Eftirfarandi er framlag mitt í sögukeppninni:

1. tímabil:

Ég hafði verið að skoða fótboltafréttirnar á textavarpinu og sá að þjálfara Florentia Viola sem spiluðuí Seriu C2B hafði verið vikið frá störfum eftir að hafa sleppt mörgum æfingum og skroppið á nektardansstaði í staðinn. Ég hafði verið atvinnulaus í bráðum eitt og hálft ár eftir að hafa verið rekinn frákvennaliði Pescara í ítölsku utandeildinni þar sem allt hafði gengið á afturfótunum. En allavega flaug égtil Flórens á Ítalíu og sótti um starfið eins og nokkrir aðrir höfðu gert m.a. Krassakov Kilikov fyrrum knattspyrnuhetja frá Kasakstan. En ég datt í lukkupottinn og fékk starfið góða og hafðist ég handa strax.Ég byrjaði á því að kaupa efnilegan skota að nafni Mark Kerr frá Falkirk og eftir það fylgdu nokkrargamlar kempur á frjálsri sölu en þar voru menn eins Ivan Hurtado og Gustavo Mendez. Einnig fékk ég nokkra efnilega leikmenn frá stórliðum í Evrópu eins og Alex Pinardi frá Atalanta sem vildi ólmur ganga til liðs
við mig og Yabukari Yakubu frá Ajax sem vildi síður en svo leika í 6. deild en skipti fljótlega um skoðunþegar hann sá hversu fær þjálfari ég var. Þá var ég nokkuð ánægður með liðið mitt en þrátt fyrir það losaðiég mig við nokkra unga stráka úr varaliðinu sem áttu við áfengisvandamál að stríða en voru þeir undir áhrifumer þeir mættu á æfingu hjá varaliðinu að sögn þjálfara varaliðsins. Þá var komið að fyrsta leik tímabilsins gegn Sangiovannese í Serie C cup og vannst hann örugglega 3-0 þar sem Igor Korneev fyrrum rússneskur landsliðsmaður setti tvö og Christiano Riganó eitt. Eftir það komu sex sigrar í röð þar sem ég skoraði 18 mörk og fékk ekkert á mig. Stjórnin var búinn að lofa mér kauphækkum og góðri summu í vasann og einnig nýjan bíl og stórt hús einnig ef ég myndi taka Serie C cup. Næst mætti ég A-deildar liðinu Empoli í Italian Cup og tapaði þar 0-1 þar sem ég var mun betri í leiknum en svona er lífið og stuðningsmennirnir voru mjög sáttir við það sem búið var af tímabilinu.

En sigurgangan í Serie C cup og deildinni hélt áfram og vann ég næst Castel di Sangro í deild 3-0 og ProVercelli í bikar 2-0. Síðan kom fyrsta jafnteflið mitt gegn Gualdo í deildinni og engin mörk voru skoruð þar. Og ég hélt áfram að vinna og vinna og Rigano var kominn í guðatölu hjá stuðningsmönnum þar sem hann skoraði næstum í hverjum leik. Svona hélt þetta áfram og í byrjun desember hafði ég aðeins tapaði einum leik í viðbót og gert eitt jafntefli og sat langefstur á toppnum og var aðeins búinn að fá á mig fjögur mörk í öllum leikjum. Markmaðurinn Andrea Ivan var að standa sig frábærlega eins og markatalan gefur til kynna, og ég var kominn í fjórðungsúrslit í Serie C cup og mætti ég þar Pistoiese og vann samanlagt 2-1 og mörg lið í Evrópu voru farinn að sýna mér áhuga en ég neitaði að ræða við þau því hér vildi ég vera og byggja upp stórveldi. Þegar leikmannaglugginn opnaði fór ég að leita að sóknarmanni því Korneev var ekki að standa sig nógu vel og bauð ég 325k í leikmann Rimini Adrián Ricchiuti og það var samþykkt og nokkru síðar var hann orðinn leikmaðurminn og komst í
mjúkinn hjá stuðningsmönnum í fyrsta leik þar sem hann skoraði þrennu. Einnig fékk ég á láni Gabri frá stórliði Barcelona þar sem hann komst ekki í liðið og vildi ólmur leika fyrir mína hönd, og Philippe Mexes frá Auxerre. Liðið var tilbúið fyrir lokasprettinn!

Efir áramót vann ég fyrstu átta leikina og fékk á mig eitt mark og Ricchiuti og Rigano voru sjóðheitir frammi, skoruðu níu mörk saman frammi í þessum fyrstu átta leikjum. Síðan kom markalaust jafntefli við Grosseto en ég átti allann leikinn en ég var samt kominn með 20 stiga forskot og titillinn nánast orðin minn. Næstu sex leiki vann ég og fékk aðeins á mig eitt mark en skoraði 12 en síðan kom 1-1 jafntefli við Spezia í undanúrslitum Serie C cup en ég komst áfram í úrslitaleikinn því ég vann fyrri leikinn 2-1 fyrir stuttu. Það voru aðeins þrír leikir eftir í deildinni og fékk ég sex stig út úr þeim með markatöluna 8-1. Í lokadeildarleiknum mínum gegn Sassoulo á heimavelli hampaði ég bikarnum fyrir framan fullan völl en þúsundir stuðningsmanna biði til að fagna hetjunum sínum er þeir gengu í skrúðgöngu útaf vellinum með bikarinn á lofti. Þeir voru svo sannarlega búnir að mála Flórens fjólubláa. En þeir þurftu að halda sér á jörðinni því eftir voru tveir úrslitaleikir gegn Pescara í Serie C cup. Fyrri leikurinn fór 1-1 þar sem Ricchiuti skoraði mark okkar á 45 mínútu eftir að Bonfanti hafði komið Pescara yfir á 32 mínútu. Það var mikil stemming á Ólympíuleikvanginum í Róm á seinni leiknum, fullur völlur og milljónir mannna um allan heim fylgdust með leiknum og allir pöbbur í Flórens yfirfullir. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik en á 67 mínútu fékk Di Fabio sitt annað gula spjald og þrem mínútum síðar gaf Di Livio fyrir markið og Rigano skallaði í markið en dómarinn benti á punktinn og dæmdi víti í stað marks. Stuðningmennirnirvoru brjálaðir og grýttu dómarann með öllu tiltæku, Hurtado tók vítaspyrnuna en skaut langt framhjá, spennan
var þvílík og á 90 mínútu gaf Kerr fyrir markið og Rigano skallaði boltann í netið og voru það lokatölur leiksins og Florentia Viola búnir að vinna Serie C cup. Ég var orðinn hátt metinn hjá stuðningsmönnum liðsins og sungu þeir nafnið mitt er lokaflautið gall. Rigano var kosinn besti maður tímabilsins og var einnig markahæstur í deildinni og Andrea Ivan var kosinn besti markmaðurinn og ég besti managerinn.


2. tímabil:


Nú þegar ég var kominn í Serie C1A var ég mun betur staðinn peningalega séð og krækti mér því í Saliou Lasissi frá Fílabeinsströndinni á frjálsri sölu frá Roma þar sem honum gekk illa að festa sig í sessi. Einnig fékk ég tyrkneska landsliðsmanninn Hakan Sükür frá Blackburn fyrir sama verð. Ungur miðvörður að nafni Marco Teani kom frá Albonoleffe fyrir 110k, Lasha Chelidze ungur varnarmaður frá Georgíu kom til mín frá Kutaisi í heimalandinu á 180k og að lokum fékk ég efnilegan brasilíumann að nafni Toró en hann var án liðs og kom því án greiðslu.
Að auki framlengdi ég lánsamninginn við Mexes um eitt tímabil, og fékk hægri kantmann frá Ajax einnig á láni að nafni Daniel Cruz auk Metuzalem á miðjuna frá Parma en hann spilaði samt mest á vinstri kantinum til að gera pláss fyrir Sükür frammi og Ricchiuti þá á miðjuna. Ég byrjaði á að spila einn æfingaleik sem ég stjórnaði sjálfur gegn Verona þar sem ég náði markalausu jafntefli en sigraði í vítaspyrnukeppni þar sem Ivan fór á kostum. Í Serie C cupvar ég með Liverno, Pisa, Pontedera og Sangiovannese í riðli G og mætti ég Livorno í fyrsta leik. Aðdáendur liðsins kröfðust þess að liðið færi upp um deild eftir að hafa keypt þessa sterku leikmenn og var ég búinn að gefa þeim loforð um að við færum beint upp í Seriu B. Þeir tóku því vel og hétu þess að mæta á alla leiki til að styðja liðið því það gæti orðið mikilvægt á lokasprettinum í deildinni. Við töpuðum fyrsta leiknum í Serie C cup fyrir Livorno 2-1 eftir að ég komst í 1-0 með marki Rigano. Síðan fórum við í 4 daga æfingaferð til Íslands þar sem við mættum FH, KR, Keflavík og KA. Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að leita að efnilegum leikmönnum sem og undirbúa sig fyrir deildina. Það voru margir ungir og efnilegir leikmenn þarna en hreifst ég helst að tvítugum varnarmanni, Jökli Elísabetarsyni, framherjunum Veigari Pál Gíslasyni og Hauk Inga Guðnasyni og skildin ég njósnarana mína eftir á klakanum til að fylgjast nánar með þeim. En þegar við vorum komnir á Akureyri mættum við KA í leik sem endaði 2-0 fyrir okkar mönnum. En eftir leikinn kom ungur maður til mín og sagðist heita Jóhann Þórhallson og væri að reyna að komast í atvinnumensku og að hann yrði samningslaus nú í 2. nóvember ég bauð honum að æfa með okkur á síðdegisæfingu og leyst vel á hann og bauð honum samning sem hann samþykkti og myndi hann koma í byrjun nóvember. Einnig var ég með einn leikmann í huga sem spilaði með FH gegn okkur í Íslandsförinni, Emil Hallfreðsson, 19 ára vinstri kantmann sem stóð sig vel gegn okkur og bauð ég FH 65k fyrir stráksa og var því tekið og varð hann leikmaður okkar innan fárra daga. Þá var komið að leik í Italian Cup gegn Catania á útivelli, hann fór ekki eins og ég hafði til ætlast og boðaði ég til blaðamannfundar þar sem ég lofaði stuðningsmönnum að þeir fengju mörk og sigra í næstu leikjum, og þetta gekk eftir.

Næst kom löng sigurganga með slatta af mörkum og sigraði ég Sangiovannese 2-0, Livorno 2-1, Alzano 7-0 þar sem Rigano setti 4 Sükür 2 og Emmi Hall 1, Pontedera 1-0, Pisa 8-0 þar sem Toró sem ég gaf tækifæri frammi setti fernu og Matuzalem, Hurtado og Sükür eitt og seinasta markið var sjálfsmark. Síðan kom skellur gegn Livorno í Italian Cup 0-4 og datt ég út þar en var kominn áfram í Serie C cup. Ég var aðeins búinn með einn leik í deildinni en hann hafði ég unnið 7-0 eins og áður kom framog var ég í 4. sæti en átti leik/leiki á flestöll liðin. Núna var liðið að undirbúa sig fyrir útileik gegn Teramo sem sátu í 2. sæti deildarinnar með 7 stig eftir þrjá leiki. Hakan Sükür kom mér yfir á sjöundu mín. eftir að hafa vippað lagalega yfir
markvörð Teramo. En á 60. min. ætlaði Hurtado að skalla til baka á Ivan en tókst ekki betur til en svo að skalla knöttinn í eigið net, nú þurfti maður að stóla á að sónarmönnunum tækist að skora. En þrátt fyrir endalaust mörg dauðafæri m.a. fjórum sinnum einn á móti markmanni tókst þeim ekki að skora, og á 93 mínútu skora Teramo!!! En það er sem betur fer dæmt af vegna
rangstöðu og lokatölur 1-1. Ég hélt langa skammaræðu eftir leikinn um kæruleysi og að klúðra svona færum gæti vegið þungt á lokasprettinum. Á morgunæfingunni daginn eftir leikinn mótmæltu 13 leikmenn varaliðsins því að þeir fengju ekki að spila meira með hópskrópi og rak ég þá alla frá liðinu með skömm. En nú var deildin að byrja fyrir alvöru en fyrst þurfti ég að keppa í 1. umf. Serie C cup gegn Treviso á heimavelli. Hann vann ég 3-1 þar sem Rigano setti 1 og Sükür 2. Síðan vann ég Lumezzane 3-0, Treviso 1-0 í seinni leiknum, Cesena 2-1,Lucchese 1-0, gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Varese, vann Carrarese 3-0 í 2. umferð Serie C cup fyrri leiknum, Spezia 2-0 í deildinni og svo seinni leikinn gegn Carrarese 3-1 og 6 samamlagt og stjórnin var nett ánægð. Ég var í 2. sæti í deildinni eftir 7 leiki og var einu stigi á eftir Cesena og Cremonese sem voru með 18 stig en ég var eina taplausa liðið en var með
tvö jafntefli. Ég var búinn að setja mér það markmið að vinna deildina og treysti ég leikmönnunum fullkomlega til þess. Næsti leikur var gegn liðinu í 4. sæti, Giulianova á heimavelli. Á 25. mínútu skoraði Emil Hallfreðsson með skoti af 25m færi upp í sammann, þannig var staðan í hálfleik. Svo á 64. mínútu tók Hurtado aukaskpyrnu, gaf á Rigano sem skoraði rétt fyrir innan teig upp í nærhornið. Sükür bætti síðan við 3. markinu á 72. mínútu en Mario Lemme minkaði muninn skömmu síðar en Sükür innsiglaði sigurinn á 86. mínútu með fjórða marki okkar og öðru sínu. Stuðningsmennirnir löbbuðu ánægðir útaf vellinum, þeir höfðu fengið nóg fyrir peningana. Eftir þennan leik var ég kominn í 2. sætið með 20 stig, einu stigi á eftir Cremonese með 20-3 í markatölu, fjórum mörkum betra en toppliðið, og enn taplaus. Það sem búið var af tímabilinu var Sükür markahæstur í liðinu með 19 mörk í 18 leikjum og Rigano 10 í 13 leikjum, Sükür var einnig með flestar stoðsendingar eða 9 talsins og Emil kom næstur með 6 sendingar. Það sást því að Sükür var mikilvægasti leikmaður liðsins um þessar mundir. Næst voru leikir gegn Treviso heima, Pisa úti, Cittadella úti og Ternana úti í Serie C cup fjórðungsúrslitum. Jóhann Þórhallsson var kominn til liðsins og lét ég hann beint í byrjunarliðið gegn Treviso því ég hafði trú á honum. Sükür kom mér yfir á 22. mínútu og í byrjun seinni hálfleik skoraði Jóhann með skalla í stöng og inn og Sükür bætti við þriðja markinu á 60. mínútu. Treviso minkuðu muninn á 63. mínútu í 3-1 og í 3-2 á 84. mín. en lengra komust þeir ekki og lokatölur 3-2. Næstu leiki vann ég flesta, en scoutarnir mínir komust að þeirri niðurstöðu eftir Íslandsdvölina að
Veigar Páll Gunnarsson væri leikmaður sem við mættum ekki missa af og setti ég hann efst á innkaupalistann.

Um áramótin vorum við á toppnum í deildinni með 42 stig eftir 16 leiki, 13 sigra og 3 jafntefli, 5 stigum á undan Cittadella sem sátu í öðru sæti. Hakan Sükür var kominn með 32 mörk í 28 leikjum og Þórhallsson sem hafði slegið Rigano út úr liðinu var kominn með 16 mörk í 10 leikjum. Hallfreðsson var lykilmaður í liðinu á vinstri kantinum kominn með 17 stoðsendingar. Ég var kominn í undanúrslitin í Serie C cup þar sem ég átti að mæta Mantova 7. apríl í fyrri leiknum á útivelli. Rigano var farinn í fýlu því að hann fékk ekki að spila eins og hann vildi og var að væla því í blöðin og tók ég þá ákvörðun um að setja hann á sölulistann. Einn af næstu leikjum sem ég spilaði var sá skrautlegasti sem ég hef nokkurn tíma spilað, leikur gegn Alzano, Ricchiuti kom mér yfir á 28. mínútu og á 32. fékk Kerr rautt og hinir víti, Rovinelli tók vítið en skaut framhjá, á 43. fékk svo Lassissi rautt spjald og ég 2 færri. Svo á 67. mínútu fá þeir annað víti! Rovinelli fær annað tækifæri til að skora, en viti menn, hann skaut aftur framhjá og vann ég leikinn 1-0:D. Ég gerði svo tilraun til að fá Diouf frá Liverpool að láni og einnig Vitaly Kutuzov frá Milan að láni líka. En Diouf ákvað frekar að fara tilSporting í Portúgal og Vitaly Kutuzov varð um kyrrt svo ég gerði ekkert af viti meðan leikmannamarkaðurinn var opinn nema að neita tilboðum í Lasissi, Hurtado og Kerr. Ég vann alla leikina í janúar og sat á toppnum með 57 stig eftir 21 leik eftir fyrsta leikinn í febrúar, 3 jafntefli og 18 sigrar. Búinn að skora 59 mörk og fá á mig 8. Stjórnin og stuðningsmennirnir ákaflega ánægðir. Ég var búinn að tilkynna að við myndum ekki tapa leik í deildinni í vetur og það virtist vera á góðri leið og mér hafði verið lofað nýjum samningi með talsverðri launahækkun ef mér tækist að vinna deildina. Ég var nú með 9 stiga forskot í deildinni og 13 leikir eftir plús undanúrslitaleikirnir tveir í Serie C cup og jafnvel úrslitaleikur sem ekki væri leiðinlegt að komast í. Í næsta leik gegn Cesenakom Sükür mér yfir á 39. mínútu og var það 200. markið sem liðið skoraði undir minni stjórn en á þessum tíma hafði ég fengið á mig 33 mörk. Leikinn vann ég örugglega 2-1 og skoraði Sükür einnig hitt markið með skalla eftir hornspyrnu Emma Hall. Angelotti stjóri Milan hafði nýlega verið rekinn og ákvað ég að sækja um starfið, það var meira svona í gríni enda bjóst ég ekki við að fá starfið. Næstu leikir voru gegn Lucchese, Spezia, Pisa, Giulianova og Treviso, allir í deildinni. Með sigri gegn Lucchese gat ég náð 12 stiga forskoti en Lucchese eru erfiðir heim að sækja en auðvitað ætluðum við að sigra þennan leik og reyna að setja nýtt met, taplausir í deildinni, það hafði engu liði á Ítalíu tekist áður og margir voru búnir að leggja mikið undir í veðbönkum að okkur tækist það. En snúum okkur að leiknum, ég stillti upp mínu sterkasta liði nema að Hurtado var meiddur og Chelidze kom í hans stað í hjarta varnarinnar. Sükür kom mér yfir á 23. mínútu og aftur á 28. Þórhallsson kom mér síðan í 3-0 á 49. mínútu og Sükür fullkomnaði svo þrennuna með 4. marki okkar á lokasekúndunum. Með þessum sigri setti ég nýtt met; 13 sigrar í röð. Sem var bara mjög gott. Næst var á dagskrá heimaleikur gegn Spezia. Hann vann ég 4-2 þar sem Sükür setti 3 og Þórhallsson 1. Næsti leikur gegn Pisa var ansi skrautlegur, ég var kominn í 3-0 eftir fjórar mínútur og var 7-0 yfir í hálfleik. Mér tókst reyndar bara “aðeins” að vinna 10-0 og skoraði Sükür fimm mörk, Þórhallsson þrjú og Ricchiuti og Cruz eitt mark hvor. Annar stórsigurinn á Pisa á leiktíðinni. Milan réðu síðan Zaccheroni sem stjóra en mér var skítsama og byrjaði að einbeita mér að næsta leik gegn Giulianova. Ég var búinn að tryggja mér í playoff þrátt fyrir að það væru níu leikir eftir og var nánast með titilinn í höndunum, og ætlaði mér ekki að missa hann. Kerr skoraði fyrsta markið úr aukaspyrnu af 30 metra færi en þeir jöfnuðu skömmu fyrir hlé. En á 57. mínútu skallaði Sükür í markið eftir fyrirgjöf Emils og svo bætti Þórhallsson við 3. markinu sex mínútum síðar og 3-1 sigur staðreynd. Nú voru aðeins fjórir leikir eftir á tímabilinu eftir og ég með 12 stiga forskot á Cesena,enn taplaus og nýbúinn að setja félagsmet; ósigraður í 33 leikjum í röð frá 14. september á seinasta ári!!! Næsti leikur var í undanúrslitum Serie C cup gegn Mantova á útivelli. Lokatölur 1-0 fyrir Mantova, ég ekki sáttur en þetta er enginn heimsendir og deildin hélt bara áfram. Í næsta deildarleik gerðust undur og stórmerki, ég tapaði,
báðir haffsentarnir mínir reknir útaf með beint rautt á fyrstu 10 mínútunum og tapaði ég 3-0 vegna þessa lélegs dómara. Nú voru þrír leikir eftir í deildinni og ég með 9 stiga forskot á Cesena sem sátu í öðru sæti og með 25 mörkum betri markatölu þannig að ég var nánast búinn að vinna hana. Seinni undanúrslitaleikurinn í Serie C cup var framundan, ég varð að sigra, ekkert annað kom til greina. Enda vann ég 5-2 og kominn í úrslitaleikinn gegn feiknasterku liði Cesena sem voru á eftir mér í deildinni. Ég gat tryggt mér titilinn með því að ná stigi út úr næsta leik sem var gegn Padova, lokatölur 0-0 þar sem Di Livio fékk að fjúka, Cesena gerðu einnig janftefli og ég kominn upp í Serie B þó að tvær umferðir væru eftir. Þá þurfti bara að huxa um Serie C cup og vinna hana. Leikirnir sem voru eftir í deildinni voru gegn Padova og Livorno, þá vann ég báða tæpt og endaði með 91 stig eftir 34 umferðir. Þá átti ég bara eftir að klára Serie C cup Á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Það var mikil stemmning þegar við gengum inn á sameigunlegan heimavöll stórveldana Lazio of Roma annað árið í röð til að keppa fyrri úrslita leikinn í bikarkeppni Seriu C, en fyrra árið höfðum við haft sigurorð yfir Pescara, 2-1 samanlagt. Ég gat teflt fram mínu sterkasta liði þar sem ekkert var um meiðsli og leikbönn. Leikurinn byrjaði ekki vel og skoruðu þeir fyrsta markið á 20. mínútu en Þórhallsson jafnaði 10 mínútum síðar. Þannig var staðan í hálfleik, Sükür kom mér svo yfir í upphafi fyrri hálfleiks og var ég kominn í vænlega stöðu. Þeir jöfnuðu hins vegar leikinn um 15 mín. fyrir leikslok og urðu það lokatölur leiksins og ég var í nokkuð góðum málum fyrir seinni leikinn. Í millitíðinni keppti ég fyrri leikinn í C1 Super Cup gegn Crotone og vann ég hann 5-1 eftir framlengingu. Ég átti góða möguleika á þrennunni með því að vinna næsta leik en ég mátti svosem tapa með 3 stiga mun í C1 Super Cup.
Cesena komu ákveðnir til leiks í seinni leik mínum gegn þeim í Serie C cup final og voru 2-0 yfir í hálfleik, í hléinu gerði ég róttækar breytingar og breytti í 4-2-4. Það virkaði ekki nógu vel og lokatolur leiksins 3-1. Ekki var ég sáttur en hélt ótrauður áfram og vann seinni C1 Super Cup leikinn 2-0. Cruz, Mexes og Lassissi voru valdir í lið ársins og ég var framkvæmdarstjóri ársins. Florentia Viola voru búnir að taka skref númer tvö í áttina að verða stórveldi á ný !

Takk fyrir mig,
kv, Massimo