Eftir átökin í utandeildinni ákvað ég að undirbúa liðið strax fyrir átökin í 3. deild því ég vissi það að næsta tímabil ætti eftir að verða mjög erfitt, sérstaklega fyrir lið sem er nýkomið uppúr utandeildinni. Ég fór yfir hverja einustu stöðu í liðinu og komst að því að veikustu hlekkirnir voru markið og miðjan. Liðinu vantaði eitthvern “killer” á miðjuna. Ég hafði heyrt það frá Íslandi að nokkrir ungir leikmenn væru að gera góða hluti svo ég ákvað að senda njósnara mína til Íslands til að fylgjast með þrem liðum og þau voru: ÍBV, KR og FH. Á meðan njósnararnir voru á ferð um Ísland ákvað ég að fara á leikmannamarkaðinn og athuga statusinn á ódýrum markmönnum. Ég heillaðist af Tony Warner 27 ára gamall markvörður Millwall. Hann var ósáttur hjá Millwall svo ég bauð 220k í kauða og hann var orðinn minn innan fáeinna daga. Lítið sem ekkert gerðist í eins 2-3 vikur og það var ekki fyrr en ég fékk fréttir frá njósnurunum mínum frá Íslandi að þeir höfðu fundið nokkra öfluga leikmenn sem vert væri að nota fyrir liðið fyrir næsta tímabil. Ég hafði nú samt ekki mikinn pening en samt var fjárhagurinn búinn að batna þónokkuð síðan ég tók við liðinu fyrst.
Þrátt fyrir mikil harðindi í fjárhaf félagsins lét ég ekki deigan síga heldur ákvað að bjóða í nokkra leikmenn og hér á eftir kemur listi með þeim leikmönnum sem ég náði að klófesta.
Tony Warner, Millwall 220k
Veigar Páll Gunnarsson, KR 190k
Scott Partridge, Rushden & Diamonds 22k
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 20k
Lutel James, Accrington bos
Graeme Morrison, Stirling bos
Atli Viðar Björnsson, FH bos
Emil Hallfreðsson, FH bos
Bjarni Geir Viðarsson, ÍBV bos
Samningakerfi klúbbsins var í algjöru lamasessi og ég gat aðeins boðið leikmönnunum laun sem þeir sættu sig alls ekki við. Kannski eitthvað um 1000 sterlingspund á viku og það varð til þess að ég þurfti að bjóða þeim “Month to Month” samning sem þeir tóku vel í. Leikmenn eins og Baldur Bett úr FH og Tómas Ingi Tómasson úr ÍBV voru ekki á því að semja við félagið þegar þeir gengu til liðs við Halifax á Month to Month. Það varð til þess að ég missti þá tvo á free transfer. Ég ákvað að hafa mig hægan í smástund á leikmannamarkaðnum því nú fór fjárhagurinn hríðlækkandi og mjög litlar líkur á því að ég færi að fá einhverja leikmenn.
Deildin fór hinsvegar að hefjast og Doug Tait eigandi Halifax vildi ræða einslega við mig einn daginn. Ég fór á fund hans og hann sagði við mig að þetta ár yrði mikilvægt í sögu félagsins, heiðurinn væri í húfi. Þess vegna bað hann mig fyrir alla muni að halda félaginu í deildinni og gera hvað sem í valdi mínu stóð til að forðast falldrauginn sem vofir yfir mörgu liðinu sem fer upp um deild. En deildin hófst þann 10. ágúst 2002 með leik á heimavelli Shrewsbury. Sá leikur tapaðist 4-1. 7 stig eftir 7 leiki og útlitið svart. En það var eins og liðið hafi tekið einhverjum kipp þegar Emil Hallfreðsson og Bjarni Geir Viðarsson komu til liðsins í janúar, vegna fáránlegs samningakerfis á Íslandi þá fékk ég þá ekki fyrr en í janúar. Liðið vann hvern einasta leik á fætur öðrum og innan skamms vorum við komnir í 4. sæti deildarinnar eftir að hafa unnið okkur hægt og rólega upp töfluna með smá stoppi í 10. sæti. Allt gekk eins og í sögu og stjórnarmenn liðsins voru í skýjunum ásamt áhangendum. The Shay var nánast fullur á hverjum heimaleik og var það sjaldséð sjón á þessum litla velli. Við mánaðamótin apríl maí var það komið í ljós að Halifax Town voru komnir í Playoffs ásamt 6 öðrum liðum. Nú varð bara að bíða og vona að Halifax Town léki í 2. deild að ári. Þessir tímar voru gríðarlega erfiðir, hvað taugarnar varðar því við höfðum náð 2.sætinu og oft munaði ekki miklu að við misstum það, því ekki vildum við fara í Playoffs.
Sunnudagurinn 4. maí 2003 verður skráður í sögubækur Halifax Town. Þennan dag gerðum við 1-1 jafntefli við Hartlepool og með því var 2. sætið okkar = 2. DEILD AÐ ÁRI !!! Stjórnin hoppaði hæð sína þegar ljóst var að við værum að fara að spila í 2. deild á næsta tímabili. Enginn átti von á því að Halifax Town liðið sem kom uppúr utandeild og var talið mjög slakt mundi ná 2. sætinu í 3. deild og vera komnir upp um 2 deildir á tveim leiktíðum. Ég var tolleraður á heimavelli Hartlepool af leikmönnum og svo þegar ég var að ganga til búningsklefa með strákunum, gráti næst kemur Doug Tait gangandi að mér og óskaði mér innilega til hamingju. Mér leið yndislega og ég hlakkaði til að takast á við næsta verkefni.
Bikarkeppnirnar voru alls ekki í samræmi við deildina, því miður. Við vorum í FA Cup, League Cup og Vans Trophy. En því miður þá er eins og að eitthvað lokist þegar við förum að spila í þessum bikarkeppnum, við töpuðum öllum leikjunum strax í fyrstu umferð og þar með var þátttöku okkar lokið í öllum þessum keppnum.
League Cup 1st. round: Halifax 0-2 Preston
FA Cup 1st. round: Halifax 0-5 Tranmere
Vans Trophy North 1st. round: Scarborough 2-0 Halifax
Ég taldi þetta lið vera sterkasta liðið sem ég gat stillt upp:
GK - Tony Warner
DL - Nicky Heinemann
DC - Niall Hudson
DC - Phil Haigh
DR - Craig Smith
MC - Atli Viðar Björnsson
MC - Emil Hallfreðsson
MC - Bjarni Geir Viðarsson
SC - Scott Partridge
SC - Gunnar Heiðar Þorvaldsson
SC - Veigar Páll Gunnarsson
Þetta var seinni parturinn af sögunni minni um Halifax Town sem ég sendi í sögukeppnina. Í rauninni þá eru þessir 2 partar ein stór saga. Ég er þó byrjaður á 3 leiktíð og er bara að standa mig fínt í 2. deild.
Takk fyrir mig
kv. Geithafu