Ég var ráðinn sem þjálfari Marinhense 29. júli 2001 og þegar ég kom var allt í lamasessi hjá liðinu, metnaður var enginn meðal stjórnarmanna félagsins og peningar voru af skornum skammti. Ég hafði efnast vel á knattspyrnu og umboðsmennsku og ákvað því að skella 4 milljónum punda inn í liðið. Það bar árangur og ég rústaði Central riðlinum í annarri deild B með 88 stig og komst örugglega upp í aðra deild.
Ég komst einni í 8-liða úrslit bikarkeppninnar þar sem ég datt út gegn Porto 1-0 í leik sem ég átti alveg. Vítor Baia var maður leiksins og ég var bara óheppinn að vinna ekki.
Nú eru átökin í annari deild að fara að byrja og ég er mjög bjartsýnn enda með mjög breiðan og sterkan hóp. Ég ætla að segja ykkur örlítið um þennan hóp minn.
Markmenn
Hugo Pinheiro er aðalmarkvörður minn og einnig vítaskytta liðsins.Hann er 21 árs Portúgali og er í U-21 árs liði Portúgala. Hann skoraði þrjú mörk úr þremur vítaspyrnum á síðustu leiktíð. Mjög traustur og góður markmaður.
M. Mbeng Jean er frábær markmaður sem kom frá Persija Jakarta í Indónesíu fyrir 450.000 pund í sumar. Hann er frá Kamerún og er 24 ára gamall. Gæti alveg eins slegið Hugo út ef hann er ekki að standa sig.
Varnarmenn
Kristján Sigurðsson er einn af 10 Íslendingum í liðinu. Mjög góður varnarmaður sem ég fékk fyrir aðeins 80.000 pund í lok tímabils. Hann er fastur maður í liðinu og mun spila stórt hlutverk á komandi tímabili.
Régis Amarante Lima de Quadros er venjulega bara kallaður Régis. Hann er 26 ára Brasilíumaður og kom til liðsins í sumar fyrir 600.000 pund, kannski svoldið mikið en kallinn er örugglega peninganna virði.
Claudio Brás er 25 ára Portúgali sem var mjög mikilvægur hlekkur í liðinu á síðasta tímabili og er búinn að spila lengi fyrir liðið. Hann verður mikið á bekknum á þessu tímabili.
Bruno Lucas er 21 árs Portúgali sem kom frá Leixoes á 120.000 pund. Hann spilar sem hægri bakvörður og passar því miður ekki inn í kerfið sem ég hyggst nota í á komandi tímabili af því að kerfið er bara með tvo miðverði og enga bakverði. Þessi strákur er samt mikið efni og ef að ég væri að spila annað kerfi þá væri hann hægri bakvörður Nr. 1.
Ivo er 26 ára Portúgali sem kom frá Gil Vicente á 120.000 pund í desember. Hann hefur ekki ná að sanna sig og ég hef ekkert hugsað um að nota hann á komandi tímabili.
Miðjumenn
Keita Amadou er 25 ára Kamerúni sem ég fékk til liðsins á frjálsri sölu fyrir tímabilið í fyrra. Hann spilaði 43 leiki á síðasta tímabili og var mikilvægur í hlutverki sínu sem varnartengiliður.
George Miranda Santos, öðru nafni Binho er 25 ára Brasilíumaður sme ég fékk frá Naval á 210.000 pund í janúar og hann spilaði alla leikina eftir að hann kom. Frábær leikmaður.
Edgar Pereira er 28 ára Portúgali sem hefur spilað með liðinu frá 1999 og stóð sig vel á síðasta tímabili. Hann var byrjaður að vekja athygli stórra liða og hæsta tilboðið var frá Beira-Mar uppá 400.000 pund sem ég neitaði reyndar enda er hann mjög traustur leikmaður.
Andri B. Þórhallsson er 18 ára miðjumaður sem er gríðarlegt efni og mun koma í stað Edgar þegar hann verður eldri. Ég ætla að koma þessum unga dreng á framfæri og hringdi um daginn í góðvin minn, Arnór Guðjohnsen umboðsmann sem ætlar að koma bráðlega og athuga með pilt. Einnig hefur heyrst að pilturinn hafi vakið athygli margra liða í Þýskalandi en ég veit ekki….
Agnar Freyr Gunnarsson er 17 ára strákur sem ég fékk frá Aftureldingu og hann mun vonandi verða góður leikmaður, hann er sterkur og duglegur auk þess að vera mjög ákveðinn og góður skallamaður.
Alexander Högnason er 33 ára og er sennilega sá leikmaður sem ungu strákarnir líta mest upp til. Hann tekur aukaspyrnurnar fyrir liðið. Ég held að hann eigi a.m.k. tvö góð tímabil eftir.
Orri Freyr Óskarsson er 22 ára hægri kantmaður með rosalegan hraða, frábæra skallatækni og mikið þol. Hann er mjög góður og kom frá Þór Ak. fyrir 55.000 pund í lok tímabilsins.
Artur Correia er varakantmaður fyrir Alexander Högnason og ég hef ekki mikið álit á honum en samt hann alltaf að bæta sig. Hann er aðeins 21 árs og hefur spilað 1 landsleik fyrir Angóla en annars er hann í U-21 árs liði þeirra.
Carlitos er 20 ára Portúgali sem mun veita Orra Frey mikla samkeppni um hægri kantmanns stöðuna. Hann kom frá Naval á 24.000 pund í sumar og virðist hafa hæfileika og nóg af þeim.
Kervin Lacey er 26 ára leikmaður frá Kosta Ríka sem ég fékk til liðsins frá Saprissa á 400.000 pund. Þetta er leikmaður sem verður mjög mikilvægur næstu árin. Hann gefur frábærar og eitraðar sendingar.
Patrick Mboma er reyndasti og þekktasti leikmaður liðsins og hefur spilað út um allann heim. Hann er að verða 34 ára og næsta tímabil gæti orðið hans síðasta. Hann hefur samt enn helling af hæfileikum og getur unnið leiki upp á eigin spýtur.
Sóknarmenn
Rolando Fonseca er reyndasti sóknarmaður liðsins og á að baki 82 landsleiki fyrir heimaland sitt, Kosta Ríka. Hann er frábær leikmaður sem skilar alltaf sínu. Hann er mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins og var valinn leikmaður ársins hjá þeim á síðasta tímabili.
Sævar Freyr Alexandersson er bara 16 ára en er samt að verða fastamaður í liðinu. Drengur þessi er fæddur markaskorari og kom frá Aftureldingu 18.000 pund í desember. Hann er einnig unglingaþjálfari hérna hjá mér krakkarnir líta upp til hans.
Jorge er 18 ára markamaskína sem mun veita Sævari mikla samkeppni um sæti í liðinu. Ég keypti hann frá Leixoes á 22.000 pund og hann hefur greitt til baka í mörkum. Hann er gríðarlegt efni og gæti orðið stórstjarna.
Grétar Ólafur Hjartarson kom frá Grindavík í sumar fyrir 40.000 pund og hann verður í aukahlutverki á komandi tímabili. Hann er að verða 25 ára og átti frábært tímabil með Grindavík í fyrra.
Garðar Bergmann Gunnlaugsson er 19 ára og mun verða frábær leikmaður. Hann þarf bara smá tíma og einhver tækifæri og hann verður betri en Eiður Smári innan þriggja ára.
Hann kom frá ÍA á 40.000 pund í desember.
Ég vona að þessi hópur komi mér uppí Úrvalsdeildina á innan við þrem árum og að allir ungu leikmennirnir mínir muni verða mjög góðir á næstu árum.
Lifi AC Marinhense!!!