þjálfari og leikmaður hjá ýmsum liðum á Norðurlöndunum. Við sátum og drukkum morgunkaffi hjá hálf-ítalskri frænku okkar sem búsett var í Milano. Hún sat og blaðraði og blaðraði meðan við hlustuðum og hlógum að hreimnum hennar. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að skrúfa fyrir orðaflóðið útúr henni rétt á meðan íþróttafréttirnar voru lesnar á ensku í útvarpinu. Það tókst nú ekki betur en svo að ég heyrði bara að Massimo Moratti stjórnarformaður Inter og gamall kunningi minn hefði rekið Hector Cúper knattspyrnustjóra liðsins eftir hávaðarifrildi þeirra um meira fé sem Cúper vildi fá í budduna til að kaupa leikmenn.
Svo heyri ég ekkert meira fyrr en í matarboði hjá Moratti kvöldið eftir. Þá tekur Moratti mig á tal inni í stofu eftir matinn og býður mér starfið. Ég sagði strax já og eftir samþykki fjölskyldunnar og nafnið mitt neðst á blað þá flutti ég til Ítalíu og gerðist knattspyrnustjóri Inter.
Hópurinn sem ég byrjaði með var hreint útsagt frábær og ég sá ekki ástæðu til að kaupa neinn og hófst strax handa við að búa til leikkerfi sem hentaði liðinu. Ég prófaði að nota 4-4-2 með mjög sókndjarfa kantmenn sem ég lét fara alveg uppað framherjunum. Fyrsti leikurinn var í undankeppni meistaradeildarinnar gegn Rosenborg og ég vann 4-0. Í seinni leiknum gat ég því leyft mér að slaka aðeins á og varð 2-2 jafntefli niðurstaðan. Á milli þessara leikja keppti ég tvo æfingaleiki sem ég vann mjög örugglega. Þá var allt klappað og klárt fyrir komandi tímabil.
Ég byrjaði mjög vel í deildinni, vann fyrstu tvo leikina og tapaði svo á móti spútnikliði Sampdoria en síðan komst liðið á skrið og við unnum 21 leik í röð hvorki meira né minna. Í meistaradeildinni lenti ég með Hammarby, Monaco og Real Madrid í 1. riðli. Þar byrjaði ég á að taka Hammarby í bakaríið 6-1 á heimavelli og vinna Monaco svo 4-0 á útivelli. Nú var ég orðinn mjög bjartsýnn á framhaldið í keppninni. En ég gerði það ekki gott í leikjunum við Real Madrid, 2-2 jafntefli heima þar sem Christian Vieri jafnaði fyrir Inter á 90. mín og 0-2 tap á útivelli. En þetta reddaðist allt í seinustu tveimur leikjunum. 2-0 sigur á Hammarby og 7-1 rúst gegn Monaco komu mér áfram í meistaradeldinni. Þegar þarna var komið var ég kominn með gott forskot í deildinni og Vieri var að brillera sem og Belozoglu Emre og Ivan Cordoba sem var ómissandi í vörninni. Í 2. riðli meistaradeildarinnar dróst ég á móti Chelsea, Stuttgart og Real Sociedad. Það er skemst frá því að segja að ég komst örugglega uppúr þessum riðli í efsta sæti án þess þó að vera að vinna einhverja stóra sigra. Ég og mínir menn vorum enn að stækka bilið á milli okkar og næstu liða í deildinni og vorum komnir frekar nálægt því að tryggja okkur titilinn í mars. Titilinn tryggði ég mér síðan endanlega á móti Reggina á heimavelli í 31. umferð með 2-0 sigri sem ég hefði getað unnið miklu stærra.
Í 8-liða úrlitum meistaradeildarinnar mætti ég Juventus eina liðina sem ógnaði mér eitthvað í Serie A á Ítalíu. Fyrri leikurinn fór fram á Giuseppe Meazza í Milanoborg þann 9. apríl 2003. Leikmenn fóru hægt af stað og það fyrsta markverða sem gerðist var þegar Álvaro Recoba skoraði eftir að hafa leikið á Buffon í markinu á 45. mínútu. Eftir þetta var mikið fjör í leiknum og Alessandro Del Piero jafnaði á 75. mínútu fyrir Juve. Jafntefli voru sanngjörn úrslit i þessum leik. Í seinni leiknum var ég miklu betri í fyrri hálfleik og Recoba skoraði tvö mörk fyrir hlé. Í seinni hálfleik snerist þetta hinsvegar við og Juve menn voru miklu betri og voru búnir að jafna þegar 25 mín. lifðu af leiknum. Ég brjálaðist og sendi Andy van der Meyde inná fyrir Emre og lét Meyde fara með skilaboð inná völllinn um að pressa mennina meira og gefa þeim minni tíma með boltann. Það virkaði og mínir menn héldu út leikinn og Inter komst áfram á útimarkareglunni.
Íundanúrslitum dróst ég gegn Bayern Munchen. Við byrjuðum á að fara til Þýskalands og töpuðum þar 0-1. Ég var náttúrulega alls ekki sáttur og sagði mínum mönnum að áhorfendur ættu meira skilið en þetta á heimavelli eftir 2 vikur. Inter fékk óskabyrjun í leiknum þegar dæmd var vítaspyrna á Bæjara eftir aðeins 3 mínútur. Álvaro Recoba tók spyrnuna en skaut framhjá. Eftir þetta áttum við gjörsamlega leikinn og við unnum 2-0 með mörkum frá Sabri Lamouchi og Julio Ricardo Cruz á 84. og 86. mín.
Þá var það bara úrslitaleikurinn sjálfur gegn Chelsea á Ashburton Grove í London. Byrjunarlið mitt var þannig skipað: Toldo GK Zanetti DR Coco DL Cordoba DC Cannavaro DC Meyde MR Fadiga ML Dalmat MC Emre MC Recoba FC Cruz FC. Chelsea-menn voru sterkari í leiknum og komust þrisvar sinnum yfir en Álvaro Recoba jafnaði alltaf og í þriðja skiptið var það á 91. mín. Í framlengingunni var Inter sterkari aðillinn og á 112. mín tryggði Recoba mér titilinn með 4. marki sínu í leiknum.
Bikarinn: Í 2. umferð bikarsins lenti ég gegn Siena og vann þá samanlagt 2-0 með varaliðið í báðum leikjum. Í 8-liða úrslitum lenti ég gegn Parma og vann þá 2-0 og 3-1. Þá voru undanúrslitin framundan gegn Juventus. Þeir voru auðveldari en í meistaradeildinni og ég komst í úrslit 5-2 samanlagt. Þar mætti ég Milan. Fyrri leikinn vann ég 3-1 með mörkun frá Vieri 2 og Emre. Seinni leikurinn var meira spennandi og hann fór 3-2 fyrir mér.
Þegar upp var staðið var ég mjög ánægður með þetta tímabil og þar sem þetta var í fyrsta skipti sem ég klára tímabil í CM 4 var þetta betra en ég þorði að vona.
Eftir tímabilið seldi ég síðan Cristiano Zanetti til Valencia á 4,4 millz sem voru mikil mistök ég hefði getað selt hann á miklu meira. Eftir þessa sölu keypti ég Denilson á 15 millz, Mido á 5,5 millz og Chivu á 11 millz.
Yfirlit yfir verðlaun og þannig:
Deild: 1. sæti 34 28 2 4 95 23 +72 86
Bikar: 1. sæti
Meistaradeild: 1. sæti
Bestu leikmenn: Christian Vieri: hann skoraði 65 í 47 leikjum og var með 8,35 í meðaleinkunn.
Belozoglu Emre: Besti miðjumaðurinn minn var alltaf með góðar einkunnir og lagði upp mörg mörk. Meðaleinkunn: 7,82
Ivan Cordoba: Besti varnarmaðurinn minn. Meðaleinkunn: 7,96.
Verðlaun:
Serie A:
Defender of the year: Javier Zanetti
Foreign player of the year: Ivan Cordoba
Italian player of the year: Christian Vieri
Manager of the year: Ég
Player of the year: Francesco Toldo
Team of the year: Toldo Coco Zanetti og Emre
Top goalscorer: Christian Vieri 45 mörk
Evrópa
Goalkeeper of the year: Francesco Toldo 3. sæti
Striker of the year: Andy van der Meyde 3. sæti
Heimurinn
Footballer of the year: Fabio Cannavaro
Player of the year: Christian Vieri
Svona stillti ég oftast upp:
—————————-Toldo—————- ——-
–Zanetti—–Cannavaro———Cordoba——- Coco——
–Meyde——-Dalmat/Lamouchi———-Emre —–Kallon/Fadiga
———————–Vieri—–Re coba/Cruz
Ég þakka fyrir mig og vona að ykkur líki þessi frumraun mín í sögum hér á huga.
Kv.
Kaffipoki