Ég var búinn að vera atvinnulaus í 1 1/2 ár þegar gemsinn hringdi hjá mér. Í símanum var Anthony Kleanthous, stjórnarformaður Barnet, sem var í utandeildinni í Englandi. Hann sagði mér að þjálfarastaðan hjá þeim væri laus, enn það hafði spurst út að ég var búinn að sækja um hjá mörgum liðum enn fékk hvergi starf. Ég ákvað að slá til og taka þessu tilboði, enda farinn að sakna spennunar við að standa á hliðarlínunni og stjórna liði. Ég flaug út strax daginn eftir og það var svo 14 júlí, 2001 að ég skrifaði undir 3 ára samning við Barnet.

Eftir nokkrar æfingar hjá liðinu var ég búinn að sjá hvar veikustu stöðurnar voru, ég hafði engan pening til umráðu og sendi því njósnarana mína að leita að mönnum sem ég gæti fengið frítt, sjálfur fékk ég lista yfir kalla sem voru samninglausir og skoðaði ég hann. Ég rak strax augun í einn mann og hét hann Rob Jones, sókndjarfur miðjumaður. Ég bauð honum strax að koma og skoða aðstæður hjá okkur, og var því úr að hann kom í 2 vikur að skoða aðstæður. Mér leist strax mjög vel á pilt og bauð honum umsvifalaust 5 ára samning, og tók hann honum. Var ég mjög ánægður með hann því hann var aðeins tvítugur, þetta áttu eftir að vera ein bestu kaup mín. Njósnararnir fundu 1 varnarmann sem mér leist vel á og bauð ég honum samning, piltur sá hét Stéphane Dalleu sterkur varnarmaður frá Frakklandi. Einnig sá ég mér leik á borði að fá lánaða leikmenn og fékk ég þá Giorgos Siros og Jon O'Connor yfir allt tímabilið. Siros var grískur varnarmaður sem lék mjög vel fyrir mig, og lék O'Connor á miðjunni.

Eftir að hafa fengið þessa menn var ég kominn með sæmilega breidd á hópinn og var ég mjög bjartsýnn á góðan árangur í deildinni og ætlaði ég mér upp. Ég stillti upp taktíkinni 4-3-1-2 auk þess að vera með mjög sókndjarft kerfi sem var 2-1-4-1-2, vissi ég af reynslunni að gott væri að hafa tvo kerfi uppá að hlaupa, til að leika á andstæðinginn.

Fyrsti leikurinn sem ég stjórnaði þetta árið var gegn Stockport, eini vináttuleikurinn minn þetta árið. Ben strevens kom mér yfir á 33 mínútu, enn skoruðu Stockport menn 2 mörk í seinni hálfleik og tryggðu sér sigur.Fyrsti leikurinn minn svo í deildinni var gegn Boston Utd á útivelli, vannst hann 1-0 með marki frá Strevens. Reyndar fengum við svo skell á móti Southport í næsta leik 2-0. Enn í næstu 16 leikjum vorum við taplausir, og vorum búnir að tilla okkur á toppinn á deildinni. Í millitíðinni höfðum við keppt í Enska bikarnum gegn Scarborough og vannst hann 2-1 með 2 mörkum frá Jones. Seinna keppti ég í næstu umferð og vann þar Southend 2-0. Einnig keppti ég í Vans Trophy gegn Rushden enn tapaði ég gegn þeim 1-0 þáttöku minni þar var lokið.

Eftir 16 leiki án taps í deildinni tapaði ég gegn Doncaster 2-1. Ég var þó ákveðiinn að koma með lið mitt til baka, og unnum við næstu þrjá leiki. Þá kom hryillilegur kafli hjá okkur í Barnet, við unnunm ekki næstu 9 deildarleiki, og duttum við úr öruggu 1 sæti, í 5 sæti. Í millitíðinni hafði ég samt tryggt okkur sæti í fjórðu umferð enska bikarsins, með 4-2 sigri gegn Colchaster, einnig vorum við búnir að tryggja okkur undanúrslitasæti í Fa trophy, með sigrum gegn Leigh Rmi, Telford og Scarborough.

Eftir að hafa keppt 9 leiki án sigurs í deildinni fórum við að keppa við Woking, ég hélt góða ræðu yfir mönnum, og sagði þeim að við værum miklu betri enn önnur lið í deildinni og gætum léttilega komist upp. Hún hafði góð áhrif því við sigruðum 1-0 með marki frá Wayne Purser, eftir þetta kom svolítið ströggl hjá okkur, og unnum við nokkra leiki og töpuðum og gerðum einnig jafntefli.

Núna voru 6 leikir eftir í deildinni og vorum við búin að stinga af ásamt Farnborough, samt voru þeir 3 stigum á undan okkur, og var 12 stig í næsta lið á eftir okkur. Þá fór ég með mitt lið til Farnborough að keppa við þá, það var vitað fyrir leikinn að hann væri gríðarlega mikilvægur, og sagði ég mínum mönnum það.
Heimamenn sóttu stíft í byrjun enn var vörnin sterk með Dalleu í broti fylkingar. Eftir 30 mín róaðist leikurinn þó og var mikið miðjuströggl þangað til í hálfleik. Leikurinn var allur í járnum í seinni hálfleik og komust heimamenn yfir á 68 mínutu, mínir menn rétt tóku miðju og voru búnir að jafna eftir 2 mín með marki frá Rob Jones. Heimamenn sóttu stanslaust enn uppskáru þó ekki neitt, og var dýrmætt eitt stig komið. Núna voru 5 leikir eftir í deildinni. Mínir menn voru stórkostlegir í þeim og fóru hreinlega á kostum og unnu þá alla með markatöluna 14 - 1.

Með þessum rosalega endaspretti tryggðum við okkur sæti í þriðju deildinni með 93 stig, aðeins stigi á undan Farnborough. Og var ég mjög ánægður með það.

Í enska bikarnum komumst við í 32 liða úrslit, enn játuðum okkur sigraða þegar við fórum til Blackburn og töpuðum við gegn þeium 3-1. Í FA trophy sigruðum við Chester. Og fórum svo til London að keppa á móti Dag & Red í úrslitum. Sigruðum við þar 2-1 með sigurmarki frá Jones á síðustu mínotunni

Leikmannakaupin yfir veturinn voru þó fleiri enn voru nefnd í byrjun. Ég þurfti að sjá eftir Lee Harrison markmanninum mínum til Middlesborough, því ég fékk tilboð frá þeim sem ég gat ekki hafnað uppá 1 milljón punda. Ég var þó fljótur að finna arftaka hann og keypti ég Romain Larreu frá Plymouth daginn eftir á 100 k. Einnig keypti ég Steve Watson, frá aðalkeppinautnum í Farnborough fyrir 80 k, og gerði það sjálfsagt baggamuninn í lokin.

Eftir að hafa horft yfir liðið í lokin verð ég að segja að ég var mjög ánægður með árangurinn. Því flestir mennirnir í liðinu voru um tvítugt.

Byrjunarliðið var yfirleitt svona þegar ég lék 4-3-1-2

Gk: Lee Harrison, seinna Romain Larreu
DL::Lee Flynn
DR: Lee Gledhill
DC: Girogos Siros (Mark Arber)
DC: Stéphane Dalleu (Greg Heald )
MC: Fracer Toms
MC: Jon O'connor (Steve Watson tók þessa stöðu yfir þegar hann kom)
MC: Mark Taylor
AMC: Rob Jones
FC: Ben Strevens
FC: Nei Midgley

Enn þegar ég lék 2-1-4-1-2 var það að öllu jöfnu svona:

Gk: Lee Harrison, seinna Romain Larreu
DL: Lee Flynn
DR: Lee Gledhill
DC: Girogos Siros (Mark Arber)
DC: Stéphane Dalleu (Greg Heald )
DM: Jon O'Connor
ML: Fracer Toms
MR: Mark Taylor
MC: Leon Bell
MC: Stevie Searle
AMC: Rob Jones
FC: Ben Strevens
FC: Nei Midgley

Maður mótsins hjá mér var Rob Jones, sem skoraði 30 mörk í 38 leikjum.

Á þessu tímabili skoraði Rob Jones fyrir mig 30 mörk í 38 leikjum. Strevens og Midgley skoruðu saman lag 28 mörk. Á miðjunni var Taylor stórkostlegur og átti 26 stoðsendingar. Vörnin var sterk og fékk ég aðeins 29 mörk á mig í deildinni.


Ég spila Cm 01/02, og er búinn með næstu tvo tímabil, og skrifa ég um þau seinna. Vona ég að þetta sé læsilegt og einhver hafi nennt að lesa þetta hjá mér :)

Með fyrirvara um stafsetningarvillur
Kv. Sindri