Hver er Nick Rios Haugen? Ef þú hefur spilað CM4 með norsku deildina hefurðu líklegast orðið var við leikmann sem heitir Nick Rios Haugen, ef ekki þá hefurðu orðið mikils á mis.

Ég man ennþá eftir því þegar ég keypti Haugen fyrst, ég hafði ákveðið að taka við annarardeildarliðinu Wigan (sem ég tók ástfóstri við í CM01/02) og reyna að koma því upp í efstu deild. Ég hafði með efstu deildirnar í Austuríki og Noregi í þeirri von að finna þar efnilega unga leikmenn. Ekki man ég hvað ég fann í Austuríki en í norska liðinu bærum fann ég 17 ára pilt að nafninu Nick Rios Haugen.
Það sem vakti strax athygli mín var hversu margar háar(18+) einkunnir hann hafði, og hann virstist við fyrstu sýn vera efni í hinn fullkomna kanntmann (AM/F R/C) og ekki skemmdi lágt verð fyrir (65k).
Þetta gerðist svo í einum af fyrstu leikjunum sem hann spilaði fyrir mig:
Haugen er með boltan á miðjuni, hleypur áfram með hann, fer framhjá varnarmanni, og öðrum varnarmanni, hann hleypur enn með boltann sólar þriðja mann og svo þann fjórða kemur einn á móti markmanni leikur á hann og leggur boltann í autt markið. Ég var ástfanginn!
Ég komst beint uppí úrvalsdeild þar sem Haugen var ennþá besti leikmaðurinn í liði mínu og skapaði mörk í massavís en aftir tvö ár í efstu deild missti ég áhugan og byrjaði á öðru save-i. Ég hef sjaldan orðið eins hissa og þegar ég uppgvötaði það að Haugen var ekki lengur í leiknum. Ég byrjaði strax á öðru save-i og hafði nú Norsku deildina með, og viti menn Haugen á sínum stað… en bíddu… hann er 19 ára… hvað er að gerast… og samt síðri en í gamla save-inu ef eitthvað er. Jæja ég kaupi hann samt og læt hann spila, hann stendur sig vel en er þó ekki allveg sami snillingurinn og síðast (enda var ég með úrvalsdeildarlið að þessu sinni).
Eftir þetta hef ég nánast alltaf haft norsku deildin með og Haugen er alltaf á bilin 16-20 ára og yfirleitt frábært efni en stundum bara góður. En hvernig stendur á því að hann er alltaf misgamall? Er hann eitthvaðgóður í allvörunni? Er hann kannski ekki einu sinni til? Þessar spurningar hafa brunnið á mér í marga mánuði allt þar til í dag að ég fattaði að leita á nafninu hans á netinu.

Þessi drengur virðist (miðað við það sem ég fann) vera þónokkuð efni, og miðað við þessa línu af sænskri íþróttafréttasíðu(http://www.lf.no/Se_news1div.asp?Arti cle_ID=97), ótrúlefur “dripplari”:

“…Tor Ole Skullerud sender inn på Nick Rios Haugen for Bærum. Kvarteret etter dribler 17-åringen av tre forvirrede Østsidenforsvarere og sender Bærum i ledelsen”

það er að segja ef ég skil þetta rétt, (sólar þrjá menn og skorar eftir að hafa verið inná í korter)
Þarna sjáum við líka að hann er í raun 17 ára(misræmi aldurs í CM er þó ennþá ráðgáta)
á annari síðu (http://www.bt.no/okonomi/neringsliv/article178623) getum við séð að hann er í U17 ár landsliði Norðmanna
á heimasíðu bærum(http://www.baerumsk.no) er þetta sagt um
Nick “rios rios rios rios rios rios” Haugen:

“Grunnet sine evner til å forhandle seg frem til gode avtaler med undertegnede blir denne profilen endret litt!! Nick er et kjempetalent som skal bli meget spennende å følge utover sesongen. Han har en voldsom overstegsfinte som mange kan misunne han. Pluss at han tross sin unge alder vet å bruke sin teknikk riktig, han imponerer også med sin spilleforståelse. Det skal nevnes at Nick IKKE er noe playboy…. :)”

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki rassgat af því sem stendur þarna en set þetta með í þeirri von að einhver þíði þetta fyrir mig (plís)

Jæja þá eru vonandi allir orðinir mun fróðari um Nick Rios Haugen og ég hvet ykkur til að velja Norsku deildina næst og reyna hann á hægri kanntinum (hann er reyndar frábær í öllum sínum stöðum) og líka til þess að kynna ykkur ykkar uppáhalds CM leikmenn í CM

Grolsch