Jæja góðir CM spilarar!

Nú hef ég komist að niðurstöðu í Sögukeppninni sem ég var að starta. Það voru 8 keppendur í tveimur flokkum, CM0102 og eldri og CM4. Ég vona að fleiri muni skrá sig í keppnina í október. Keppnin var mjög jöfn, sérstaklega í CM0102 flokknum þar sem að tvær sögur voru mjög svipaðar en að komst ég að niðurstöðu að lokum og vona að allir verði þokkalega sáttir við hana.

CM0102 og eldri:

Í fyrsta sæti er Geithafur með frábæra sögu um Halifax Town.

Í öðru sæti er vassel, líka með frábæra sögu en ég varð að velja eina svo, sorry vassel.

Í þriðja sætinu er sindro með alveg hreint ágæta sögu líka.

Skammarverðlaunin hlýtur svo hann leifur2, lesið bara söguna, hún á frekar heima á brandarar.

CM4:

Í fyrsta sæti er jeffers með geðveika sögu!
Til hamingju jeffers!!!

Í öðru sæti er hann massimo með Fiorentina söguna sína. Mjög vel gerð saga.

Í þriðja sæti er hann jonnif með ágæta sögu!

Í fjórða sæti er gomez og hans saga var mjög fín en samt hefði verið betra að láta einhvern lesa hana yfir.

Jæja, ég vona að allir séu sáttir með dómgæsluna og að sem flestir skrái sig í keppnina í október og komi með frábærar sögur eins og núna!

kær kveðja

datoffy