Eftir að verið leikmaður hjá Sunderland, Everton, Monaco, AEK og Dortmund ákvað ég að snúa mér að þjálfun ég fékk fyrst starf sem aðstoðarþjálfari hjá Charlton en þremur árum seinna bauð Bob Murray mér starf sem framkvæmdastjóri hjá mínu gamla félagi Sunderland.
Ég þekkti mikið til hjá Sunderland og þekkti aðstoðarþjálfaran Bobby Saxton frá því að ég var leikmaður þar á sínum tíma. Hópurinn var tiltölulega góður en þó sá ég að það vantaði nokkra sterka leikmenn inn og því senti ég Paul Eaton, útsendara hjá mér að skoða tvo leikmenn, þá Sotiris Konstantinidis og Vasilis Lakis hjá AEK en gamall vinur minn hjá AEK bennti mér á þessa leikmenn. Paul Eaton sagði mér að Lakis væri góður leikmaður en hann væri ekki þeim klassa sem að við þurftum. Konstantinidis væri hins vegar virkilega góður og væri rosaleg markamaskína og því fór ég til Grikklands og horfði á leik með AEK, þar sem Konstantinidis fór á kostum og setti tvö mörk. Ég bauð því 3,5 milljónir punda í hann og það var samþykkt. Tveim dögum seinna var hann orðinn leikmaður hjá mér.
Einnig festi ég kaup á Carlos Gamarra reynslumiklum jaxl frá Flamengo á 6 milljónum punda en ég tók eftir honum þegar ég fór að horfa á leik með AEK til að fylgjast með hinum en þá var Gamarra í láni og hann átti stórleik og því keypti ég hann. Síðan keypti ég Danny Mills frá Leeds en hann átti í vandræðum að festa sig í byrjunarliðinu þar, fékk hann á 2,5 milljónir punda og síðan fékk ég hinn unga Mark Kerr frá Falkirk á 1,5 milljónir.
Á þessu tímabili kepptum við aðeins einn æfingaleik á móti W.B.A. en við töpuðum þeim leik 1-0. Núna var boltinn að fara að rúlla og fyrsti deildarleikur okkar var gegn West Ham United. Ég ákvað í sammvinnu við Bobby Saxton að nota leikkerfið 4-3-1-2 nAkAnO. Skemmst er frá því að segja að við unnum leikinn 5-2 með mörkum frá Gavin McCann, Stefan Schwarz, Sotiris Konstantinidis og David Bellion (2).
Liðið sem ég stillti upp á tímabilinu var oftast svona:
—————————-Thomas Sörensen————–
Danny Mills——–Emerson Thome—–Carlos Gamarra——Julio Arca
————–Gavin McCann—–Nicolas Medina—–Mark Kerr
——————————S.Konstantinidis
———————-Kevin Phillips——–Kevin Kyle
Það var rosalegur mínus á þessu tímabili hvað við fengum mörg mörk á ykkur. Um áramótin vorum við efstir en samt höfðum við fengið jafn mörg mörk á okkur og liðið í 17.sæti! Thomas Sörensen var engan vegin að sýna hvað hann gæti, og því ákvað ég að hafa Michael Ingham í markinu en hann var ekki að sýna neitt mikið og svo fór að ég var í virkilegum vandræðum núna var ég í 3.sæti í deildinni 2 stigum á eftir Man. Utd. sem voru í fyrsta og því þurfti ég nauðsynlega á nýjum markmanni að halda. Og viti menn allt í einu fékk ég þau skilaboð að stjórnin hafi fengið 13 milljónir punda til leikmannakaupa, bara upp úr þurru! Ég skellti mér því á leikmannamarkaðinn og sá að Sander Westerveld var ekki með sæti í liði Liverpool og því bauð ég 2,5 milljónum í hann sem var samþykkt undireins. Westerveld var því orðinn leikmaður hjá mér og áhangendurnir söfnuðust fyrir utan The Stadium Of Light og fögnuðu ógurlega þessum kaupum. Einnig keypti ég Clint Hill frá Tranmere sem hafði átt stórkostlegt tímabil með þeim í annarri deildinni. Restin af tímabilinu vorum við í öðru og fyrsta sæti til skiptis, en að lokum enduðum við í öðru sæti og ég gat ekki verið ánægðari. Kevin Phillips skorðai 19 mörk í deildinni, Konstantinidis 18 og Kevin Kyle hin ungi átti mjög gott tímabil og skoraði í 10 mörk í 15 leikjum.
Bestu leikmenn á tímabilinu: Kevin Phillips, Konstantindis, Gavin McCann og Julio Arca.
Óvæntustu leikmennirnir: Kevin Kyle og Baki Mercimek.
Fyrir næsta tímabil er ég búinn að kaupa þessa:
Phillipe Mexes 2,6 milljónir
Juan Roman Riquelme 15 -||-
Luca Toni 4,6 -||-
Seldir:
Emerson Thome 5 milljónir - Arsenal
Thomas Sörensen 300k til liðs í Moldavíu (held ég)
Bernt Haas - Frjálsa sölu til Portsmouth
(ATH. SPILAÐ Í CM 01/02)